Tíminn Sunnudagsblað - 20.04.1969, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 20.04.1969, Blaðsíða 19
Lækjartorg aS vetrarlagi skömmu eftir síðustu alda mót. skyldu þeir vinna írá klukkan átta á kvöldi til klukkan átta á morgn- araa. Gekk svo til um. hiríð. Dag nokkurn Cær formaður næt urvaktar boð frá samverkamanni sínum, að hann sé veikur og geti ekki komið Verðj hann að fá manm í sinn stað, hvað hann og gerði. Náði hanrn í ungan mann, sem hann þó ekki þekkti, kemur með hann suður í mýri um kvöld- ið og setur hann inn í yerk það, sem hann átti að vinna um nótt- ima. Var það að stjórna bornum, því að sjálfur varð hann að hugsa um ketilinn og smyrja vélina. Hann stillir vélina, svo borinn gangi ekki of hratt og ítrekar við manninn, hvernig hann eigi að snúa honum, þvi að ella geti allt skrúfazt sundur Klukkan átta um morguninn komum við til vinmu, og ég tek við bornum, en finn brátt, að eitt- hvað er að honum. Hann lætur illa, og það er allt annað hljóð í homum en vera átt’ Bg stöðva því vélina og segi samverkamanni mín um, að það sé eitthvað meira en lítið að bornum. Ég gæti bezt trú- að að rörin væru í sundur. Þegar hann hafði athugað þetta um stund, komst hann á sömu skoð- un. Var þegar byrjað að taka bor- inn upp. Kom brátt í ljós, að eitt- hvað var i ólagi niðri í holunmi því að allt stóð fast í byrjun, og urðum við að jagga rörið upp og niður og rykkja í það af mikl- um krafti .Þannig gátum við jag- að öllu upp, rör eftir rör, þar til endinn kom, allur kjagaður og rifinn, og stóðu tætlunnar af rör- inu sitt i hverja áttina. Varð þá ijóst, að maðurinn sem stjórnað hafði bornum þessa ógæfunótt hafði snúið öfugt við það, sem honum var sagt. og rörin þar af leiðandi skrúfazt í sundur og end- arnir lamizt saman og kjagazt. Við fórum nú að telja rörin, sem upp voru komin og sáum þá, að tvö rör, ásamt bornum, voru eft- ir niðri í holunni á 160 feta dýpi. Þetta var svv. mikið áfaH fyrir okkur, sem höfðum unnið þarna af trúmennsku og eftir beztu getu, að við vorum alveg lamaðir. Við gátum ekki ímyndað okkur annað en hér væri öllu lokið, því að > varla yrði farið að byrja á nýrri holu: Peningarnir, sem ætlaðir voru til verksins, voru þrotnir. Svona átti þá að enda fyrstu til- raun íslendinga til gullleitar, er margir höfðu gert sér svo bjartar vonir um, og allt var þetta fyrir handvömm eins manns, sem aldrei hefði þarna átt að koma. Nú, ekki dugði þó að standa þarna eins og glópur. Eitthvað varð að hafast að, og varð þá fyrst fyrir að sækja Kristján Kristjáns- son, borasmiðinn mikla, því að hanm töldum við líklegastan til úr- ræða, ef þá nokkur ráð væru til. Hann kom, og sýndum við hon- um, hvernig komið var. Skýrðum honium frá öllu hið ijósasta. Eftir nokkra umhugsun stakk harnn upp á því, að við færum nokkurn spöl hver frá öðrum og bærum saman ráð okkar eftir nokkra stund. Þetta gerðum við Ræddum við vandann frá ýmsum hliðum, og út koman varð sú, að byrjað var á undirbúningi að því. sem Hkleg- ast þótti, eða jafnvel eitt virtist líklegt' til árangurs. Ekki þarf að orðlengja það, að þegar nætur- vaktin kom klukkan átta um kvöld ið, var búið að ná bornum upp, skrúfa siaman rörin og byrjað að bora á ný. Næturvaktin hélt, að við værum eitthvað ruglaðir, því að við vorum svo kátir, enda held ég, að ég hafi aldrei verið fegnari á ævi minmi. Kristján var farinn heim með öll sán áhöld, og engin vegsum- merki sáust nema rörin tvö, sem öll voru kjöguð Þeir ætluðu ekki að trúa okkur, en rörin og Kristj- án voru okkar vitni En það sam- komulag gerðum við þrír með okkur, að við skyldum engum segja frá því, hvernig við fórum að ná rörunum upp, og veit ég ekki annað en það loforð hafi ver- ið haldið. Það skal tekið fram, að Jónas Popp var farinn til Danmerk ur, þegar þetta gerðist og átti því emga hlutdeild í þessu. Maðurinn, sem veikur hafði ver- '131 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.