Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 4
146 Ferðalangur með götuga hljóðhimnu — Já, það er altaf eitthvað að koma fyrir, sagði gamla konan í Sumahhúsum. Ég gaf mig einu sinni á tal við kunningja minn, sem kvænzt hafði rúmu ári áður. Maður þessi hafði verið sparsamur og var húinn að koma sér vel fyrir, átti bæði bil og innstæður. Nú tjáði hann mér, að hann væri í vandræðum með að Ihalda uppi heimiiinu. Maður þessi hafði þó 14—15 þús und krónur í kaup á mánuði, en samt sem áður þurfti hann á'lltaf að fá fyrirframgreiðslu. Ég átti svo tal um þetta við annan kunn- ingja hans. —• Þetta er ekki heilbrigt, sagði hann, hvað getur konán gert við þetta? Það hlýtur einhvers staðar að vera igat á henni. Við erum alltaf að furða okkur á hinu og þessu. En er ekki lífið svona: Alltaf að koma göt og glompur á okkur og sjálfa tilver- una. Þarna streyma svo vitleySurn- ar út og inn og hefja skæruhem- að. Sem dæmi má netfna, að fyrir um það bil 20 árum sprakk í mér önnur hljóðhimnan. Læknar dund- uðu svo við að hreinsa og blása úr iþessu gati með vaxandi tækni. Svo fór nú samt, að einhverjar agnir lentu innan við gatið, og þær smíðuðu sér vopn með þeim ár- angri, að þær eyðilöigðu eyrna- beinin. Að sáðustu var að því kom- ið, aðéff tapaði jafnvæginu, sem hatfði ImFannski aldrei verið traust en þó svo, að ég slagaði lítt ófuÉ- ur. En nú íóru strætisvagnarnir að taka hliðarkippi í augulm mínum og ég sá tvöfalt og þrefait. Þessu undi ég Mtt, og með sam- ráði við lækni minn afréð ég að fara fi Danmerkur til uppskurðar. Mér var kannski um Mfið að tefla, og Ihwer hikar þá? Engum finnst hann mega missa sig, og menn hanga í merartagli tilverunnar meðan hægt er. Eigi að síður lafir tilveran, hverjir sem kveðja. Þó er ekki vonlaust enn, að stórveidunum takist að steypa henni. Þeirn er svo mikið kapps- mál „að vinna friðinn“. Nú eru það ekiki tíðindi, þótt maður fljúgi út fyrir pollinn eða hvert sem er um þessa jarðar- kringlu. Veitinigar voru hinar beztu á leiðinni, en ekki þótti mér gott að þurfa að sýna konjakinu ó- virðingu, því að það var ekki með neinu okurbragði- En ég vildi ekki að það fyndist af mér vínlykt, ef ég kæmist í sjúkrahúsið um kvöld- ið. Til að hilma yfir, að ég van- rækti konjakið, blandaði ég þvi í sósuna, sem ég leyfði. Ferðin gekk með ágætum, og á Kastrupfllugvelli tóku á móti mér, fyrir milligöngu annarra, ein af okkar ágætu, íslenzku konum, frú Erla Egilson. Ég stóð illa að vígi, þar sem ég skil Mtt danskt talmól, og finnst mér helzt, að ég sé kom- inn í fuglabjarg, þegar óg er með- al Dana. Og ekki bætti heyrnin um. Nú var orðið áliðið kvölids, en ég vildi fyrir hvern mun komast í sjúkrahúsið hið bráðasta, því að þar átti ég tilbúið rúm. Þetta leit þó ekki vel út, en frú Erla Egiil- son er nú ekkert blávatn. Okkur var tekið fálega í sjúkra- húsinu. Það var hringt og hringt og höfuð hrist, en elkikert hrein á ifestu og kurteiisi frú Erlu. Ég var úrskurðaður í bÓMð. Nú var ég færður inn í annað herlbergi og þar tóku við mér tvær heijarmikl'ar garnlar konur. Þær byrjuðu strax á því að rífa mig úr fötunum, þar til ég stóð á brók- inni einni saman. Eg bölvaði því seinna, að þær færðu mig ekki úr henni líka. Ég só hana sem sá aldrei framar, eftir að ég fór úr T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.