Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 13
Sigurður Einarsson frá Kröggúlfsstöðum. Ljósmynd: TÍMINN — Gunnar. stæðast frá æsku þinni á Krögg ólfsstöðum? — Alveg tvímælalaust jarð- skjálftarnir miklu sumarið 1896. Þeim dögum gleymi ég ekki á með- an ég lifi. Um þetta leyti svaf ég hjá föður mínum, o>g nóttina, sem aðalósköpin dundu yfir, vaknaði ©g við það, að pabbi var kominn með mig í fanginu úf að glugga á baðstofuinni, en þá kom svo snarpur kippur, að hann kastaðist frá igliugganum með mig. En þeg- air kipp'urinn var liðinn hjá, komst hiann að glugganum aftuir og út um hann með mig. Svo fór ailt heimiMsfólkið í heygarð, sem var á túninu, og bjóst þar um. Þar var það til morguns. Hviourinn v.ir svo mikill, að varla heyrðkt mannsins mál, og mikii móða hvíldi yfÞ öllu. Hrenni steinsfýlan var kæfandi. Seinina vitnaðist það, að á þeseari nóttu hafði orðið tii nýr hver i Hvera- gerði. Það varð mér minnisstæð- ast, þegar maður fór að skyggn- ast um morguninn eftir, að lamb- hús á túninu hafði bókstaflega kuibbazt í tvennt, þvert yfir, eins og skorið hefði verið með hníf. Annar hlutinn stóð eftir óskemmd- ur með öliu, eins og ekkert hefði í skorizt, en hinn hlutinn var ger- samlega í rúst. Kvíarnar á túninu, sem að vísu voru færigrindur, höfðu hvorki öltið mé brotnað, held ur færzt til drjúgan spöl. Eftir þeissaa- stórkostlegu og mairgumtöluðu hamfarir hlupu Reykvíkingar mjög svo drengilega undir bakka og tókiu fjöldann all- an af bönnum til langrar eða skammrar dvalar, á meðan reynt var að byggja upp á þeim bæjum, sem harða>st uóðu úti. Við vorum fimm, systkinin, og af þeim fóiu fjögur til Reykjaivíkur, þar á með- al ég. Við vorum flutt á fjórhjól- uðum vagni, sem tveim hestum var beitt fyrir. Ekki var hægt að segja, að vagninn væri yfirbyggður, en þó var tjaldað yfir hann og það nokkuð vandlega. Að minnsia kosti amaði ekkert að okkur í þessu tjaldi. Karlinn, sem ók okk- ur, hét Ólafur og var alltaf kall- aður Ólafur baksi. Ekki veit ég, af hverju hann fékk þetta viður- nefni, því ekkert man ég undar- legt í fari hans, og góður var liann við okkur krakkania á leiðinni og sé um, að okkur liði svo vel sem unnt var og í hans valdi stóð. Þeg- ar til Reykjavíkur kom, var mér komið fyrir í Latínuskólanum, sem svo hét þá. Mér er enn í minni, hvað mér þótti góð brauðlyktin, þegar ég * kom til Reykjavíkur. Ég kunní líka átoafie'ga vel við mig í Latínuskól- anum og fór nauðugur heim aftur. Méa- er mjög til efs, að nokkur, sem þar heíur dvalizt, hafi unað T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 253

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.