Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 13
Varð það nú samráð okkar fé- laga að snara skruddu þessari á móðu'rmálið, á meðan ekki dveldi annað. Ekki er mér nú fullljóst, hvort þessu tiltæki okkar réði bók- menntaáhugi eða ábatavon, nema hvort tveggja hafi verið. Við rædd- fnn ekki málið við neinn útgef- anda, en létum slag standa. Við fengum okkur nú sína papp- írsblokkina hvor, rifum Eirík sund- ur í miðju og köstuðum hlutum til helminganna. Fékk ég fyrri part- inn í minn hlut. — Hófum síðan starfið af miklum móði, settum okkur daglegan vinnutíma og bjuggumst um sem bezt. Brátt kom á daginn, að þetta var ekki eins auðvelt verk og við höfð- um gert ráð fyrir. Málið var nokk- uð fornyrt og ekki vandalaust að halda stíl og blæ frásagnarinnar. Þá komu fyrir mannanöfn og við urnefni, sem við áttum í mesta basli með, þó að ég muni nú fæst af því. Þó er mér enn í minni við- ureignin við Skallagrím Lamshale, enda var það ógurlegur berserk- ur. — Fannst okkur næsta hjá- kátlegt, að kalla slíkan heljarkarl Skallagrím lambsrófu eða Skalla- grím dindil, en sem heiðarlegir þýðendur þóttumst við ekki eiga annars kost. En hvað sem því leið, héldum við þessu starfi áfram um skeið, en fylgdumst jafnframt með almennum atvinnuhorfum í bæn- um. — Ekki man ég, hve lengi þessu fór fram, þar til við fengum vinnu um tíma við vatnsveitu Reykjavikur og lögðum frá okkur pappír og penna, en vopnuðumst reku og haka. Segir nánar frá því fyrirtæki í áðurnefndri bók Hann- esar, „Á hörðu vori“ — Er Eirík- ur karlinn eldauga þar með úr sög inni, og varð hann okkur aldrei að fóþúfu. Nú er þess aftur að geta, að við höfðum öðlazt kennararéttindi um vorið, og stóð hugur okkar nú mjög til embætta. Á þessum árum voru kennarastöður mjög umsetn- ar, þótt ótrúlega kunni að láta í eyrum nú á tímum. — Farskóla- fyrirkomulagið var ríkjandi í flest um sveitum, með kennara í hverj- um hreppi. Hann gekk á milli bæja, oft með pjönkur sínar á bak- inu, og dvaldist nokkrar vikur á hverjum kennslustað. Farkennara- launin munu þá hafa verið (muni ég rétt) um 450 krónur á ári, auk fæðis og húsaskjóls um skólatím- HANNES J. MAGNÚSSON kunningi Eiríks e'.dauga og eirra félaga, og höfundur vor- harðindabókar. ann. í kaupstöðum voru kjörin eitt hvað betri, og póttu það miklir lukkunnar pamfílar, sem í þau embætti komust. Kölluðum við, stöðuleysingjar, þá stundum stór- kennara í okkar hóp. Þetta sumar voru, að venju, margar kennarastöður auglýst- ar lausar. Fylgdumst við með því í Lögbirtingablaðinu af mikilli gaumgæfni og tókum að senda um sóknir í ýmsar áttir. Ekki sóttum við báðir um sömu stöðu enda af nógu að taka, og réð hending að mestu, hvar borið var niður. En svo liðu tímar fram, að eng- in bárust svörin, en við fréttum að þessir eða hinir hefðu fengið stöð- urnar. Leið svo fram á haust, og þótti okkur óvænlega horfa um vetrarvinnu og embættisframa. Þá er það einhverju sinni, að ég fæ boð frá séra Magnúsi Helga- syni um að finna sig. Mér varð bilt við og datt fyrst í hug, hvort skeð gæti, að annar víxillinn, sem séra Magnús hafði skrifað á fyrir mig, væri nú fallinn. En fljót lega áttaði ég mig á, að ekki gæti það staðizt. Það hefði orðið mér mikið áfall, því að séra Magnúsi viidi ég allra manna sízt bregðast. Rölti ég nú suður í Kennaraskóla og kvaddi dyra á íbúð séra Magn- úsar. Hann kom sjálfur til dyra, leiddi mig til sætis og settist and spænis mér við skrifborðið sitt. „Jæja, hvernig gengur það svo MAGNÚS HELGASON — skólastjórinn, scm skrifaði upp á víxlana meS góövild og hýru í svipnum. með kennarastöðuna í vetur“, hói hann máls. Og ég sá góðvildina og hýruna í tillitinu, sem ég kannað- ist svo vel við. Ég sagði honum frá gangi mála og kvaðst heldur vondaufari í því efni. „Ojá“, sagði séra Magnús. „Það eru víst margir um boðið. En hvað mynduð þér segja um að gerast kennari vestur við ísafjarðardjúp í vetur?“ Ekki beið hann eftir svari, en tók að skýra mér frá málavöxtum: Kvað hann sig hafa verið beðinn að útvega kennara vestur á Langa- dalsströnd við ísafjarðardjúp. Fræðslunefndin þar væri mjög áhugasöm um skólamálin og þætti farskólafyrirkomulagið ekki gefa góða raun. Hefði því verið ákveð- ið að halda skóla næsta vetur á einum stað. Skyldu börnin dvelj- ast þar í heimavist á skólatíman- um, nema þau, sem stytzt ættu að sækja frá næstu bæjum. Nú vant- aði kennara að skólanum, og ætl- aði sveitarfélagið að greiða sinn hluta af launum hans svo ríflega, að vetrarkaupið yrði 600 krónur auk fæðis og húsnæðis, 150 krón- um hærra en almenn farkennara- laun. Þetta voru höfuðatríðin í máli séra Magnúsar, og að lokum kvaðst hann mundu sj'á til þess, að ég fengi stöðuna, ef ég vildi hana. Skyldi ég nú hugsa málið og láta sig vita næstu daga. — Ég var T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 997

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.