Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 15
En hvemig vair Reykjavík sjálí á þessum árum? — Hún var auðvitað miklu minni en núna, en hún var bæði failegri og skemmtilegri. Þá voru alls staðar tún, öll girt grjótgörð- um, og fallega hlaðnir grjótgarðar meðfram götum. Á hverju túni mátti sjá skepnur: Kýr, hesta og hænsn. Nú er ailt þetta horfið, og malbik og steinsteypa komið í stað- inn. Það voru vond skipti. — Bjóst þú ekki einhvern tíma í Vatnsmýrinni? — Bjó og bjó ekki. Ég var ráðs- ■ m'aður eða bústjóri hjá Sveini heitnum Hjartarsyni bakara. Sjálf- ur átti hann heima inni í Reykja- vík, en þarna var, auk fjóssins, íbúðarhús, sem ætlað var bústjór- anum. — Var mikið af gripum þarna? — Það voru svona þetta sex til sjö kýr og einn hestur. — Var þá ekki rólegt og frið- sælt að vera svona, eins og kóng- ur í ríki sínu, örskammt frá mið- bænum til þess að gera, og engu háður nema sinum daglegu störf- um eins og sveitabóndi? — Ég kunni ágætlega við mig þarna, en róin og friðsældin var nú svona upp og ofan, því að þar var sá hrottalegasti draugagangur, sem ég hef komizt í kynni við um dagana. — Svo? — Já, blessaður vertu. Ég hef aldrei nokkurn tímia lent í öðru eins, og er þó ýmsu vanur í þeim efnum. — Sástu draugsa oft? — Nei, ég sá hann aldrei, en varð þeim mun meira var við hann með öðrum hætti. — Hvernig? — Það bar langmest á þessu í fjósinu, og stundum kvað svo rammt að því, að mér var nærri ómögulegt að mjólka kýrnar. Þær ólmuðust, rykktu í böndin eins og óðar væru og skulfu og titruðu, eiins og þær stæðu úti í blindhríð. Þetta byrjaði aMitaf hjá þeirri toúnni, sem næst var dyrum, og hélt svo áfram inn ef'tir f jósinu. En svo kom ég þessu af mér einn góðan veðurdag. — Hvemnig fórstu að því? — Ég hafði aldrei verið neitt hrædóur við þetta, og var það ekki heldux þetta umrædda kvöld. Mig bmaat sem sé ianglundairgeð eitt kvöldið, þegar lætin voru hvað afskaplegust, þá getok ég á móti þessu, hvað sem það nú var, og sagði því að fara héðan í burtu. Hér ættiþ að ekkert erindi, og það skyldi fara þangað, sem því væri ætlaður staður. Nú líður langur tími. Þá er það eitt kvöld, þegar ég er á leið 1 fjósið, að ég finn það greinilega, að gengið er við vinstri hliðina á mér. Læt ég nú sem ekkert sé, þangað til kemur að fjósdyrun- um. Þá stanza ég og segi rétf si svona upphátt: „Nú ferð þú ekki lengra. Þú hefur ekkert að gera inn í húsið“. Á sömu stundu hvarf þetta, og ég varð aldrei neins var upp frá því. — G-etur þú nokkuð giztoað á, hvað þetta muni hafa verið? — Ég hef mínar grunsemdir, og þær meira að segja mjög sterkar, en þær segi ég þér ekki, þvi að það er viðkvæmt mál. — En íbúðarhúsið í Vatnsmýr- inni. Var nokkur slæðingur þar? — Við erum aldrei ein á ferð, þótt við höldum ef til.vill, að svo sé. Og vissulega bjuggu fleiri í þvi húsi en þeir, sem sáust dagodeg- lega. En það, sem þú kallaðir slæð- ing, var af allt öðrum toga en þetta úti í fjósinu. í íbúðarhúsinu voru allir góðir og velviljaðir. Mér kom það heldur ekkert á óvart, þótt eitthvað kynni að vera á sveimi í þessu húsi, og liggur til þess sú saga, sem ég skal nú segja þér: Þegar ég var nýbúinn að ráða mig bústjóra hjá Sveini Hjartar- syni, en hafði hvorki komið í fjós- ið né íbúðarhúsið. dreymdi mig eina nótt, að ég væri kominn á minn væntanlega vinnusiað — það er að segja í íbúðarhúsið, ekki f jós- ið. Þykir mér þá þar vera fyrir ung kona, há og grönn og glæs- lag. Hélt hún á barni á handleggn um. Ég átti hennar ekki von þarna, og þykist segja í svef'ninum: „Hva, ert þú hér?“ „Já, ég er hér og ætla að vera hér“, segir hún þá. Lengri varð draumurinn ekki. En þegar ég svo kom að hús- inu í fyrsta sinn, þekkti ég þar hvern torók og kima. Það var allt nákvæmlega eins og í dra'umnum. Og hitt kom mér ekki beldur neitt á óvart, þótt fleiri byggju í því húsi en þeir, sem sýniiegir voru almenninigi. — En á hvern hátt urðuð þið vör við þessa manneskju, efltir að þið voa'uð setzt að í húsinu? — Það var stumdum gengið um, og heldur ekki óalgengt, að leir- tauið okkar væri í notkun eftir að við vorum háttuð .En allt var það með góðum hug gert, og því fylgdu engin áhrif nema þægileg og vingjarnieg. — Þú hefur verið næmur fyrir svona áhrifum? — Já alveg óskaplega. Og það meira að segja svo, að stundum hefur það valdið mér miklum 6- þægindum. — Varstu þá ekki líka skyggn? — Víst hefur það komið fyrir mig að sjá fleira en almennt ger- ist, en þó er hitt miklu algengara, að ég finni og viti, hvað i kring- um mig er, án þess að sjá né heyra .Og berdreyminn hef ég ver- ið í ríkum mæli alia ævi mína. Annars er það ekkert meira en svo, að maður þori að láta svona hluti út úr sér við fóJto. Flestir halda að þetta séu ofskynjanir. hjá trú eða einfaldlega blygðunariaus lygi. Við verðum nú samt að sætta okkur við þá staðreynd, að við skynjum ekki nema örlítið brot af tilverunni, og meira að segja það, að þekking okkar á þessum litla hluta, sem við skynjum, er enn mjög í molum. Ég held, að skyn- samlegt sé að fara varlega í sak- irnar og spara sér fullyrðingar og stóryrði um hluti, sem maður þekkir ekki. ☆ Þeir, sem lesið hafa þessa við- talsþætti mína, hafa sjálfsagt veitt því athygli, að mér eru talsvert hugstæðir þeir menn, sem yfirgef- ið hafa sveit sína, ýmist nauðugir eða viljugir, og setzt að í Reykja- vík. Hér stöndum við andspænis manni, sem átt hefur heima á bú- jörð, þair sem nú er stór hluti Reykjavíkurborgar. Hann hef ur séð jörð föður síns tætta í sund- ur og gerða að vettvangi húsa, gatna, bílaumferðair og athafnalífs. Breiðholtshverfið í Reykjavík hefur nokkuð verið á dagskrá t blöðum á þessum vetri , og þar hafa ýmsir lagt orð í belg. En hve margir þeirra skyldu vita það, að þairna var stundaður sauðabúskap- ur í gömlum stíl fyrir aðeins ör- fáum áratugum? Og að mitt á með- al okkar er 'lifandi maður, sem gekk að iambfé og hélt sauðum til beitar á þeim stað, þar sem nú stendur sá umdeildi reitur, Breið- holtshverfi í Reytojavík. VS. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 255

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.