Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 15
Á ísafirði var höfundur boðinn og velkominn á vakningarsamkomuna hjá Oddi á Hernum. eagði góðan dag og kvaðst kominn til að tala við Magnús Guðmunds- son, væri þess kostur. Stúlkan spurði um nafn mitt, hvarf inn í ganginn, kom aftur að vörmu spori og vísaði mér til skrifstofu húsráðanda. Magnús var þar fyrir og benti mér þegjandi til sætis. Sjálfur settist hann við stórt skrif- borð, hlaðið bókum og skjölum, tók lokið af glerstampi einu-m mikl- um og fór að troða tóbaki í pípu sína í mestu makindum. Þögnin var svolítið óþægileg, og ég hug- leiddi, hvort viðeigandi væri, að ég hefði fyrsta orðið á þessum f-undi. En áður en ég komst að niður- stöðu, leysti húsráðandi vandann og spurði: „Jæja, hvert var svo erindið?f‘ Lét ég þá ekki á mér standa, e,n flutti stutta skýrslu um ástand og horfur í efnahagsmálum mín- um. Lagði ég áherzlu á, að þótt ástandið væri í svipinn heldur bág borið, þá væru horfurnar dáindis- -góðar, þar sem kennarastaðan biði mín á næsta leiti. Klykkti ég svo út með aðalerindinu, sjálfri láns- beiðninni, og var mér það, sannast að segja ekki alveg erfiðislaust. Magnús sat á meðan og tottaði pípu sína. Svo spurði hann mig eitthvað um uppvöxt minn og ætt- menn í Skagafirði, en tók að pví þún-u pappírsblað og penna, leit á mig og sagði: „Og hvaða upp-hæð hefur yður þá dottið í hug?“ Ég nefndi þrjátíu krónur. Hann gegndi þvi engu, en fór að sk-rifa á blaðið, rétti mér það síðan, á- samt pennastönginni, og sagði: „Við höfum það fimmtíu krón- ur og þér borgið mér það í vet- u-r þegar fjárhagurinn rýmkast“. Ég skrifaði undir skuldabréfið, en hann stakk því ofan 1 skúffu og taldi mér út peningana. Þar með var viðtalinu lokið, og ég kvaddi Staðarstað og Magnús Guðmundsson með þakklátum huga, og sá ég hann aldrei síðan. En peningana sendi ég eftir nýár- ið. H-annes rak upp stór augu þegar ég kom úr þessum leiðangri og hampaði framan í hann fimmtíu kr-óna seðlinum. Einhverja tilbreyt- ingu gerðum við okkur í mat og drykk af tilefni dagsins, en létum vínarbrauð og snúða lönd og leið. Að vísu skyggði það á ánægjuna, að Hannes beið enn í óvissu. En hann þraukaði í voninni, og siðar um haustið fékk hann stöðu vest- ur á Fellsströnd við Breiðafjörð. Við skrifuðumst á um veturinn og létum móðan mása Hefur mér jafnan þótt gott að eiga sálufélag við Hannes, allt frá bernskudög- um okkar heima í Skagafirði. Nú er ekki að orðlengja það, að á tilsettum tíma steig ég á skips- fjöl og sigldi með Botníu gömlu til Ísafjarðar. Er þangað kom, varð mér ljóst, áð ekki var sopið kálið, þótt í a-usuna (eða til ísafjarðar) væri komið. Mér hafði sem sé láðst sú sjálfsagða fyrirhyggja að kynna mér, hversu háttað væri samgöng- um milli ísafjarðar og míns vænt- anlega dvalarstaðar inni í Djúpi. Einhver hafði sagt mér, að þar á milli væru tíðar ferðir, og lét ég við pað sitja. Nú frétti ég, mér til hrellingar, að næsta áætlun-arferð y-rði ekki fyrr en eftir viku. Að vísu voru enn nokkrir dagar til stefnu, áður en skólinn átti að byrja, en á fjárhagsáætlun hafði ekki verið gert ráð fyrir vikudvöl á ísafirði. Ég var algerlega framandi á staðnum og spurðist fyrir um gisti hús. Niðurstaðan var sú, að ég innritaðist á Hjálpræðisherinn, gáið að: ekki í herinn), en kom koffortinu á afgreiðslu Djúpbáts- íns. Gestgjafinn hét Oddur, Kvað hann gistingu og fæði kosta fimm krónur á sólarhring. Auk þess væri ég velkominn á vakningar- samkomur, sem til kynnu að falla á dvala-rtímanum. Þetta voru að vísu sæmilegir kostir. En sam- kvæmt þeim reiknaðist mér svo til, að gjaldþrot myndi verða á fimmta degi, auk þess sem þá var eftir að greiða fargjald með Djúp- bátnum. Vegna bjartsýni minnar og lítillar fyrirhyggju hafði fjár- hagsviðreisnin farið út um þúfur og orðið sér og mér til skammar. Hér sat ég í sömu bölvaðri klíp unni og í Reykjavík, og þó öllu verri. Þannig endurtekur sagan sig sí og æ, á æðri stöðum sem lægri. Ég hugsaði nú ráð mitt, en sýnd- ist fárra kosta völ og engra góðra. Ekki hefði ég talifi eftir mér að fara fótgangandi til Melgraseyrar, TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 999

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.