Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 6
sem angraði mig: Svínakjötið. Ég fékk svo mikinn viðbjóð á því, að ég mátti vart sjá það, hvað heldur að ég legði mér það til munns. Ég krafsaði ofan af brauðinu áleggið og maulaði brauðið með mjólk, en hana drakk ég eins og ég þoldi, því að hún var ábyggiJega úr kúm. Svo var kakó og hafragrautur, sem bætti úr. Þetta endaði með því að ég léttist um tíu kílógrömm. Félagar mínir við borðið voru hinir ánægðustu, og ég auðveldaði þetta með að standa fljótt upp frá borðinu. Þá helltu þeir sér yfir skammt minn eins og gammar, því að svínakjöt er Dönum sálumessa. Það var á sunnudegi og svín á borði. Sú, er bar inn matinn, tók eftir því, að ég snerti ekki við neinu. Hún ætlaði þá víst að gera mér vel til og kom inn með vínar- pylsur, mjög girnilegar, og rétti mér. Ég beit á agnið og tök.mér bita, en ekki var hann fyrr kominn inn fyrir varir mínar, en kynið sagði til sin. Ég rauk fram í snyrti- herbergi og kastaði upp. Annars gat maður fengið mat eftir pöntun, en það var mér of dýrt. Hjúkrunarliðið var allt danskt, og mér líkaði vel við blessað kven- fólkið. Eina gat ég þó aldrei fellt mig við, en hafði þó ekkert út á hana að setja. Þegar ég þurfti að yrða á hana, sagði ég alltaf: HaTló, Ló, Ló, mín Lappa. Hinar skírði ég eftir álfkonum og jafnvel tröH- konum, þó hinum vægari nöfnum. Ég hafði með mér að heiman nokkra íslenzka óskasteina og fleiri tegundir, .því að steinalaus get ég ekki verið. Sá háttur komst á, að ég fór að mylgra þessum steinum, að þeim, sem mér leizt helzt á, og var það vel þegið. Endirinn varð að lokum sá, að allar fengu steina. Fyrstu steinana gaf ég ræstinga- konunni, gamalli og geðþekkri konu. Hún ætlaði aldrei að trúa því, að ég ætlaði að gefa henni þennan dýrgrip. En þegar hún varð þess fullviss, kom hún og snerti vanga minn. Síðan leitaði hún ráða hjá mér, hvernig bezt væri að setja utan um steininn, svo að hún gæti borið hann í festi. Svo fóru að koma bréf og blöð til mín með frímerkjum af Surti, og þá lá við slag. Yfirhjúkrunarkonan var nokkuð hvatskeytleg, og yrtumst við lítt á. Svo hamraði ég mig upp í það að gauka að henni steini og frímerki I5Ö N 'á Surti, og lagaðist þá heldur með okkur. íslendingurinn, sem ég minntist á áður, talaði ekki dönsku og átti auk þess bágt með að tala. Kvöldið áður en uppskurður fór fram, kom svæfingarlæknirinn og spyr sjúkl- inginn nokkurra spurninga. Þetta sýnist frekar vani en þörf, því að allar rannsóknir höfðu farið fram og öllum vottorðum verið skilað, utan dánarvottorði. Nú er íslend- ingurinn kallaður fram á gang, en rétt á etftir kemur yfirhjúkrunar- konan til mín <íg spyr mig, hvort ég geti ekki túlkað. Ég hafði áður verið spurður þessarar sömu spurn- ingar og hugði, að ég klambrað- ist fram úr þessu. Nú er sjúklingurinn spurður og ég þýddi fyrir hann og tek svar hans. Síðasta spurningin var, hvort hann væri ekki góður fyrir hjarta, og sagði hinn það vera. Þá sagði ég: „Ja, det spillier godt.“ Ég hugsa, að slíkt gerist ekki á hverjum degi undir svona kringum stæðum, að allir skelli upp úr. Einnig mun þetta verða í fyrsta og síðasta sinn, sem ég tek að mér að túlka af íslenzku á dönsku. / Morguninn eftir var mér sagt, að ég ætti að fara úr sjúkrahús- inu og flytjast í gistihús, en síðan átti ég í þrjá daga að koma til skoð- unar. Þetta voru gleðitíðindi, ekki sízt vegna þess, að ég var að verða máttlítill af matarleysi vegna þeirra orsaka, sem ég hef áður nefnt. Ég hefði logið hverju sem var, til þess að geta sloppið. Séra Jónas Gíslason útvegaði mér rúm í gistihúsi og flutti mig. Þetta var viðunandi gistihús. En ekki mundu nýríkir landar mínir hafa lotið að slíku. En það var nógu gott handa mér, því að ég gat lítils notið, ekki einu sinni drukkið hinn dásamaða, danska bjór né dreypt á víni. Ég ætla mér ekki þá dul, að lýsa þessari miklu borg, sem ís- lendingum er vel kunn að fornu og nýju. Margan landa fengum við þaðan hlaðinn af hugsjónum. Aðrir dröbbuðust niður á hörmu- legan hátt. Ég var ekki í því standi, að ég gæti skoðað neitt af arfi okkar þar úti, svo að ég sló á það ráð að fara í dýragarðinn, og þar átti ég góðan dag. Dýr eru líka kannski hið bezta, sem mað- ur umgengst. Þau drepa, en bara sér tii matar, og mikil væri mann- leg hamingja, ef drápslöngun okk- ar næði ekki lengra. Það voru ekki margir íslending- ar þarna úti, sem ég þekkti, en þeir heimsóttu mig allir með tölu. Einar Sæmundsson skógarvörður var á ferð þarna og lét sig ekki muna um, þótt hann hefði mikið að gera, að koma tvisvar til mín. Tveir málvinir mínir að heiman rákust þarna inn. Þeir voru á aust- urreið. Ekki kvaðst ég geta beðið þá fyrir kveðjur, því að líkast til bæri búið að stytta í annan endann alla þá, sem mér væru kunnir af bókum. Svo rann upp hinn mikli dag- ur. Frænka mín, Steinunn Gunn- steinsdóttir, sem er gift í Kaup- mannahöfn, bauð mér í grjótferð. — Við erum af þeirri grein Njarð víkurættar, sem kölluð er Steins- ætt, en ég kalla Grjótætt. Að vísu vissi ég um einn stað í Danmörku, þar sem líta á skrítna steina. En að mér yrði boðið í grjótferð í þvísa landi, hafði mér aldrei í hug komið. Steinunn vissi, hvað mér kom, og sótti mig í bíl sínum, og með henni var lítill frændi minn, son- ur hennar, tveggja ára, sem tal- aði hreina íslenzku. Hann var kall- aður Óli. Síðan bættust í hópinn tengdaforeldrar hennar og mágur. — Maður hennar var ekki heima, hafði tekið sér ferð til fslands með skipi. Mér varð fljótt ljós hinn mikli munur á vegum þarna og hjá okk- ur heima. Hvergi er malarblettur né moldar, allt merkt með ljós- um og strikum, og hvergi munur á, þótt ekið sé út á yztu odda lands ins. Ég reyndi að fylgjast með, þótt ég væri latur að víkja til höíðinu. Danmörk er ekki svipmikið land, en vingjarnlegt. Þar skiptast á skóg ar og akurlendi, svo að segja má, að varla sé lófastór blettur órækt- aður. Danmörk mun líka vera með þeim löndum í heiminum, sem bezt eru ræktuð. Mér datt svona í hug, að ef lagt væri kapp á að rækta eins vel alla veröldina, 1 stað þess að svíða hana, þá mundi kannski 'minnka garnagaulið í heimi þessum. Hin leiðin er þó alltaf talin heppilegust, að fækka fólkinu með drápsvélum, og að þessu gengið af drengskap og dugn aði af þeim þjóðum, sem teljast hafa mestan þroska og siðfágun. Ég er ekki vel naskur á liti, T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.