Tíminn Sunnudagsblað - 20.04.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 20.04.1969, Blaðsíða 20
ið kvöldið áður, kom að þessu sirmi og lofuðuni við því, að við skyld- um aldrei aftur taka óvanan mann. Við það var staðið- Nú var haldið áfram að bora, og gekk alit sinn vanagang. En ekki leið á löngu áður en nýtt bar tii: Borinn kom niður á svo hart efni. að tæpast var unnt að segja, að hann markaði það. Hann hopp- aði á þessu, svo að giamraði i, og lét öllum illum látum. Við fórum að verða hálfórólegir, hvarflaði að okkur, að ný vandræði væru i að- sigi. Við ákváðum því að taka bor- inn upp til athugunar. þótt ekki væri kominn tími til þess. Fvrst skoluðum við frá bornum bað. sem hann var búinn að losa. Síðan var hann látinn niður. og ( höfðum við svo mikinn kraft á j vatninu sem þorðum vegna rör- ] anna. Allt gekk eins og vanalega i og engin missmíði sáust, og var sv'o byrjað að taka bofinn upp, rör fyrir rör. allt þangað tii hið I siðasta kom. Þar sem ekki hafði j séð á neinu. fórum við að verða hvasseysðir og rýndum fast ofan ■ í holuna Loksins kom endinn á j síðasta rörinu. og borinn þar neð- an i o? sáust engin missmíði á hon uiii: Öli samske.yti voru í bezta lagi og ekkert athugavert. Við það var borinn látinn niður aft- ur og byrjað að bora á ný. En hæn-n Tét ijín il-la og hann hafði gert áður. og enn tókum við hann uop. Sáum við þá. þótt seint væri, að eitthvað var fyrir bornum svo j hart. að hann vann ekki á því, og gátum við ekki skitið. hvað það í gat verið. En áfram urðum við að haida. hversu þykkt sem þetta iag kytini að vera. Ekki varð komizt fram hjá því. og um kvöldið. eftir harða baráttu í tíu klukkustundir samfleytt, hafði borinn færzt niður um hálfan bumlung Um kvöldið var skolað út. en ekkert kom upp, nema breint vatn. að því er við gátum bezt séð. En ekki er óhugs- : anlegt, að iinnt hefði verið a@ ! rannsaka þetra nokkuð með sæmi- ' legum áhöldum og góðum vilja. Þessi sama harka hélzt fram eftir ! nóttinni, en svo fór það að smá- batna. og uni morguninn var það orðið sæmilegt að bora Lítið hafði komið upp með vatninu. og var það eðlilegt. þar sem borinn vann lítið á. Nokkru eftir að við kom- umst niður úr þessu harða lagi, sem hefur verið nálægt þ.rir fjórðu úr þumlungi, var það morgun einn, að næturvaktin tjáði okkur. að þá um morguninn hefði borinn fallið niður um tæpt fet. Ekki festist hann samt, er þó hefði verið mjög eðlilegt, þe^ar hann braut sig nið- ur í þetta holrúm eða rifu eða hvað það nú annars var. Ég tók við bornum, þegar óg kom, sneri hon- um varlega í hring til að finna, hvort alTt væri í lagi, og komst óg brátt að raun um, að svo var. En það var annað, sem vakti athygli mína: Borinn gekk alveg hljóðlaust — það hafði hann aldrei gert fyrr. Hamn hhmkaðist niður í eitthvað mji'vkt, sem virtist kjag- ast og láta undan, en gekk þó ekk- ert niður. Hvað var hér fyrir? Ég kallaði á samverkamann minn, og lét hann taka við born- um nokkra stund til þess að vita, hvort honum fyndist sama og mér. Þetta vorum við vanir að gera, ef nokkur breyting varð á, sem oft kom fy-rir. Við álitum, að betra væri, að tveir vissu, heldur en einn. Ilann fann eins og ég. að hér var eitthvað nýtt á seyði. En báðir vorum við jafnófróðir um, hvað það var. En við gátum ekki séð neitt líklegra en borinn væri í frekar mjúkum málrni, sem liann markaði vel: Af því gekk hann hljóðlaust, en kjagaðist við næsta högg og gekk því lítið niður. Okkur kom saman um að hafa ekki uppi neinar ágizkanir út í loftið, því að hið rébta kænri í Ijós, þegar næst yrði skolað upp frá bornum. Það átti að gera um klukkan eitt síðdegis. Var nú held- ur en ekki spenningur að sjá, hvað upp kæmi. Vonbrigðin urðu mikil, því upp úr holunní kom bara hreint vabnið Annað hvort hafði rifan i berginu gle.vpt allt, sem losnað hafði. eða eðlisþungi þess var svo mikill, að vatnsdæl- an náði því ekki upp. Við hugg- uðum okkur við, að eitthvað mvndi koma næ?t. laust fyrir klukkan átta um kvöidið. Þegar kom fram á daginn, fór viðnámið að breytast, eftir hljóð- inu að dæma. Við lásum það eins og bók og skynjuðum allar breyt- ingar. sem á urðu, enda þótt við gætum ekki vitað, hvaða efr.i fyrir var. Um kvöldið vair komið vama- legt hljóð í borinn. en við veittum því sérstaka atliygli. að þetta mjúka, en seiga lag, sem borinn fór í gegnum, var þrír eða fjórir þumlungar. Um kvöldið, þegar skolað var frá bornum, kom ekk- ert upp nema hreint vatnið, svo að við komumst ekki að leyndar- dóminum. Þegar þetta gerðist, var borinn kominn niður á 166 fet. Eftir þetta tók við klöpp með vanalegri hörku. En það stóð samt ekki lengi, því að þegar komið var niður á 168 fet, fór að verða svo mjúkt fyrir, að borinn flaug í gegn- um það. Fór hann þá eliefu fet á tíu klukkustundum, og var það hið mesta, sem hann hafði farið síðan byrjað var að bora, eftir að komið var niður úr moldarlaginu e.fst. Við þurftum oft að skola frá bornum, þegar hann gekk svona hratt, og það, sem upp kom, sögðu menn, að væri mpberg. Neðan við þetta móbergslag var skeljasand- ur. Við fórum með hann til dr. Helga Pélurssonar Dr. Helgi sagði, að þarna netði sjór leikið um i örófi a'lda. Þeita var á 180 fetum. Svo tók klöppin við' aftur og hélzt, það sem eftir va-r. Ýmislegt kom upp eftir þetta. sem okkur þótti markvert. Það komu upp næfurþunnar flísar eða flögur, sem stundunr voru með silfurlit og stundum með gulllit. Kom þó nokkuð upp af þessu, og ég hirti nokkrar af hvorri tegund- inni og átti lengi, og héldu þær alltaf sama lit. Mér eru þær glat- aðar. Við urðum helzt varir við þessar flögur. þegai við komumst niður á tvö hundruð feta dýpi. og varð þeirra vart þar til hætt var að bora niðri á 220 fetum. Hvaða efni þetta voru, gátum við ekki fengið neina vissu um. Það virt- ist vera hljótt um allar rannsókn- ir, og hefðum við gjarnan viljað vita meira, því að við fylgdumst af áhuiga með öllu sem upp kom. En hvort áhuginn hefur verið jafn mikill hjá öðrum, sem af- skipti höfðu af þessum málum, skal ósagt látið. Mín skoðun er samt sú, að rneiri þekking á jarð- lögum og ýmsu, sem þarna var fyrir, hefur verið auðfengin, ef vel hefði verið á haidið. Nú fór að síga á seinni hlut- ann, því að féð var á þrotum. Mér fannst trúin á fyrirtækið dofna eftir því sem lengrá leið. og voru það okkur nokkur vonbrigði, sem þarna unnum og höfðum fylgzt með firá byrjun. Okkur duldist ekki, að tæki þau, sem notuð voru, voru mjög ófullkomin og fornfá- leg og þess vegna ekki von rnik- ils áranguns. Það sem hugur allra, sem 'hér áttj hTut, að nváli, stóð 332 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.