Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 5
bemii. Ég sagði þó á mínu ástkæra, yilhýt-a máli, að brókin hefði kost- að þrijú hundruð krónur. En við sama sat. Hinar gömlu konui' klæddu mig sv<* í sjúkrahúsföt, sem öll stóðu á beini. Ég leit út eins og stirðnaður skrokkur í gálga. Síðan tók svefn- inn við. Þegar ég hafði verið hvild- ur einn dag, var ég kallaður til skýrslugerðar. Tii þessa verks hafði verið val- inn ungur og elskulegur kvenlækn ir. Hann hóf nú spurningar, því að rnargs þarf að spyrja, og maður þykist sleppa vel, ef maður slepp- ur við að sýna dánarvottorð. En það brann illa saman hjá okkur. Ég reyndi að gera henni skiljanlegt, að ég talaði aðeins gammeldansk, en hún hélt sig við nýdönsku, og með því levstist skýrslugerðin upp. Þá var hringt frú Erlu. Hún kom innan stundar og voru þá ekki nein vandkvæði ineð skýrslugerðina. Við náðum svo tali af yfirlækninum, Falke Hansen einum þessara mennsku manna, sem ekki þarf annað en sjá og tak- ast í hendur við til að fullt traust myndist og vissa um bata. Siðan hófust nokkurra daga rannsóknir með ótal myndatökum. Ekki fylgdi þessu mikil óþægindi. Þó voru blessaðar stúlkurnar alltaf að spyrja mig, hvort þær væru ekki slæmar við mig. Ég reyndi á mínu millimáli að gera þeim skilj- anlegt. að ekkert fyndist mér betra i heimi þessum en láta kven- fólk fara höndum um mig. Þó stóð mér vart á sama einn dag, þegar þær spenntu mig niður á bekk og settu rafmagnstæki u>m ökia og úlnliði. Mér var fyrir að spvrja, hvort þetta væri ekki hinn alkunni ameríski rafmagnsaéóll. En hér fór víst lí'kt og þegar Jón Hreggviðsson sagði Hekkenfeid úti í Hollandi án árangurs. Svo kom að því, að ég fór á mína eigin óperu án nokkurs kvíða. Eti þegar ég vaknaði, fannst mér ég geta tekið undir með Jóni Ara- svni: „Vondslega hefur oss veröldin blekkt.“ Var ég þá kominn i einhverja allshverjar fæðingarstofnun. Kona sat. við fúmið hjá mér, en þegar ég renndi augum til hennar, þá marg- faldaðist hún fyrir sjónum mér. Mér er ekkert í mun að lifa strax upp tvo fyrstu sólarhringana. Á þeiim seinni var mér orðið f jaudatvs sarna, þótt öllu þessu væri lokið. Þessi hugsun fjaraði samt fljótt út. Ég gleymi því aldrei, þegar Fal- ke Hansen kom stofugang i fyrstu skipti eftir þetta. Hann tók bros- andi í lvönd miína, og ég fann, að eitthvað streymdi frá honuin, sem vakti vellíðan. Alltaf voru sjúklingar að koma og fara, og ég kornst fljótt upp á að skilja það nauðsynlegasta. Þarna var einn Svíi, og hann skildi ég vandaiaust. Þegar hjúkrunarkon- urnar voru að spyrja mig eimhvers, sem ég kom ekki fvfir nvig, þá kallaði ég i þann sænska. Mér lvk- aði vel við félagana, og þeir vildu allt fyrir nvig gera. Þeir verzluðu fyrir nvig og fóru með bréf, því bæði var pósthús og búð út á milli spítalahúsanna, senv voru nvörg. Einn íslendingur var þarna, þeg- ar ég konv, en hann fór daginn eft- ir. Annar íslendingur kom þarna á nveðan ég var, en hann var ekki skorinn upp fyrr en daginn, sem óg fór úr sjúkrahúsinu. Þetta var nvikið hraustnvenni, senv heið þess, er verða vildi, eins og hann væri að búa sig á dansleik. Skurðaðgerð- in var ógurleg, en nveð nýjustu tækni tókst honunv að læra að tala án verulegra ta'lfæra, og gat seinna hafið vinnu að eimhverju leyti. Þeg- ar ég konv til þess að 'kveðja hann, brosti hann jafnæðrulaust og óður. — Þeir, senv hafa góða heilsu, vvveta lvana aldrei senv skyldi og taka oft l'ítið til'lit til hinna, senv berjast áfranv með sjúkdónva. Eins væri þeim 'hollt, senv eru að fárast ylör snvámunum, að bera sig sanvan við þá, sem verr eru settir. Það var rnjög spennandi, þegar fyrst var skipt unv unvbúðir á mér. Hjúkrunarkona kom og leiddi nvig upp á þriðju ivæð, því að lítið var um lyftur í þessum húsunv, Ég vildi helzt ganga einn o-g óstuddur, en skjögraði ein« og kálfur, setti mig þó í stelMngar til þess að sýn- ast dálítið mannalegur. Skrítnast var, að ég sá enn fleira fólk'en við mættuim. Ég var að reyna að sneiða hjá nvönnunv, sem guð hafði aldrei skapað, en rak mig þá á aðra klædda holdi og blóði. í raun og veru gekk þetta nveð mig eins og í lygasögu. Þó sá ég, að betur tókst til með alla aðra, sem þarna voru skornir upp við lvinu sanva og óg. Þetta konv af því. að mein þeirra voru skenvnvra á veg komin. Okkur hér hefur skort sérfræðinga á þessu sviði. Falke Hansen sagðl nvér, að unv tvennt hefði verið að ræða með mig: Setja tappa í eyrað og byrgja fyrir alla heyrn eða græða í nvig nýja hljóðhinvnu og reyna að bjarga hluta af heyrninni. Hann valdi siðari kostinn, en þó fór það svo, að ég verð þess vart var, að ég hafi nokkra heyrn á eyranu. En auðvitað gerði læknirinn allt hivað hann gat. Kommúnalhospítalinn er sjálf- sagt með elztu sjúkrahúsum í Dan- nvörku, enda er þar allt fornfálegt, hvað húsakost áhrærir. Ég undan- skil þó tækni í iæknafræðunv og aðbúnað, senv hægt er að korna við í þessunv gönvlu húsunv. Spítalinn er þyrping gamalla húsa nveð sund unv og krókunv á mildi. í einu þeirra var báðhús, stevpibað. Þang- að þurftu menn að fara, hvernig sem veður var, nenva þeir veikustu. Til ranivsókna urðu menn að fara úr einu húsi í annað. Alltaf varð að vera að færa fólk á nvilli húsa, hvernig sem veður var. Fólk þetta var borið á handbörunv út og síð- an ekið í handvagni. Stundum gat ég.ekki greint, hvort fólk þetta var dautt eða lifandi. Morgun einn var ég kominn út í anddyri. Úti var hráslagastornvur. Sé ég þá, hvar tveir nvenn koma út úr byggingunni, sem ég var í, og eru nveð kvennvann á handbör- um. Plastdúkur var yfir hrúgald- inu á börununv, en vindurinn vildi hafa sitt, úr því komið var út úr dyrununv. Þeir fóru svo að laga þetta. en ekkert sá ég konuna hreyfa sig. — Þetta hlýtur að vera lík, hugs aði ég með nvér, og það styrkti þá trú, að stór blónvvöndur lá á bör- unum. Já, svona er ldfið. hugsaði ég. En ekki ætti það að spilla.-þótt ég geri krossnvark yfir þessari látnu systur, hver sem hún hefur verið. Ég lyifti hendinni, en sé þá hreyfingu á konunni. blómin á brjósti hennar bærast. Höndin fell ur eins og sjálfkrafa. og ég lít skönimustulega í kringunv nvig. En enginn virðist hafa séð til mín. Þarna i sjúkrahúsinu voru nvenn viðs vegar að úr heiminunv. Á með- al lækna voru bæði þeldökkir nvenn, Indverjar og Kínverjar eða Japanir. Aldrei sást. að neinn mu ur væri gerður á þessum nvönnum og öðrunv. Matur var þarna nægur, og allir fengu eins og þeir vildu af þvi, senv franv var borið. Etv eitt var það, T í M I N N — SUNNUDAGSBLA® J49

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.