Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 12
Mörínum verður Hðrœtt um óstjórn, peningaleysi og vinnu- tregðu. Þessi frásögn ætti aS feera ölium heim sanninn um það, að englnn þarf samt að missa gleSi sína, þótt eitthvaS kutl ( fangiS. Fyrr hefur verið gegn gjólu aS striSa og öllu reitt vel af. FRÍMANN JÓNASSON: Frá Eiríki eldauga til Jóns H. Fjalldals , Þat5 var sumarið 1923, sællar ; iminningar, þegar við Hannes 'glímdum sem fastast við efnahags- j vandamálin og snúðaneyzlan ■ íkomst á hámark. Þetta var af ýms- jum fleiri ástæðum me-sta merkis- j sumar. Við vorum nú svo gott sem jorðnir opinbedr starfsmenn, laun- aðir af iandsins kassa, höfðum bréf upp á það með virðulegu lakkinn- sigli og undirskdft séra Magnúsar Helgasonar. Raunar vorum vér ekki enn sezt /r að embættisstörfum, en höfðum aðsetur vort í kjallara nokkrum rið Laufásveginn. Pátt var þar hús- gagna og ekki margt, sem benti til ■ þess, að hér byggju heldri menn. IÞó gat þar að ldta grip einn aH- góðan og fáséðan á heimilum lægrf stéttanna. Var það grammófónn eð- ur glymskratti, eins og hvatvísir og miðlungsvel innrættir menn fóru að nefna þetta indælistæki. Hafði það kostað okkur kjallara- búa marga svitadropa og segir nán ar frá því í vorharðindabók Hann- esar Magnússonar, þáverandi með- eiganda að þessum kostagrip. Rek ég ekki þá sögu, en læt þess þó getíð, að hljóðfærið höfðum við fengið í verkalaun fyrir gröft á húsgrunni við Bárugötuna, sem við höfðum tekið í akkorði. Hafði okkur í þeim viðskiptum heldur en ekki fatazt fjármálaspekin, en „þar mun betra að þegja um, en segja um“. Þttta sumar var hart um at- vinnu og kapphlaup mikið um það, sem til féll. Við vorum skuld- ugir eftir skóladvölina og höfðum ekki annað upp á áð hlaupa en eigin vinnu. Auk þess að akulda ýmsum einstaklingum, voru vix’la- ákrattarnir að faila annað slagið. Var okkur það mikið mein og á- hyggjuefni, og hefðum við getað tekið undir með orðljótum dala- toónda, norðlenzkum, sem sagði, að á sér stæði „öll andskotans járn úr öllum helvítis áttum“. — Við sótt- um því fast atvinnuleitina, hlupum eftir auglýsingum, gengum á vinnustaði og skrifstofur og leituð- um uppi verkstjóra, en flest var það unnið fyrir gýg, að undantekn um grammófónsævintýrinu. Ekki gátum við veitt okkur mik- inn munað í mat né drykk, sótt- um helzt til fanga í bakaríin og keyptum mjólk, vínarbrauð og snúða. Snúðarnir voru alistæðileg- ir á að líta, en nokkuð lausir í sér og ioftkenndir og stóðu þess vegna heldur illa undir. Höfuðkostur þeirra var, að þeir voru ódýrir, samanborið við fyrirferð, um eða undir fimm aurum stykkið. Ekki er þó svo að skilja, að við nærðumst eingöngu á snúðum og mjólk, þótt oft væri það aðalrétt- urinn á matseðlinum. Þegar að mestu virtist borin von að Reykvíkingar vildu nýta vinnu- afl okkar félaga, snerum við okk- ur að andlegum viðfangsefnum og hófum ritstörf. Ég hafði nokkru fyrr keypt hjá fornbóksala skáld- sögu eftir Rider Haggard í danskri þýðingu. Hét sú Erik Ildöje og var látin gerast á söguöld á íslandi. — Er þetta alllöng saga í eins konar íslendingasagnastíl og upphafið svohljóðandi: „Áður en Þangbrandur flutti boðskapinn um Hvíta-Krist á ís- landi, bjó á Suðurlandi maður að nafni Eiríkur eldauga Þorgríms- son. Hann var manna fríðastur sýn um, afrenndur að afli og hinn mesti ofurhugi. Var í þann tíma enginn hans jafningi uppi á ís- landi. En hann var lítill gæfumað- ur“. Þetta er hin mesta atburðasaga og auk Eiríks sáluga eldauga grein- ir þar frá ýmsum afarmennum, bæði afskaplega göfugum mönn- um eða þá bölvuðum föntum. Þá skortir ekki funheitar ástir og af- brýði með tilheyrandi vopnabraki og mannvígum. T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.