Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 11
gat ég einhvern veginn ekki fellt mig viS Nikulás. Hann gaf mér, skal ég segja ykkur, engan gaum, sá mig ekki. Þvældist ég fyrir hon- um, vék hann mér til hliðar, harka legar en þörf var á. Einu sinni steig hann á hælinn á mér, svo að þvengurinn slitnaði. En ekki varð honum að heldur úr vegi að líta við mér. Ég var með þurran njólalegg, sem ég otaði í kringum mig. Hund urinn, sem var gamall og skap- styggur, trítlaði nasandi í kringum okkur. Svo hittist þannig á, að hundurinn hljóp fram fyrir mig, og þá rak ég njólalegginn undir rófuna á honum. Og ekki var að sökum að spyrja: Hann rak upp ýlfur, sneri sér við og beit kjaft- fylli sína þvert um kálfann á Nikulási „Ja, ræðst hann ekki á mig og bítur mig — sem ég er lifandi maður“, hrein Nikulás, greip báð- um höndum um fótinn, haltraði að næsta barði og settist þar þus- andi, heldur ygldur á svipinn: „Fjandans kvikindi er þetta — bara mannskæður“. Foreldrar mínir aumkuðu Niku- lás og s'kömmuðu hundinn — botn uðu ekkert í því, hvernig þetta hafði viljað til: „Þetta er hann ekki vanur að gera, þó að svartur sé og Ijótur, kvikindið það tarma. Steigstu ofan á hann — eða hvað?“ „Ég veit ekkert, hvað ég gerði“, hreytti Nikulás út úr sér. „Nei, skollinm hafi það, að ég stigi ofan á hann. Jæja, kannski hef ég kom- ið við hann, það getur verið. En það er samt ekki forsvaranlegt að láta svona skaðræðisvarg ganga lausan“. Hann hólkar niður um sig sokknum, og förin eftir vígtenn- urnar biasa við á fæti hans. Við gengum enn af stað og för- um að næsta akri. Þar er kornið Skriðið, og það skrjáfar í því í sumargolunni, svo ljúft sem sjálf erfðajörðin hafi fengið mál. Fugl- arnir svifu í loftinu, og smárinn angaði. En Nikulás sá þetta ekki, hann þrammaði áfram, þungbrýnn og skoteygur. Ef þau ávörpuðu hann, svaraði hann hvasst og þagði síðan. Þá segir mamma: „Ég held, að kvikindisskömmin hafi bara stór- meitt þig, Nikulás. Það er réttast, að við snúum undir eins við, svo að ég get bundið um sárið. Það vill svo oft hlaupa illt í hundsbit“. Nikulás hló kuldalega. „Nei, ætli það? Meiri ákomur hef ég fengið um dagana. En svei því — sárt var það“. „Já, það er ekki umtalsmál, við förum heim aftur“, sagði pabbi. „Brennivínslögg gæti líka kannski linað verkinn11. Þa var eins og Nikulás léttist of- urlítið á brúnina: „Já, það má nú segja, að brennivínið er gott í isvona tilvikum, nokkirir sopar, kunningi, og svo tóbaksþumlungur á eftir. Maður skal þá vera illa farinn, ef það bætir ekki“. Hann bar sig heldur illa á heim- leiðinni, stakk við fæti, púaði út í kinnarnar og kveinkaði sér. Pabbi sótti flöskuna jafnskjótt og við vorum komin inn: Drekktu nú nokkra væna sopa, þá líður þetta frá“. Ég sá, hvernig heiddi af andlit- inu Nikulási, á meðan hann svol'graði drykkinn, og þegar hann rétti frá sér flöskuna, stóð pabbi viðbúinn með langan tóbaksstúf á hnífsblaðinu. Mér var sagt að fara aftur eftir bórvatni. En ég var tregur til þess að fara þeirra erinda í annað sinn, svo að ég leit fyrst inn í skáp, þar sem þess konar var vant að vera — vildi vita, hvort ég fyndi ekki eitthvað. Jú, þar var stórt glas með tærum vökva í. Ég fékk þeim það. Mamma þvoði bitið og hellti svo á það úr glasinu. En þá brá svo undarlega við, að Nikulás hentist upp úr sætinu með ópum og at- yrðum. Hann hoppaði og stappaði og sór og sárt við Iagði, að þau sætu á svikráðum við sig — það var eins og kálfinn á honum log- aði. » „Jesús minn góður hjálpi mér!“ Mamma þrífur glasið og lyktar af því. „Þetta er ediksýra, sem það hefur látið okkur fá — ekki er kyn, þótt sviði. Farðu upp eftir aftur, greyið mitt, og segðu því, að þú hafir fengið skakkt glas.“ f þetta skipti kom ég með bór- vatn, og Nikulás sefaðist á ný. Pabbi gat ekki á sér setið, hann hló: „Þú ert meiri hrakfallabálk- urinn í dag, Nikulás. Það er eins og við höfum laigt saman ráð okkar að gera þér allt til miska.“ En það sat ekki nein þykkja í Nikulási. Hann gaut augunum til flöskunnar, sem stóð á borðinu meira en hálf, strauk sér um munn inn og ræskti sig: „Já, tortryggn- um manni hefði sjálfsagt orðið undarlega við. En ég er áfeki þann- ig gerður, kippi mér ekki Gpþ við smámunina, lagsmaður.11 Mamma hellti á könnuna, «\g þeir settust við borðið. Ég fékk mjólk í könnu á skemil við hliðina á Nikulási. Ég var eins og önnur börn — ég gat ekki setið kyrr á sléttu gólfinu og drukkið mjólk- ina mína. Ég fer að sigla könnunni, hún er bátur, sem á að bruna þráð- beint eftir listanum á skemlinum, og þetta er svo vandasöm sigling, að kannan má hvergi fara inn fyrir samskeytin. Þegar ég hef þreytt þessa siglingu um stund, spreyti ég mig á öðrum torfærum leiðum, til dæmis brún, sem er um þver- an ofninn að neðan. En þá rekur mamma mig burtu, því að ég ó- hreinka könnuna. Það er gott að sigla eftir plægingunum í gólfinu, en þá gerist hundurinn áleitinn og vill lepja úr könnunni minni, svo ég hafna aftur við stólinn hjá Nikulási. Utan um setuna var rönd, sem er máluð með öðrum lit en sjálfur stóllinn. Reynandi var að sigla snekkjunni í kringum rassinn á honum. En ég varð að gæta allrar varúðar, því að hann dyntaði sér í sífellu. Ekki hafði ég lengi leikið listir mínar, þegar ég varð þess áskynja, að skemmtleg- ast var að skjóta könnunni inn á setuna, þegar færi gafst, og kippa henni svo til baka, án þess að hann kæmi við hana, þegar hann var í þann veginn að reka sig í hana. En svo er það sem hann situr reykjandi á stólnum, að hann hefst upp og teygir sig í öskubakka á borðendanum, en ég sigli könnunni inn á miðja setuna. Þar braut hann hana undir sér, þegar hann hlammaði sér í sessinn. Nú upphófst nýr fyrirgangur. Tilburðir Nikulásar voru hinir furðulegustu, því að hann stakk sig á brotunum, og þegar hann kom fyrir sig fótunum, lak mjólkin af honum að aftan, og sunnudaga- buxurnar hans höfðu líka skadd- azt. En nú var foreldrum mínum nóg boðið, og sjálfsagt hefur kviknað sá grunur, að ekki myndi heldur allt með felldu um hin óhöppin. Þau sögðu ekki neitt, en faðir minn tók fast í öxlina á mér og sveiflaði mér út um dyrnar. Nikulás var ekki reiður — hann var óður: „Þetta er með ráðum gert, það sé ég á öllu. Það er ykk- /’rmmhald á bls. 166 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 155

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.