Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 15
horaum, að sú dvöl í Skaftafelli hefði orðið hans annar skóli. Jón og Einar fengust við að safna jurt- um til lækninga. Eitt sinn var Guðrún að því spurð, hvort hún gæti trúað því, að nokkur maður gréti af gleði. í»á svaraði Guðrún: „Víst grét ég af gleði, þegar Gísli minn stóð í eldhúsinu klukk- an sex að morgni, þegar ég kom á fætur, en ég hélt, að hann væri mér tapaður fyrir fullt og allt.“ Þetta var 3. maí vorið 1843, þeg- ar sjóslysið varð við Skinneyjar- höfða. Allir fóru til sjós úr Suð- ursveit og af Mýrum, sem skips- rúm áttu þar. Blíðuveður var um morguninn, en upp úr miðjum degi brast á stórveður. Bátana rak út og vestur, og menn réðu ekki við neitt. Einn bátur sökk með sjö mönnum, og ýmsir á hinum bát- unum dóu af vosbúð og kulda. Gísli, maður Guðrúnar, var há- seti hjá Rafnkeli Eiríkssyni. Þeir náðu landi eftir þrjú dægur í Kóngsvík hjá Ingólfshöfða. Það var við heimkomuna úr þeirri ferð, sem Guðrún fann Gísla í eldhús- inu klukkan sex að morgni, kom- inn utan yfir Breiðamerkursand i einum áfanga, á öðrum degi eftir að þeir náðu landi. Ljósa mín, Snjólaug Jónsdóttir, var vel gefin og listræn kona, en þeir hæfileikar hennar nutu sín ekki að fullu vegna fátæktar. Son- arsonur hennar er Sigjón Jóns- son í Borgarhöfn. Hann var yfir- smiður við kirkjuna á Kálfafells- stað- Hann er í alla staði ólærð- ur, en leysti kirkjusmíðina mjög vel af hendi. Bróðir Srajólaugar var Eymund- ur í Dilksnesi. Hann var listamað- ur, læknir og Ijóðskáld. Úr minn- ingarljóði, sem Eymundur orti eft- ir vin sinn látinn, eru þessar ljóð- Mnur: Ljúf og glöð var lundin, líknarhöndin traust, bölið vildi hún burtu og bæta tafarlaust. Hví er höndin stirðnuð og hjartað orðið kalt, augun bliðu brostin og burtu lífið allt. Þorlákur, bróðir Snjólaugar, var einnig ágætur smiður. Hans son- ur var Þorlákur á Bakka, einnig listamaður, einkum á málma. Hann þurfti að sjá fyrir mikilli ómegð og var bláfátækur. Hann mun hafa vantað allt til alls, og því ekki get- að fengizt við hugðarefni sín. Þó er til fagur minjagripur eftir hann, Ijósahjálmurinn í Hofskirkju í Ör- æfum, sem Öræfingar hafa lagt mikla rækt við. Hann er smíðað- ur úr kopar og hefur verið gyllt- ur upp. Faðir Snjólaugar og bræðra hennar var Jón Höskulds- son, Landeyingur. Hann smíðaði stóru stofuna á Felli í Suðursveit, sem Gísli Þorsteinsson flutti með sér að Uppsölum, mig minnir 1805. Viðurinn í henni var úr rauð- birkismastri. Borðin voru sextán þumlunga breið, plægð sarnan og með renndum listum til prýðis. í henni var búið að halda rnargar brúðkaupsveizlur. Þar var haldin brúðkaupsveizla foreldra minna og tengdaforeldra og margra fleiri. Það voru fáar stofur á þeim árum og ekki eins stórar. Síðasta brúðkaupsveizla, sem þar var haldin, var brúðkaupsveizla mín árið 1904. Árið 1909 voru hús- in á Uppsölum rifin, og þá féll stofan frá Felli. Viðurinn úr henni var ófúinn og var notaður í inn- réttingar í nýja húsið, svo langt sem það náði. Herdís á Skálafelli. Herdís Bergsdóttir á Skálafelli sagði mér, að í sinni brúðkaups- veizlu hefði verið stórsteik af sauð- um, steikt í mikilli feiti með heit- um pipar til bragðbætis. Þetta var borið fram með þykkum vellingi og sýrópi út á, ásamt pottbrauði og rófusósu. Líka var púns og annað vín handa körlum og kon- um. Frá þessari veizlu stafaði ljóma inn í minningaheim Herdís- ar. En þarna voru líka að halda brúðkaup sitt börn Bergs, sýslu- manns og dannibrogsmanns í Arna nesi, og Páls Magnússonar, prests í Bjarnanesi, því að brúðguminn var Hallur Pálsson. Herdís var stórbrotin, en góð kona. Sigríður, dóttir Bergs danni- brogsmanns, var prýðilega gefin. Hún var trúlofuð Benedikt Bergs- syni, prests í Einholti, miklum námsmanni. Þegar Sigríður átti von á unnusta sínum frá námi, bjóst hún sínu bezta skarti. En þá kom bara fatakistan, en enginn Benedikt læknir. Hann dó úr tær- ingu að loknu námi. Sigríður gekk með barni unn- usta síns. Það var stúlka og skirð Guðrún. Maður hennar hét Ey- vindur. Þau eignuðust dóttur, s&m Sigríður hét. Húu varð kona Jóns Hallssonar. Síðar giftist Sigríður séra Benedikt Sveinssyni, læknis á Höfðabrekku. Þau eignuðust ekki börn. Bergur í Árnanesi átti vel gef- in börn, þó að sonur hans, séra Jón á Borg, væri treggáfaður og einkennilegur ræðumaður. Þá var siður að leiða konur í kirkju þrem vikum eftir barnsburð. Eitt sinn, er kona var leidd í kirkju til séra Jóns, þá ávarpar hann hana á þessa leið: „Hér ertu þá komin, Ólafar- kind.“ Síðan flytur hann viðeigandi lexíu, en segir að endingu: „Gakktu til þíns sætis. Það er ekki víðara um það, og hana nú.“ Séra Jón var tvígiftur. Fyrri kona hans, Sigríður Eiríksdóttir frá Hoffelli, þótti engin driftar- eða búsýslukona og börn þeirra illa til höfð. Seinni kona séra Jóns var Sigríður Benediktsdóttir frá Hraun gerði af ætt Önnu, systur Jóns konferensráðs. Hún þótti mikil driftarkona og hafði heimilið mik- ið breytzt til batnaðar. Þau áttu ekki börn saman. Séra Jóni þótti ganga illa skóla- lærdómur. Sagt var, að hann hefði verið tólf vetur í skóla. Hér set ég vísu Bergs Benediktssonar: Gefið hefur sjö mér sveina signuð drottins höndin hreina, þar með dóttur unga eina, önnur við nam gróa. Það er lagleg lóa, sem einatt gerir kvaka og kveina, kurteis baugalín. Það er lagleg lóa, hún litla Herdís mín. Ólíkir kennimenn. Það hafa verið mikil viðbrigði fyrir Mýramenn að fá séra Jón Bergsson fyrir prest eftir séra Brand Tómasson. Eitt sinn var séra Brandur að jarðsyngja umkomu- lausa konu. Tengdafaðir minn, Bjarni Gíslason, var þar viðstadd- ur og sagði við séra Brand að lok- inni jarðarförinni: „Það vildi ég, að þér yrðuð til þess að jarðsyngja mig.“ Nú liðu mörg ár. Þá farast fjór- ir menn af báti í Hálsósi, en hann liggur gegn um fjöruna fram af Uppsalalandi. Þrjá mennina rak þar á fjörurnar daginn á eftir. En síðar um sumariö finnur maður frá Feðgum i Mnðallandi, sjórek- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 159

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.