Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 5
í Reykjavík. Hann hefur frá fæð- ingu haft máttlausa fætu;r, liðbönd in eru of slök, og hryggvöðvarnir ©ru einnig lélegir. Helzt vill hann líggja samanhnipraður á hnj'ánum, og þannig var hann einmitt, þegar vi'ð komum inn í stofuna. Hann var a'ð hlusta á sína eftirlætishljóm- plötu, sönglög dýranna í Hálsa- skógi, sem hann hafði sjálfur brugðið á fóninn. „Réttu úr þér, réttu úr þér“ hrópuðu foreldrar hans til skipt- is. Og litli kroppurinn tók smávið- Ibragð, rétti sig upp úr hinni þægi- legu kuðungsstellingu. Hann má ekki stirðna þannig, þá er öll von úti. Þegar hann var pínulítill, lá hann alltaf á maganum, þriggja fjögra ára reis hann upp á hnén, og nú getur hann staulazt nokkur skref við hækjur. „Stattu þig, stattu þig“, kallar faðir hans og bláeygt, ljóshært barnið brosir og mjakar sér áfram á hækjunum. Spelkurnar hans rísa þarna við borðið, beinir járnstafir, sem standa upp úr skrýtnum skóm. Margar leðurólar eiga að reyra þessi járn að fótleggjum barnsins langt upp fyrir hné. Hann situr 1 speikunum einn eða tvo klukkutíma á dag, eftir því sem þolinmæði hans — og móðurinn- ar — leyfir. Læknarnir vona, að eftir tvö þrjú ár muni hann geta stigið í fæturna — með því að nota spelkurnar. En það kostar stöðuga áreynslu, þrotlausa æf- ingu, að ná því marki Samt er snáðinn litli hinn glað- asti, eins og það sé sjálfsagður hlutur að vera fæddur með fætur, sem ekki vilja ganga. Hann er kominn í skóla í ná- lægri götu, hjá konu, sem heitir Ólöf. Hún er sjálf lömuð, en út- skrifuð úr Kennaraskólanum, og tekur nemendur heim við góðan orðstír. Seinna langar foreldra hans að reyna að láta hann fylgjast með jafnöldrum sínum í barnaskólan- um. Þegar hann fer í skólann, fikrar hann sig niður stigahandriðið, hann býr á annarri hæð, og móð- ir hans ber hann út að hjóli með hjálpardekkjum. Hann getur hjól- að sjálfur, og það er holl æfing fyrir hann. En það verður að fylgja honum allar leiðir, því dytti hann, er honum ómögulegt að rísa á fætur aftur af eigln ratnmleik. Hann er offc borinn út í sand- kassa fyrir utan húsið, og krakk- arnir í kring koma og leika sér við hann. BÖrnin í BólstaiðarhMðinni eru svo vel innrætt, að þau hrekkja hann aldrei. Tvær þrjár telpur í húsinu koma oft og leika sér við hann inni: feluleik, mömmuleik, jafnvel sjúkraleik. Faðir Reynis er leigubílstjóri, en fær ekki að fara í kvöldakstur, ef strá'ksi má ráða. „Nú er ég Mikki refur, og þú ert músin“, seg ir hann, skríður upp um pabba sinn og þykist ætla að bíta hann. Faðir hans tautar eitthvað um Grýlu ve'stur í bæ, en strákur læt- ur sér hvergi bregða, segist geta fengið bæði hyrnda kú og hund- inn Lassa til að reka hana á flótta. Faðirinn verður áð lofa að lesa fyr ir hann sögu — og siðan aðra. Þá ætlar hann líka sjálfur að fara að hátta. Hann haltrar á hækjunum út úr stofunni og raular, áhyggjulaus: „Með mjóa kló á tá.. .“ En faðir hans horfir þungbúinn á eftir honum. Hann er orðinn hálf fimmtugur og óttast áð faila frá að syni sínum svo hjálparvana. Það er honum ægileg tilhugsun. Hvað sem væri mundi hann reyna barninu til heilsubótar. Við förum í hús í næstu götu, Álftamýri, og hittum ellefu ára telpu, Maríu. Vesalings María litla. Tæpra tveggja ára veiktist hún og lá marga mánuði á sjúkrahúsi. Fyrst vissi enginn hvað að henni var, en svo fundu læknarnir, að þetta var heiftarleg liðagigt. Henni batnaði í bili, en síðan hefur sjúk- dómurinn búið í henni ejns og fal- inn eldur, sem blossar upp við og við, fyrirvaralaust. Meðöl, sem áttu að halda gigtinni í skefjum, höfðu þau áhrif á hana, að hún óx ekki. Hún hætti að taka þau, og hefur síðan blásið út, en vegna tímans, sem hún missti, er hún varla stærri en venjulegt er um átta ára börn. Liðagigt er kvalafullur sjúkdóm ur, sem fullorðnum veitist býsna erfitt að þola. Síðasta kastið, sem María fékk, leiddi til fimm mán- aða sjúkrahúsdvalar, sem lauk á aðfangadag í fyrra. Eftir það kast hefur hún ekki lengur getað geng- ið óstudd. Það væri þægilegast fyr ir hana að sitja í hjólastól, en Mótatimbrið hefur enn ekki veriS tekiS af, en strax og fjármagn fæst, verður verkinu haldið áfram, og upp úr öngþveiti þessu rís þá glæsilegur leikfimisafur með fullkomnum hjálpar- tækjum tll sjúkraþjálfunar. (Tímamynd — Gunnar).. 989j T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.