Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 2
í réf til Bjargar Dyggðum prýdda og heiðri krýnda eðaljómfrúna, minn mál- vin rkur ef til vill minni þess, að alþjóðlegar skýrslúr hermdu fyrir nokkrum misserum, að í hæsta lagi þrjú væru lönd á þessu hnattkríli, þar sem meðal tekjur manna væru hærri en á íslandi. Þó skildist mér, að mjög væri jafnt á komið með íslend ingum og Svisslendingum, svo að áhöld voru um, hvorir væru hinir þriðju i röðinni. Nú er það eðli mannsins (eða óeðli), að þeir eru jafnan roggn S ir með sig, er vita sig ríkari en aðra, og mér er nær að halda, að ég, sem alla jafnan er með hausinn niðri i bringu, hafi ver ið venju fremur háleitur á götu á meðan þetta auðæfatal þjóða var mér ferskast í minni. Svona búskaparlag var ekki amalegt. En „farist sá dagur, sem ég fæddist á, og nóttin, sem sagði: Sveinbarn er getið“. Nú er mér sagt, að við, þú og ég, séum orðin stórskuldug í útlandinu. Þetta er skrítið, þvi að sjálf höfum við aldrei þegið þar eyr- is virði að láni, en hvað þó vera dagsatt. Þetta hef ég hvað eftir annað heyrt í útvarpsviðtækinu mínu, og ég hef verið að spyrja aðra, hvort það hafi ekki verið eitthvað svipað hjá þeim. Og skilst, að svo hafi verið. Ég hef stundum farið í stræt isvagninum í bæinn að undan förnu, því að þar ber margt fróð legt á góma. Þar er háð eins kon ar alþingi þegnanna. Þar á þingi hefur loks runnið upp fyrir mér hve blindur ég var árið góða þeg ar ég fór að verða háleitur. Það er sem sé lausn gátunnar, að við unnum ekki fyrir okkur, þeg ax við vorum tekjuhæst og rík ust þjóða. Við gátum ekki gert vegarspotta milli Hraunsholts og Keflavíkur, án þess að fá peningana að láni, h\að þá við gætum aurað i orkuver, verk- smiðjur eða aðrar stórfram- kvæmdir. Við fengum meira að segja að láni kornið handa pút unum okkar. Svo segir það mér að minnsta kosti á þinginu í strætisvögnunum. Og þetta var skrifað hjá okkur, mér og þér, rétt eins og öðrum. Þess vegna er með mig eins og bóndann á Úzlandi: „Andvörp eru orðin mitt daglegt brauð, og kvein mitt úthellist sem vatn“. Þú láir mér sjálfsagt ekki, þótt ég sé stundum þungt hugsi, þegar ég kem heim á kvöldin. Hagfræðingarnir hafa enn ekki skýrt það tormelta lögmál, sem lætur ríkidæmi leiða af sér skuldasúpu — hvorki þeir í embættunum né hinir í strætis vögnunum. Ég bíð enn eftir fræðilegri sönnun þess, að ein tekjuhæsta þjóð í heimi gat með engu móti séð sér farborða, hvað þá haft nokkuð afiögu. Á meðan Teiði ég hugann að öðru sem reyndar er þessu skyit. Fyrir fjörutiu árum heyrðist þess aldrei getið, að við værum talin tii stórgróðaþjóða í útiand- inu. Það hefði iíka verið hróp leg lygi. Samt björgumst við nokkurn veginn. Og það, sem vekur furðu mína: Við gátum búið i haginn fyrir framtíðina. Þá voru á fáum misserum gerð ir akvegir um Tandið, án þess að skuldum væri safnað. Hver fjallvegurinn af öðrum varð akfær, og brýr voru gerðar á þær ár, er verið höfðu mestir farartálmar. Þá voru skóiar reistir sovrtö, reistir svo ört, að fuTTnægði þörf Tandsmanna á þeirri tíð, margt hinir myndarlegustu bygg ingar, sem enn eru í góðu gildi. Og kostnaðinum ekki velt yfir á ókomna tíð. Þá voru Tands- menn að sækja í veðrið að reisa háskóla og bliknuðu hvorki né blánuðu, þótt það hlyti að verða alldýrt. Þá var hafnargerð viða á döfinni, og Tand'Smenn stóðu sjálfir undir þeim kostnaði. Þá voru þeir peningar aflögu, að unnt var að stofna byggingar — og landnámssjóð og hefja endur byggingu í sveitum landsins. Þannig mætti lengi telja. En furða manna nú hlýtur að verða þeim mun meiri sem fleira er talið — okkar, sem í mestu ár- sæld tókum lán til flestra hluta arðgæfra og óarðgæfra — okk- ar, sem ekki getum gert vegar spotta án þess að ráðherrarnir hlaupi fyrst til útlanda að snapa peninga — okkar, sem höfum ekki haldið skólakerfinu betur í horfi en svo, að fimmtán og sextán ára unglingar taka sér vetur eftir vetur göngu um bæ inn til þess að leita að mennta málaráðherranum og bera upp við hann vandkvæði sin og ann arra nema. Þegar uppfinninga maður býr til tæki og finnur framleiðsluaðferð, sem heimur inn tekur tveim höndum, verð ur hann að Táta reisa verksmiðj urnar erlendis, af því að það er frágangssök að fá *hér, í landi atvinnuleysis og gjaldeyris- skorts nokkrar milljónir króna til slikra hluta. Þegar yfir vofir, að hafís reki að ströndum lands ins, er teflt á tvær hættur um útvegun efnis handa verksmiðj um á Norðurlandi, sjálfsagt vegna þess, að staðið hefur á fémunum. Hvað veldur því, að svo er skipt sköpum? Hvers vegna gát um við svo margt af sjálfs dáð um fyrir fjörutíu árum, vél- vana þjóð með koTadaHa og mótorkoppa eina á miðum, þeg- ar af litlu var að taka, en verð um nú að horfa upp á flest i ólestri? Dreymi jungfrúna svarið um imbrudagana, þá lætur hún mig kannski vita, svo að ég geti látið það berast í strætisvagn- inn. j. h. 14* T > M I N N _ SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.