Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 21
braskarar og kaupalhéðnar. Sumir þeirra höfðu öðlazt góða æfingu í þfví að selja ríkinu ónýtar eignir og vörur fyrir ofsaverð eða kaupa af því dýrmætar eignir á lágu verði. Sá kaupskapur var mjög stundaður á tímabili þjóðstjóranna. Pólitísk spilling forystumanna smitar aMtaf fná sér og magnar spillingu þjóðfélagsins, og lýkur þessari gerjun venjulega með ein- ræði. Svo varð í Frakklandi. And- úðin á stjórninni var orðin svo megn vegna spillingar hennar og dugleysis, að þjóðvörðurinn sner- ist gegn henni. En valdaklíkunni var bjargað með fallbyssum Napóleons 5. októ ber 1795, og þar með lauk frönsku byltingunni með valdatöku hinna nýríku og stórauknum áhrifum Napóleons og síðar einveldi hans, sem olli blóðbaði og kúgun í Ev- rópu næstu tuttugu árin. Forsenda þessara atburða var vesöld, fé- græðgi og heimska hinna pólitísku spekúlanta, sem fóru með völd á Frakklandi um þetta leyti. Skömmu eftir sigur Napóleons á andstæðingum þjóðstjóranna kynntist hann tilvonandi konu sinni, Jósefínu Beauharnais. Hún var ekkja herforingja, sem var tek- inn atf lífi á tímum ógnarstjórnar- innar. Nokkuð skorti á menntun hennar og greind en hún er talin hafa kunnað að hylja hvort tveggja. Hún var sex árum eldri en Napó- feon og tveggja barna móðir. Þau giftust 9. marz 1796, og tveimur dögum áður var Napóleón falin herstjórn á ítölsfcu vígstöðvunum. Bónaparte hafði lengi verið lang eygður eftir þessum staiifa, sem var reyndar engan veginn auðveld- ur. Hann kom til Nizza í marz 1797. Herinn taldi þá um fjörutíu þúsund manns, en her Austurríkis- manna aftur á móti um áttatíu þúsundir. Ástand frönsku herj- anna var afleitt. Þá skorti bæði klæðriað og matvæli. Herforingj- arnir, sem hötfðu stjórnað herjun- um fra*i til þessa, voru fokreiðir yifir því, að ungilingur var settur yfir þá og ætluðu sér að láta hann finna vanþóknun sina. En það fór á amnan veg. Strax á fyrsta fundi þeirra hélt Bónaparte þeirri fjar- lægð, sem hindraði allan kumpán- skap frá þeirra hendi. Hann var einbeittur og stuttorður, og þeir fundu strax, að hér fór engin brúða. Hann var aftur á móti mild- ur og kumpiánlegur við hernrenn- ina og lofaði þeim gulti og græn- um skógum, þegar herinn kæmi inn í Langbarðaland. Bónaparte hafði aldrei stjórnað fjölmennum herjum fyrr og átti margt ólært. Flestir myndu hafa reynt að fela kunnáttuleysi sitt. En hann virtist alls ósmeykur að við- urkenna vanþekkingu sína í ýms- um greinum, og það vannst upp á því, hve hann var skjótur að læra og aðlaga sig aðstæðum. Hann vinn ur írækilega sigra, og hann friðar þjóðstjórana, sem þykir þessi ungi herforingi nokkuð sjálfráður, með un og sökktl gér niður 1 auvirði- legan svalllifnað, að hætti nýríkra tötraborgara. Verðlagseftirlit var afnumið, og frankinn hélt áfram að falla, kjör hinna snauðari þjóð- félagsþegna versnuðu stöðugt og afteiðingin af hinni almennu ó- ánægju brauzt út í róttækri póli- tískri hreyfingu, sem kennd var við Babeuf. Hreyfingin dró að sér ýmsa róttæka menn og póiitíska andstæðinga þjóðstjóranna. Babe- auf krafðist upptöku eignasafn ein staklinga, sem myndazt hafði fyr- ir tilverknað verðbólgu og spá- j - -• .. Endalokin: Tvær teikningar af Napóleon á skipsfjöl á Iei8 úflegðina á Eiínarey. þvi að senda lestir, hlaðnar pen- ingum og listaverkum, heim til Parísar. Hinir óbreyttu hermenn dást að honum, hann virðist ekki hirða um persónulegt öryggi sitt, hann er sjáltfur í fyilkingarbrjósti og virðist alls staðar staddur þar sem hans er mest þörf. Hann bef- ur náð undir sig Langbarðalandi fyrr en nokburn varði, og hann nær vintfengi þjóðarinnar, sem er fegin að losna undan oki Austur- rikismanna. Meðan Napóleón skipaði málum á ítalu og sigraði heri Austurríkis- manna, seig stöðugt á ógæfuhlið- in,a í París. Verðlag héttt áfram að hækka, hin nýja stétt hafði gleymt öllum hugsjónuim byltingarinnar, hirti ekki um annað en auðsöfn- kaupmennsbu, hann krafðist eftir- iits með verðlagi, og hann stefndi að því að afnema séreign í þjóð- félaginu. Hafinn var undirbúning- ur að uppreisn lágstéttanna undir forystu Babeufs í maí 1796, en fyrirætlunin misheppnaðist vegna uppljóstrana lögreglunjósnara, sem höfðu fyl-gzt með þessu frá byrjun. Hættulegustu andstæðingar þjóðstjóranna voru konungssinnar. Þeir sigruðu í kosningunum til þingsins í apríl 1797, og það leit svo út, að þingbundin konungs- stjórn yrði ofan á í Frakklandi. Svo hetfði orðið, ei ekki hefði kom- ið til einsýni og skammsýni æst- ustu konungssinna, sem vildu ekki slaka til í neinu. Emiigrantarnir T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 165

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.