Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Side 13

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Side 13
það, sean eftir var af sumri og þofckuð fram á vetur. En þá fór !hann að taka til handarinnar. Hún var mikið holddregin og dofin. Svo vann hann alla daga, því að íhann kunni ekki að hlífa sér. Hann var eftirsóttur verkmaður og greiðamaður. Því sagði Þórður Steinsson á Hala, að það væri betra að biðja Jón á Smyrlabjörgum, þó að hann þegði, heldur en aðra, ®em lofuðu tvisvar. Því til sönn- unar set ég hér erindi, sem Helga Sigurðardóttir á Hofsnesi sendi Vilborgu, sysfcur minni, þegar hún frétti lát föður míns: Nú dánarfregnin flýgúr og fljótt sem örskot smýgur um sveitir bæ frá bæ. Nú vaknar viðkvæm þráin að vita hann er dáinn, sem var til góðs og gleði æ- Jón, afi minn, var stór maður vexti, vandvirkur, en ekki fljótvirk ur — vandaður maður til orðs og æðis. Kona hans, Signíður Þor- steinsdóttir, var mikil verkkona. Jón, afi minn, var mikill sjósókn- ari. Formannsvísa hans, ort af Hahdóri Jakobssyni í Hestsgerði, var á þessa leið: Bóndinn Jón á BHðfara í bezta formannsstandi, lipur gætir laganna, er leggur upp að sandi. Á barkafjölina á skipinu var þetta grafið: „Blíðfari heiti ég. Mín hjálp kemur frá drottni, sem skapað hefur himin og jörð.“ Veturinn 1882 var hart í ári og fiskleysi, en mikið rak af sílum gegn um Hálsós upp að Uppsala- landi, og var nábúum boðið að fá sér hér f soðið. Ekki var alltaf hægt að komast hér á sjó frá brim- söndunum, þó að fiskur væri úti fyrir. Mamma sagðist hafa borðað sig sadda af sílum og haft lýsi að viðbiti daginn áður en ég fædd- ist. Og alltaf var brauð og smjör og bræðingur í viðbiti. Foreldra mína vantaði aldrei til brauðgerð- ar. En margan vantaði sitthvað, þegar sigling kom seint. Aldrei vantaði þá feðga hey. Þeir gátu fremur lánað hey og korn. Og ekki er víst að ófrískum konum hafi verið neitt óhollara að borða síli og bræðing heldur en það, sem þær gera sér nú gott af: — Sætt brauð og sígarettureyk, sem þær svelgja með kaffisopanum. Ný kynslóð. Ég fluttist að Uppsölum til unn- usta míns, Gísla Bjarnasonar, árið 1903. Það var hamingja mín, að hann var tíu árum eldri en ég, og var mér því miklu rneiri. Hann bar mikla persónu og var falleg ur maður, hvar sem hann fór. Smyrlabjargaá brýzt fram úr gljúfrl og liðasf um láglendið. Þett voru bernskuslóðir Ingunnar á Skálafelli. T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 157

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.