Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Side 6
r
frá bæ. Höfðu þrjár þeirra verið
brotnar upp. Minntist bóndi nú
peningakistils síns, sem hann hafði
óvarlega geymt í skemmunni, en
varð harla feginn, er kistillinn var
óhreyfður þrátt fyrir allt það rask,
sem þjófarnir höfðu gert. Aftur á
móti hafði verið stolið nokkrum
færum og fáeinum flíkum og
brennivínsflösku, sem staðið hafði
á gólifi á lofti í iskemmunni.
Onnur vegsummorki, sem sáust,
voru þau, að sex göt höfðu verið
boruð á skemmuhurðina með nafri
og skorið gat á gaflaðið með að-
gerðarsaxi, sem tekið hafði verið
úr báti niðri viö sjóinn.
Þetta þóttu ærin tíðindi á byggð-
um syðra.
Þennan sama dag voru ýmisir
menn á ferð á Vatnsleysuströnd.
í Afstapahrauni gekk Símon nokk-
ur Ásgrímsson, ásamt öörum
manni, fram á Jón dúk, er þar var
á rangli. Hann átti tal við Jón og
spurði, hvaðan hann kaómi. „Ofan
úr Vík,“ svaraði Dúkur. Símon
vildi vita, fyrir hvern hann væri
að fara suður með sjó. „Fyrir fn-
höndlara Árna,“ svaraði Dúkur.
Þorsteinn Jónsson, vinnumaður
í Digranesi, var einnig á ferð á
þessum slóðum. Þegar hanu var
staddur á Almenningum, skammt
vestan við hólinn Skyggni, sá hann
mann nokkuð frá götu. Þorsteinn
gekk tii hans 0:g kenndi þar Jón
dúk. í sömu andrá sá hann annan
mann ganga þvert af vegi. Hann
var meðalmaður á hæð og bar
pinfcla í bak og fyrir. Þorsteinn
spurði Dúk, hver þetta væri, en
hann fcvaðst efcki þefckja hann.
Þorsteinn sagðist efcki mann
þefckja, ef þetta væri ekki Jón
Eyvindsson.
Dúfcur sagði síðan Þorste'ni, að
hann hefði týnt í hrauninu buvum,
er í væru fáein færi, og baö hann
svipast eftir þeim. Sfcyldi hann
geyma það dót, ef hann fyndi, unz
þess yrði vitjað, og láta lítið bera
á fundi sínuim, Kom Þo'rsteinn viö
á Hvassahrauni og hermdi þar orð
Dúks. Virðist Dúfcur jafnvel hafa
beðið Þorstein að koma við á
Hvassahrauni og biðja fyrir bux-
urnar.
Þessu næst segir það af ferðum
Jóns, að hann fcom í Hafnarfjörð
seint á gamllársdag til Gests Arna-
sonar. Var hann bæði svangur og
sfcólaus, en einhvers staðar hefur
hann verið búinn að koma til
manna, því að hann var „svo sem
hállfur eður léttkenndur." Sagði
hann Gesti, að hann væri að bíða
félaga síns, er hann vldi þó ekki
nafngreina. Kvaðst hann hafa ætl-
að í Grindavík, en lent í villu og
legið úti eina eða tvær nætur.
Fylgdi Gestur Jóni upp úr kaup-
staðnum, og slóst Torfi nokfcur
Ól'afsson í för með þeim. Bendir
ailt til þess, að einhver þeirra hafi
átt leka á pyttlu. Þegar þeir voru
komnir spottakorn austur í hraun-
ið, sagði Jón, að hér ætti hann
von lagsmanns síns, og var nú efcki
lengur launung á, hver hann var.
Hrópaði hann þrívegis nafn Jóns
Eyvindssonar, en enginn anzaði
honum. Síðan settust þeir niður
við götuna, og að stundu liðinni
kom þar að maður nofckur innan
úr Reykjavík, Eiríkur Jónsson að
nafni. Sagðist hann hafa mætt á
leiðinni manni, er bar pjönkur
og nefndist Jón Þorsteinsson. Gátu
þeir félagar sér þess til, að þar
hefði Jón Eyvindsson verið á ferð
og minnzt gamals félaga síns, er
hann var spurður nafns. Sneru
þeir síðan allir niður í Hafnarfjörð,
því að Dúfcur treysti sér ekki
lengra að ganga að sinni. Bað
hann félaga sína að lóta ekki mjög
bera á ferð sinni.
Hlaðgerður Einarsdóttir hafði
sagt nábúum sínum, að hún vissi
ekki, hvert ferð manns hennar var
heitið, en hann hefði ætlað að
bregða sér bæjarleið. Hyer dagur-
inn leið af öðrum, og efcki kom
húsbóndinn. Maður frá Arnarhóli,
Einar Valdason, föðurbróðir liins
fræga brennivínsberserks, Hró-
bjarts Ólafssonar, sem Htomenn-
irnir duttu með á Austurvelli við
útförina, var allmifcið hjá henni
þessa daga. Á gamlárskvöld sagð
ist Hlaðgerður vera lasin og bað
stúlfcu í Hlíðarhúsum, Þrúði Þórð-
ardóttur Sighvatssonar, að vera í
kotinu sér til skemmtunar. Þegar
Þrúður kom, sá hún, að Einar
Valdason sat hjá Hlaðgerði, og
ætlaði hún þá að snúa aftur inn
í sinn bæ. Þá sá hún mann úti og
spurði, hver þar væri.
„Það er drengur,11 svaraði komu
maður.
Þekfcti hún þá, að þetta var Jon
Eyvindsson, og bar hann pjönku
toorn bak og fyrir. SjáLfur hélt
Jón því fram síðar, að hann hefði
falið þýfið, sem hann var með, i
holtinu upp frá Arnarhóli. Stundu
síðar toom Þrúður aftur inn til
Hlaðgerðar, og var Jón þá háttað-
ur. Kvartaði hann um, að hann
hefði villzt við Fóelluvötn á heim-
Leið, dottið og meitt sig í hné.
Kona hans hafði þó eftir honum,
að hann hefði aldrei fundið Jón í
Sogni, eins og hann ætlaði.
Morguninn eftir skilaði Jón dúk
ur sér Hka. Kom hann til messu
í dómkiifcjunni og var þéttkennd-
ur. Hitti hann þar á kirkjuloftinu
tvo kunningja sína, Bjarna Sig-
valdason og Bjarna Björnsson, og
sagði þeim þegar af ránsferð
þeirra Jóns Eyvindssonar suður í
Njarðvík, útilegu og hrakningum.
Kvaðst hafa varpað af sér pjönk-
utm sínum, er hann sá menn á ferð
í hrauninu, og týnt þar bæði bux-
um Jóns Eyvindssonar og öllu þýf
inu, sem hann bar. Var hann ergi-
legur yfir þessu, og lá hið versta
á honum. En opinskár var hann,
enda voru þeir Bjarnarnir menn,
sem segja mátti sitt af hverju.
Þeir voru báðir skaftfellskir að
uppruna, en höfðu borizt út í Vest-
mannaeyjar og látið vinnumenn
sína þar fremja hið svokallaða
Miðhúsarán og berja gamlan og
varnarlausan mann mörg högg í
höfuðið með páli. Fyrir þetta
höfðu þeir Bjarnar sætt refsingu
í tukthúsinu í Reykjavík, og síðan
settust þeir að í kaupstaðnum,
enda höfðu konur beggja átt börn
heima í Eyjum í fjarveru bænda
sinna. Kvæntist Bjarni Björnsson
kunningjakonu sinni úr tukthús-
inu, en Bjarni Sigvaldason gefck að
eiga Ingibjörgu Magnúsdóttur í
Hlíðarhúsum. — Síðar fluttist
Bjarni Björnsson aftur til Vest-
mannaeyja, fékk leigð Miðhús, þar
sem hann hafði látið ráðast á
gamla manninn og ræna harin,
varð hreppstjóri og féfck sýslu-
manninn sér fyrir svaramann, er
hann fcvæntist i þriðja sinn.
Þegar Dúfcur hafði veitt grenjju
sinni útrás, fór hann að hugsa til
fundar við Jón Eyvindsson. Kom
hann í Hlíðarhús á nýárskvöld og
hitti hann oft næstu daga. Veitcu
roenn því athygli, að þeir tökiðu
mijög kunnuglega saman. Jón Ey-
vindsson kom og í Litla-Landa-
kot, og þar afhenti hann félaga
sínúm sumt af þýfinu í viðurvist
Kristínar, konu Dúfes, og fleira
fólfcs.
Næst bar það til tíðinda, að Jón,
798
T f M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ