Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 19
er líka harðbýlt og lætur ekki lífs gæði sín í té nema gegn svita og erfiði, og nægjusemi virðist við þurfa þar í ríkum mæli víðast hvar, ef vel á að fara. En Noregur er fagurt land og vel hýst víða, þrátt fyrir hörku bergsins. Skóg- urinn sér um það, og tilbreytnin er mikil, og mannshöndin hefui verið vel að verki til fegrunar. En ísland á einnig sína sér- kennilegu, sjaldgæfu og nöktu feg- urð fjalla og jökla, að ógleymdu flosi hins sumargræna gróðurs. Þegar mannshöndin hefur fengið lengri tíma til að hlúa þar að og fegra það, þá er ísland fyllilega sambærilegt í því tilliti. í býtið laugardagsmorguninn 5. ágúst kom skipið til Björgvinjar. Var þar engin viðstaða, en skipt um skip og stigið um borð í ferju eina mikla, sem innan stundar átti að sigla norður í Sognsæ. Þetta var stór skúta, tvílyft, og voru far þegarúm á efra þilfari. setustofur, borðsalur og einkaklefar, þó fáir, einnig setupláss á þilfari. En fljót- lega gerðist þar of kalt, því að sólarlaust var og gola nokkur. Leituðum við því undir þak, en þar var ekki mannlaust fyrir. Skip- ið var ætlað um fimm hundruð farþegum og var það fullskipað, og komum við með þeim síðustu um borð. Þægilegustu og beztu sætin voru setin af forréttindahóp, að því er virtist, Bandaríkjamönn- um, sem voru þarna mjög fjöl mennir. Við gátum þó þrengt okk ur í setbekki við matborðin í borð salnum og leið þar vel eftir at- vikum, og mat gátu allir fengið, þótt margt væri um manninn. Neðra þilfar var fyrir bíla, vör- ur og farþegaflutning og var hann aðgreindur eftir ákvörðunarstöðum og fékk hver sitt. Mér þótti gaman að fara þangað niður og meira hægt að hreyfa sig þar en uppi. Þarna var rúmgott og víða gang- frítt, þvi að þilfarið var einn geim ur. Voru þar um tuttugu bílar, sumt stórir langferðabilar. Þarna var að vísu svalt nokkuð, en við- sýnt aftur undan, því stafninn sá var opinnv.og þar farið út og inn með vöru og bíla. Ekki var mikil sigling þarna norður með eða um þennan mikla fjörð utanverðan, en hann er þar breiður, og sáust fá merki um sjódýralíf og fuglaferð engin. Spurði ég skipsmann einn um veiði í firðinum. Hann kvað engan fisk þar að fá nema lax. Það var langt liðið á dag, þegar komið var vel inn á fjörðinn, og fór hann þá brátt að þrengjast. Þarna er alls staðar sæbratt, eng ar fjörur eða undirlendi með sjón- um og dalir í fjöllin hvergi til. En alls staðar vex barrskógurinn, nema á fáum stöðum, þar sem fjallið er nær lóðrétt á köflum, sem þó er óvíða. Gras sást varla og aðeins á einum stað, sunnan fjarðarins, var sauðahjörð á beit. Fátt var þarna um byggð ból Þó voru smábýli á stöku stað uppi um hlíðar, þar sem brattinn leyfði slíkt. Smá voru túnin en slegin, og heyið á hesjum. Voru túnin sögð slegin með litlum mótorsláttu vélum, sem einhvern veginn hafði verið klöngrað þarna upp, en veg- ir sáust ekki eða þeirra gætti ekki vegna skógarins. Sums stað- ar voru ruddu blettirnir vaxnir ávaxtatrjám, og er sagt heitt þarna o.g úrkomulítið síðari hluta ágúst mánaðar. Meiri byggð sýndist vera norðan megin fjarðarins en sunn- ar. Vegir voru með sjónum og sums staðar hurfu bílamir inn i fjallið, eina mínútu eða svo, í smájarð- göng. Á einum stað brá bíllinn sér í göng á bak við lítinn foss, er steyptist í sjó niður. Á einum eða tveim stöðum sáust merki eftir snjóflóð og skriður, en bergið er hart og skógurinn bindur snjóinn, svo að slíkt er fátítt Á eyrum og undirlendisræmum við fjörðinn voru þorp og byggðir. Víðast voru þar verksmiðjur, þar sem þorps- búar og fólk úr nágrenninu vann. Áður en nútímatækni kom til sögunnar, hefur báturinn auðsjá- anlega verið helzta samgöngutæk- ið þarna i fjörðunum. Að kvöldi dagsins komum við að smábæ á eyri norðan fjarðarins, sem Hermannsverk heitir eftir manni, sem reisti þar fyrst verk stæði, er síðar varð að verksmiðju. Þar var gott og allstórt gistihús. Stigum við þar af ferjunni og tók- um þar gistingu. Veður var þá orð- ið bjart og hlýtt. Farið var í hátt- inn fljótlega eftir náttverð. Við Pétur Ottesen deildum svefnher- bergi, og svo var oftar, það sem eftir var ferðarinnar, og fór vel á með okkur. Árla morguns var Pétur á fót- um áð venju, gekk út í bæinn og litaðist um. Var hann einn um það. Veður var hið fegursta, sólskin og hlýtt og var svo þann dag all- an. Fyrir fótaferð um morguninn sá ég út um svefnherbergisglugg- ann, að hópur fótgangandi ferða manna kom að gistihúsinu, voru það eriendir menn göngubún- ir með mikið hafurtask, skæddir þungum og sterkum gönguskóm. , Settust þeir úti í veðurblíðunni, tóku léttari skó á fætur, létu far- angurinn þar eftir, en komu inn í gistihúsið, þegar opnað var og neyttu þar dögurðar Siðar um ' morguninn göngubjó hópurinn sig aftur og hvarf á tveim jafnfljót- um til fjalls. VLrtist mér þetta : fólk verja sumarleyfi sínu hyggi lega. Að dögurði snæddum stigum við upp í áætlunarbíl og skyldi nú fyrst um sinn ekið inn með firðinum, sem sannarlega mætti heita Öllumlengri. Um hádegisbilið var áð i allstór- um bæ, Sogndal, og litazt þar um í blíðviðrinu, verk guðs og manna skoðuð. Var þar allt í fegursta samræmi og umhirða öll með ágæt um eins og alls staðar, þar sem við komum í þessari ferð Öll hús máluð og umgengni úti við hin bezta. Var dvölin þarna í Sogn- dal ógleymanleg og yndisleg. Frá Sogndal fórum við í áætl- unarbil til Kaupangurs, þaðan með ferju inn mjög þröngan fjörð til Goðvangs. Frá Goðvangi fórum við með áætlunarbíi um Nærey upp brattan fjallveg að Stalheimgisti húsi og áfram til Vors. Þegar hádegisverðar hafði verið neytt og tilskilinn dvalartími var útrunninn, var stigið á stóra og fagra bílferju, og flutti hún, auk fjölda farþega, marga stóra lang- ferðabíla á þilfari, en setusalir á hinu efra voru með ágætum út- sýnisgluggum. Mergð virtust Norð menn eiga af slíkum ferjum, og voru þær á ferð fram og aftur á firðinum þessa daga og virtust all- ar fullskipaðar ferðamönnum. Fjörðurinn greinist mjög, er inn ar dregur, og sigldum við síðast inn í botn eins innfjarðarins. Hafði ferja þá oft stefnt á land, að okk- ur sýndist, en opnaðist svo allt i einu sund, og var víða ekki nema steinsnar í land báðum megin, en aðdjúpt alls staðar og virtist hyl- djúpt upp að fjallshlíðunum. Siglt var að landi í þröngan fjarðar- botn og var þar smáhúsaþyrping og stutt bryggja. Flaut þessi stóra ' ferja þó vel að. Stigið var i einn T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1003

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.