Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 14
Við giftumst 25. júní 1904 og lifð- um saman í hamingjusömu hjóna- bandi í 37 ár. Við eignuðumst sex börn. Tvö dóu ung. Hin eru þessi: 1. Sigurborg, gift Jóhanni Björns syni á Brunnum. Þeirra börn: a. Þóra, gift Erni Eiríkssyni á Reynivöllum. b. Björn. Útskrifaðist úr stýri- mannaskólanum með góðum vitn- isburði. Hann drukknaði þegar vél báturinn HeTgi fórst við Færeyjar og aðeins tveir menn björguðust af áhöfninni. c. Gísli, stendur fyrir búi for- eldra sinna á Brunnum, ókvæntur. 2. Bjarni, kvæntur Þóru Sigfús-. dóttur frá Leiti, bóndi og símstöðv- arstjóri á Jaðri. Þeirra synir: a. Gísli Ingimar, bóndi á Jaðrí, kvæntur Önnu Benediktsdóttur. b. Þorbergur Örn, bóndi á Gerði kvæntur Torfhildi Torfadóttur. c. Pétur, húsasmiður, Lyng- brekku 6 í Reykjavík, kvæntur Rannveigu L. Sveinbjörnsdóttur. 3. Þóra, gift Bjarna Fr. Gísla- syni, Höfðavegi 7 á Höfn í Horna- firði. Þeirra sonur: Bragi, stýri- maður, kvæntur Aðalheiði Aðal- steinsdóttur. 4. Jón, kvæntur Pálínu G. Gísla- dóttur frá Smyrlabjörgum. Þeirra börn: a. Ingunn, gift Eggert Bergs- syni húsasmið, Hátúni 6 í Reykja- vík. b. Róshildur, gift Sæbirni Valdi marssyni skrifstofumanni, Hátúni 7 í Reykjavík. c. Þorvaldur, vélamaður á Ólafi Tryggvasyni á Hornafirði. d. Sigurgeir, stýrimaður á Haf- rúnu frá Bolungarvík. e. Þóra V., nemandi í Skóga- skóla. Á Skálafelli. Ég fæddist og ólst upp á Smyrla björgum. Búskap minn allan bjó ég á Uppsölum, og nú er ég búin að dveljast á Skálafelli í 24 ár. Ég hef verið spurð að því, hva.- ég hafi kunnað bezt við mig. Þrír eru bæirnir, þar sem ég hef alið ald- ur minn og ég hef svarað: Jafnvel á þeim öllum. Hér á SkMafelli fæddist Jón Eiríkssön konferensráð. Hér fædd- ist Þóra, tengdamóðir mín. Hér bjó Arngrímur Arason, langafa- bróðir minn. Hann var tvígiftur. Dætur hans voru átta og fjórir synir. Tveir, Bjarni og Jón, dóu ungir. Hin systkinin urðu mynd- arfólk og greint í bezta lagi. Þau giftust öll, nema Guðbjörg, sem varð heilsulaus, og Björg giftist ekki, en eignaðist son. Hann var skírður Jón og skrifaður Brynjólfs son, en var reyndar framhjátöku- barn Jóns hreppstjóra í Byggðar- holti. Björg Arngrímsdóttir var langamma séra Rögnvalds Finn- bogasonar, nú prests á Seyðisfirði. Hér bjó einnig Stein-unn Árna- dóttir, Brynjólfssonar, systir séra Brynjólfs í Sandfelli og víðar. Hann var afi Þóru, tengdamóður minnar. Steinunn Árnadóttir skrifaði sjálf kónginum bréf. Manni hennar vildi það til að eiga barn fram hjá henni. Jón Helgason, sýslumaður í Hoffelli, var búinn að dæma hann í sekt fyrir hórdóm9brotið, en Árni bóndi Jónsson dó áður en sektin var borguð. Og nú skrifaði Steinunn sjálf kónginum og fór fram á upp- gjöf sektar, fyrst maður hennar væri dáinn. Og konungur gaf upp sektina. Hér bjó líka Guðmundur Sig- urðsson og kona hans, Sigríður Aradóttir. Bæði voru þau þre- menningar við mig. Þau eignuðust fjórtán börn. Tvö þeirra dóu ung. Hin náðu fullórðinsaldri og urðu góðir borgarar. hér bjó frændi minn, Páll Sigurðsson, vel greind- ur maður. Kona hans var Pálína Magnúsdóttir, komin af ætt Jóns Steingrímssonar eldprests. Síðast bjó hér Gisli, sonur þess- ara hjóna, góður og greindur pilt- ur. Hann seldi jörðina Jóni, syni mínum, sem hér býr nú. Páll Sigurðsson hafði keypt jörð ina, en hún lá þá undir Stafafells- kirkju. Alltaf mátti fræðast af Páli, frænda mínum á Skálafelli, og börn hans voru einnig vel gef- in. Eitt kvöld kom Páll til mín og bað mig að koma með sér upp að Skálafelli, því að kona sín sé las- in. Ég segist skuli biðja Gísla minn að sækja ljósmóðurina. En Páll segir, að þetta muni ekki vera svo alvarlegt. Við förum svo, en þegar við komum að Skálafelli, er þar fæddur stór og fallegur dreng ur, Gísli, sem nú býr á Kópavogs- braut 61. Ég hafði þarna lítið að gera nema að taka fylgjuna. Þó dvaldist ég þarna í hálfan mánuð og leið ágætlega. AUtaf var gam- an að tala við Pál bónda á Skála- felli. Þarna var lika Guðrún, hálf- systir hans, eina alsystir Þorsteins, föður Rannveigar lögfræðings í Reykjavík. Guðrún var mikill ætt- fræðingur. Hún var að lesa í blaði. Ég spyr hana, hvað blöðin segi núna. Hún svarar: „Ég er nú að lesa útlendu frétt- irnar, ég fer alltaf í þær fyrst.“ Hún gat frætt mann um atburði í öðrum heimsálfum. Þegar ég átti Bjarna son minn, sagði hún: „Hann á sama fæðingardag og Vilhjálmur Þýzkalandskeisari.“ Þegar manntalið var tekið og vikudögum breytt í mánaðardaga, þá var Guðrún svo góð í tímatali, að hún gat með útreikningi breytt vikudögum í mánaðardaga. Minn fæðingardagur var alltaf miðaður við þriðja föstudag í góu. Guðrún sagði, að ég væri fædd 10. marz. Til hennar leituðu lærðir menn til að greiða úr einu og öðru. Hún hefði getað orðið hámenntuð kona, en því var ekki að heilsa. Hún missti foreldra sína ung og var ætíð á rangri hillu. Hún vann við hret og vos á ýmsum bæjum. Kannski hafa þó allir verið góðir við hana, enda hefur hún ekki unnið til annars, og öllum bar hún gott. Hún sá eitthvað lífrænt í öll- um hlutum, mönnum og málleys- ingjum. Hún hafði skær, djúpsett augu, sem skutu gneistum. Atgervis- og greindarfólk. í Skaftafellssýslu var margt vel gefið fólk. Guðrún Bjarnadóttir á Uppsölum var ljósmóðir á tíma- bili um Mýrar og Suðursveit. Einnig var hún sótt til að sitja yfir kaupmannsfrú á Papósi. Séra Björn Þorvaldsson á Stafafelli bað hana fyrir Solveigu Einarsdóttur, sem seinna varð kona hans, að kenna henni hannyrðir. Guðrún var mjög listhneigð kona. Jón Einarsson í Skaftafelli var afi Guðrúnar. Það var hann, sem smíðaði byssuna frægu, sem síðast komst á forngripasafnið í Kaupmannahöfn. Heyrt hef ég, að hann hafi getað fleytt sér í 5—6 tungumálum, eitt þeirra var þýzka. Allt var þetta af bóklestri. Þegar Sveinn Pálsson læknir var á yfirreið sinni um landið, teppt- ist hann í hálfan mánuð í Skafta- felli vegna óvega. Haft var eftir 158 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.