Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 20
ólíklðgri en mörg önnur, nema s>ið
ur sé, auk þess að hljóða sem
eins konar spásögn eða inngangu>r,
að aldalangri hrakningasögu ís-
ienzkra handrita 12. og 13. aldar
mianna.
Eins og kunnugt er af Presta-
sögu Guðmundar góða, þá ætluðu
þeir fóstrar, hann og Ingimundur
prestur, að fara utan til Noregs
seint á sumri árið 1180, en fengu
sterk andviðri og rak upp að
Ströndum, þar sem þeir lentu í
skipreika á Þúfuboðum hjá
Skjalda Bjarnarvík. í því umróti
brotnaði annar fótur Guðmundar
svo smátt sem skeljamoli. og
horfðu þangað tær, sem hæll
skyldi, segir sagan. Þá drap og
fyrir borð bókakistu Ingimundar
prests. Þótti honum þá hart um
höggva, því að þar var yndi hans,
sem bækurnar voru, en rnaður sá
meiddur, er hann unni mest. Þetta
fór allt betur en á horfðist í fyrstu,
því að við áheit prests rak bóka-
kistu hans á land hjá Dröngum,
heila og óbrotna með öllu því er
í var, og hélt ein hespa en tvær
voru af. Guðmundur fóstri hans
varð og græddur. þó að seint gengi.
Þegar Ingimundur hafði þurrk-
að bækur sínar sem honum líkaði,
þá réðst hann norðan til Staðar i
Steingrímsfjörð, en þar bjó þá Jón
prestur Brandsson og Steinunn
Sturludóttir, frændkona Ingi
mundar eins fyrr er sagt. Tóku
þau við honum báðum höndum,
og var hann þar um veturinn.
Um vorið, er þrjár vikur voru til
páska, lagði Guðmundur Arason
upp suður til Staðar, þó að eigi
væri festur fótur hans betur en
svo, að úti stóðu leggjabrotin og
gekk hann við það norðan. Þótti
þá eigi vera mega lengur svo gert
um fót hans, og fór hann suður
að Reykhólum til Helga prests
Skeljungssonar, er var hinn mesti
læknir. Hjá honum var Guðmund-
ur til lækninga fram um fardaga,
og var þá heill að kaila.
Næsta sumar 1182 eru þeir Ingi-
mundur prestur og Guðmundur
Arason, sem þá var 21 árs að aldri,
enn með Jóni presti Brandssyni á
Rtað. Voru þeir þá við kirkjuvígslu
í Kálfanesi, því að þar var kirkja
óvígð og nýger eins og fyrr er að
vikið. Þótti Guðmundi þi skemmti
legra að sitja á tali við klerka
biskups, en vera að tíðurn eða
kirkjuvígslu. Það líkaði ekki Ingi
mundi fóstra hans og mælti því
við haon: ,,Far þú tlil tíða og
kirkjuvígslu og hygg að vandlega,
því að eigi veit, hverr til slíks
þarf að taka. En ég hygg, sá er
nema þarf, að eigi munl færi á
gefa að nema að betra manni en
þeim, sem nú skal þetta fremja
hér“ Varð þetta tvöföld spásögn
og kom hvort tveggja fram síðan,
að Þorlákur biskup var sannheií-
agur maður, en Guðmundur þurfti
sjálfur þetta embætti að fremja,
er hann var biskup orðinn.
Veturinn eftir var veg’.nri vinur
Jóns prests Brandssonar, sá er
Guðmundur hét Bjarnason, á ICleif
um í Gilsfirði. Synir Jóns munu
þá hafa verið börn að aldri og
hinir yngstu ef til vill ófæddir ,því
að hann fékk Guðmund Arason til
eftirmáls um vígið. Hann sótti svo
vegandann til fullrar sektar og
skóggangs, en meir var það fyrir
einstaka heppni Guðmundar. -en
frændfylgi hans eða skörungsskap-
ar, að hann hafði sóma afmálinu,
frekar en hitt. Svo líða seytján ác,<
og þá er þeirra enn getið saman,
Jóns prests Brandssonar óg Guð
mundar Arasonar, sem þá hafði
fyrir löngu tekið prestsvígsiu og
•fór að yfirreiðum um Vestfjörðu.
Þegar hann gerði för sína úr úa-
firði norður yfir heiði til Staðar í
Steingrímsfirði, var margt lið í för
með honum eins og bæði fyrr og
síðar. Var þá rætt urn að senda
menn fyrr að segja komu þeirra,
að þeir kæmu eigi á óvart. En
Guðmundur prestur kvað eigi
þurfa mundu, „og mun guð gefa
fyrir oss og senda þeim hval, áð-
ur vér förum á brottþ. En þau
orð rættust svo fullkomlega, að
þann saipa dag kom reyður á reka
Jóns Brapdssonar, þar er hann
átti einn og var sögð hvalsagan
morguninn eftir. Þá gaf Jón Guð
mundi presti Arasyni bók, þá er
gersemi var í og Páll biskup hafði
gefið Jóni.
Jóns Brandssonar er einnig stutt
ega getið í Hrafns sögu Sveinbjarn-
arsonar. hinni sérstöku. Hefur Jón
vaíalaust verið mikils metinn, lærð
ur vel og frið'samur ,því að í á-
minnstri sögu er hann gerðar- og
sáttamaður í stórdeilum og víga
ferlum, er á Ra„ðasandi risu út af
gjaldi eftir bænhústóff á Hval
skeri. „En það var boð hins heil-
aga Þorláks biskups, að hvergi
skyldi bænhús niður falla, þar
sem áður var, og ef bænhús hrörn
aði eða félli niður, þá skvldi af
tóftinni gjalda sex aura til graftar
kírkju þeirrar,' er bænhúsið iá
undir“, segir í Hrafnssögu.
Öllu meira en það, sem hér hef-
ur verið til tínt, er ekki vitað um
Jón prest Brandsson. Að vísu er
aðeins á það drepið í Prestssögu
Guðmundar góða, að sumarið 1181
hafi Jón farið norður til Þingeyra
til gildis, ásamt Guðmundi Ara
syni, sem þá liafði enn ekki verið
prestvígður, enda aðeins tvítug-
ur að aldri, en prestvígsla mun í
kaþólskum sið ekki hafa verið
veitt yngri mönnurn en 24 ára
gömlum. í Prestssögunni er ekki
nánar frá þessu greint, eða um
hvers konar gildi var að ræða. Á
miðöldum yar mjög tíðkaður fé-
lagsskapur, er nefndist gildi, eink-
um meðal verzlunar og iðnaðar
manna og einnig annarra, sem
höfðu sömu hagsmuna að gæta og
köliuðust þá gildis eða gildabræð-
ur. Hvert gildi hafði sinn vernd
ardýrling, merki og innsigli, og
stundum mupjafnvel hafa verið
hiutazt til ,,um klæðaburð félags
mánna/Erlendis stóðu gildi iðnað-
arnianna með miklum blóma langt
fram eftir öldum, unz flóð'bylgjur
stjórnarbyltingarinnar miklu í
Frakklandi, ásamt frelsis og fram-
farakröfum 18. og 19. aldar, veittu
þeim loks banasár. í heiðnum sið
á Norðurlöndum voru til félög,
er nefndust gildi, en þegar krist
in trú breiddist þar út, snerust
þau í átt til trúair og siðgæðis, og
mun svo hafa verið hér á landi.
Gildis er getið á þrernur stöðum í
Sturlungu, en hvorki þar né ann-
ars staðar eftir 1200, og virðist sá
félagsskapur því hafa dáið út hér
lendis í hrvðjum og umbrotum 13.
aldar.
Bergþór Jónsson.
(d. 1232)
Synir Jóns prests Brandssonar
og Steinunnar Sturludóttur voru
fjórir og hétu Bergþór, fvar,
Brandur og Ingimundur. Elztur
þeirra hefur líklega verið Bergþór,
sem prestur var á Stað eftir föður
sinn. Fæðingarár hans er ekki
þekkt, en aftur á móti dánarárið.
Sennilegt má telja, að hann sé
fæddur í kringum 1170, litlu fvrr
eða nokkru síðar. Kona Berghórs
hét Helga og var Ásgrímsdóttir.
Börn áttu þau tvö. Ásgrm og Ir.gi
björgu. Ásgrímur vair langt frarn
eftir ævi mjög fylgisamur frænd-
um sínum, Sturlungum, og mun
meir að því vikið sðar.
260
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ