Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Qupperneq 21
•Þegar höftJingjar Norölendinga höföu hraikiO Guðmund biskup Anaeon frá Hólastað vorið 1209, eftir sex ára stjórn hans á stóln umn, þá bauð Snorri Sturluson hon- iun til sín í Reykholt, og var hann þar um veturimn. Vorið eftir fór biskup til Hrútafjarðar og ætlaði á skipi norður til stóls síns. Þeg ar norðlenzku höfðingjarnir höfðu pata af því, drógu þeir flokka sam an til þess að verja honum stað- inn. En er biskup frétti af liðsafn aðinuan, venti hann aftur, og fór á skipi til Steimgrím sfj arðar. Um eumarið fór biskup að yfirreiðum um Vestfjöröu, en veturinn eftir var hamn á Stað með Bergþóri, þar sem hann átfi vinum og frændum að mæta. Trúlega hefur Bergþór þá verið búinn að taka við staðn um og preststörfum af föður sín um, þó að Jón Brandsson amdaöist ekki fyrr en vetri síðar. Frá veru biskups á Stað þennan vetur seg- ir svo í Sturlunga sögu“: — — og urðu þar margir hlutir, þeir er frásagnar væri verðir og jar- teiknum þótti gegna. bótt það sé eigi ritað í þessa bók, bæði það, er biskup átti við flagð það, er þeir kölluðu Selkollu og margt annað“. Sumarið 1220 er Bergþór prests Jónssonar getið í föruneyti Guð- mundar biskups, og þá í Reykja dal norður. Voru um hundrað manns í fylgdarliði biskups, og þótti bændum þungt undir að búa, en þoldu þó um hríð. Var þá ófrið- uir sem mestur með biskupi og höfðingjum Norðlendinga. Virðist auðsætt, að Bergþór hefur þá fylgt biskupi með flokk manna, honum tál nok'kiurs trausts í móti óvinum hams. Sumarið áður hafði Eyjólf- ur Kárason með kænsku og miklu snarræði náð biskupi úr harðri fangavist hjá Arnóri Tumasyni suð ur á Hvítárbökkum . Borgarfirði. Haíði Airnór tekið sér fairi um sum- airið í Hvítá og ætlaði, að biskup skyldi þar einnig utan, hvort sem honum líkaði vel eður illa .Mun Bergþóri, sem bæði var vinur og náinn frændi biskups, hafa þótt sinn hlutur lítill í liðveizlunni, þeg ar Amór þrengdi sem mest að honum fyrra sumarið, og nú vilj- að úr því bæta eftir föngum. Árið 1222 varð Bergþór prest ur Jónsson fyrir þeirri regin hneisu, er vera þótti, að Bárður Smoirirasan, bróðÍT Þorvalds Vatns firðinigs, gerði Helgu, konu hans, barn. Þeim bamgetnaði eirði Berg þór illa sem von var, og svo bræð- ur hans. Tveir þeimra bræðra áttu bú á Reykhólum, og hafði annar þeirra, Ingimundur, farið utan með Snorra Sturlusyni sumarið 1218, enda var ailkært með þeim frændum. Nú sækja þeir bræður Snorra að þessu máli, en hann segir, að þeiir myndu eigi fá rétt hlut sinn við Bárð meðan Þorvald uir væri uppi, kaililaði hann sitja yfir hvers manns hlut vestur þar, en sagði þá svo mennta og ætt- aða, að þeir mættu halda hlut sín- um við flesta menn. Við slik um mæli fylltust þeir fjandskap mikl um í garð Þorvalds, og var mest undirrót þess Sturla Bárðarson, sem þá var með Snorra. Hann var af Seldæla og Sturlungaætt og djákn að vígslu. Hafði hann verið heimamaður Hrafns Sveinbjarn- arsonar á Eyri og lét Þorvaldur fóthöggva hann, þá er Hrafn var tekinn af lífi. Var Sturla mikill óvinur Þorvaids jafnan síðan og kærði það oft fyrir Snorra. Bergþóri munu hafa virzt sann- mæli þau orð Snorra, að eigi fengi hann réttan hlut sinn við Bárð, meðan Þorvaldur héldi hlífiskildi yfir honum. Síðari hluta sumars 1222 fór Staðarprestur því með flokk manna vestur að Djúpi í þeim tilgangi að finna Vatnsfjarð argoðann í fjöru. f þeirri för voru bræður Bergþórs, Reykhólabænd urnir Brandur og Ingjmundur, ennfremur sonur hans Ásgrímur, sem þá hefur trúlega verið um tvítugsaldur, Sturla Bárðarson og fjórir menn aðrir sunhan frá Reyk- holti, en alls urðu þeir þrettán saman í flokknum. Riðu þeir vest ur Steingrímsfjarðarheiði til Laingadals og út að Nauteyri, þar sem þeir tóku skip, en létu eftir hesta sína og söðla. Frá Nauteyri reru þeir þvert yfir fjörðinn tii Vatnsfjarðar og gengu þar upp. Þegar þeir komu í túnið heyrðu þeir hundgá mikla og kenndu, að ‘ sá, er gó, var hundurinn Buski, sem jafnan var vanur að fylgja Þorvaldi. Þóttust þeir þá vita, að bóndi væri heima, og hefur þeim, að líkindum verið það kærkomin vitneskja. Var þá skipað til aðsókn ar og mei.n settir að gæta dyra, að enginn kæmist á bunt óséður, því að dagur var af lofti og niða- myrkur á. Herhlaup þetta kom Þorvaldi ai gerlega á óvart. Hafði hann fátt oianne heim®, þvt að hann var þá 1 sátt við alla menn, og hafði fyr ir fáuim áruim leyst af höndurn með skörungsskap fésekt mikla og suðurgöngu til Rómar vegna dráps ins á Seldælahöfðingjanum Hrafni lækni Sveinbjamarsyni i Eyri í Arnarfirði. Eins og hundgáin benti til, þá vair Þorvaildur heima og lá í lok- rekkju hjá tveimur frillum sínum. Þegar hann varð var við ófriðinn, hljóp hann upp fáklæddur mjög, og þó ólíklegt megi virðast, komst hann óséður út um dyr þær, ar Brandur gætti, enda þótt Brandur léti það aldrei ásannast, að Þor vatdur hefði þær dyr út farið, er hann var fyrir. Þorvaldur, sem var lítill maður vexti og frálegur, rann i náttmyrkrinu til þess bæjar, er í Þúfum heitir og eru um það bil fjórir til fimm klómetrar frammi í dalnuim upp frá Vatn&fjarðarstað. Þar tók hann klæði, en hélt það- an niður á Reykjanes og stefndi að sér möninum. Þvi má nærri geta, að Jómssynir urðu ekki er- indi fegnir, þegar þeir voru orðn- ir þess vísir, að Þorvaldur var á bak og burt. Leituðu þeir hans um húsin sem vandlegast, en fundu eigi sem líklegt var. Fóru þeir þá óskaplega, hjuégu upp í setin og unnu á mönnum. Skamma stund dvaldi Bergþór með flokkinn í Vatnsfirði, eftir að hann varð þess futlviss, að Þorvaldur hefði undan komizt. Gengu þeir þá til skips og reru út eftir Djúpi, allt til Skutulsfjarðar, þar sem þeir fengu sér hesta og riðu vestur heiðar í Arnarfjörð á fund Hrafns sona. Að vísu voru þeir nú sáttir við Þorvald, en þótti þó eigi hafa verið efnd til fulls gerð sú, er fram hafði farið um víg föður þeirra, einkum að því er snerti héraðssektir mamna. Við umtal og eggjanir Bergþórs og bræðra hans gengu því Hrafnssynir í ófrið þenn an með þeim. Bárður Sno rason, sem kokkál að hafði Bergþór prest og átti því mesta sök á skærum þessum, sat í náðum úti á Snæfjölnm og óvit- andi í fyrstu um upphiaup norð- anmanma. En pað er af Þorvaldi að segja, að úr Reykjanesi reri hann út að Snæfjöllum og gerði það ráð, að hann lét Bárð og Þórð, son simm, fara suðuir í Skálholt til Magnúsar biskups Gissurarsonar, bað þá þar vera um veturinn og eiga engan hlut að þessum átöku^. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 261

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.