Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 18
hehningi 11 aldar, en afar ólík- legt, að fyrr hafi verið. Eins og al- kunnugt er, var kristni lögtekin á alþingi við ðxará árið 1000, en í raun og sannleika vitum við nauða lítið um þatí, hvernig kirkjubygg- ingum og kristnihaldi hefur ver ið háttað í iandinu næstu áratug- inn á eftir. 5>ó má telja líklegt og ail7f að þvi sjálfsagt að ,goðorðs- m -tin hafi álitið sér skylt að sjá þinímönnum sínum fyrir nýjum guðshúsum í stað hofanna, sem þá hafa verið rifin eða tekin til ann- arra nota. Eyrbyggja saga segir svo frá: ..Os þegar er þingi var lokið (þ.e. árið 1000) iét Snorri goði gera kirkju að Helgafelli, en aðra Stvrr, mágur hans, undir Hrauni. Og hvatti bað menn mjög til kirkju gerðar, að það var fyrirheit kenni- manna, að maður skyldi jafnmörg- um mönnum eiga heimilt rúm I himnaríki, sem standa mætti í kirkju þeirri, er hann léti gera. Þóroddur skattkaupandi lét og kirkju gera á bæ sínum á Fróðá, en prestar urðu eigi til að veita tíðir að kirkjum, þótt gerðar væri, því að þeir voru fáir á íslandi í þann tíma“. Raunar mun óvist, hvort höfð- ingjar hafa yfirleitt brugðið hart við um kirkjubyggingar strax eft ir kristnitökuna, þótt vafalaust hafi sumir þeirra gert það, og þá eink- um þeir, er hneigðust að kristn- um sið um þetta leyti eða voru hálfvolgir áður. Fvrstu árin eftir kristnitökuna hefur verið um sár fáa os svo til enga innlenda presta að ræða, og enga eiginlega kirkju- stjórn fyrr en með biskupsdómi ís- leifs Gissurarsonar árið 1056 En föstu skipulagi kirkjulegra athafna og kirkiunnar sem stofnunar er svo ekki náð fynr en með tíundariög- iinum árið 1096 og kristinrétti hin- um foma einhvera tíma á fyrsta b’iðiungi 12. aldar. Þótt ef tl vill sé ekki mikið ieggjandi upp úr örnefninu Hof- staðir, frekar en sannfræði sagn- anna um IQeppu og kirkju í Kiirkjutungunum, þá er ekki óhugs andi, að hof og þá helzt höfuð- hof hafi verið á Stað í heiðnum sið og jörðin höfðingjasetur. Til þess gæti það bent, að samkvæmt gömluiii máldaga Staðarkirkju virðist hún þá um langt skeið hafa verið helzta birkja héraðsins, bæði að auðæfum og prestskyld. Hitt er svo annað mál eins og alkunmugt er, að þótt hðfðingjar og goðorðs- menn reistu kirkjur á höfúðbólum sínum og legðu þeim rekstrarfé með því skilorði, að þeir og þeirra a-rfar væru eigendur og forráða- menn, þá svældi kirkjan þær eign ir undir sig að mestu leyti, þegar tímar liðu fram. Því olli stjórnar- stefna hinnar alþjóðlegu, kaþólsku kirkju úti í heimi, er íslendingar höfðu ánetjazt henni fyrir fullt og fast. Eins og fyrr er að vikið er lítl vitneskja tiltæk um aimennt kristnihald í landinu á 11. og 12. öld, og þá ekki frekar á Ströndum en amnars staðar. í því efni eru fyrstu fregnir úr Strandahéraði í sögu Guðmundar biskups Arason- *ar, en þar er frá því sagt, að sum arið 1182 fór Þorlákur biskup helgi í fyrsta sinn um Vestfjörðu. Þegar hann kom í Steingrímsfjörð tafði hann gistingarstað í Kálfanesi, því að þar var þá kirkja óvígð og mýger. I Kálfanesi var hálfkirkja, sem enm var tii í byrjum 18. aid- ar og þá sungnar þar tíðir stöku sinnum. Margar hálfkirkjur og grúi bænhúsa lagðist niður skömmu eftir siðaskiptin, á siðari helmingi 16. aldar. Mun þar hvort tveggja hafa valdið, prestafæð á fyrstu árum hins nýja siðar og einnig ónauðsynlegur fjöldi siíkra guðshúsa að áliti Lútherstrúar- manna, og enn fleira kann að hafa komið til með nýrri kirkjuskipan. Sem dæmi um mergð bænhúsa má nefna það. að í Staðarsókn var bænhús á Ósi, sem er næsti bær við Kálfanes, og ennfremur er lík legt, að bænhús hafi verið á Kirkju bóli, aðeins tvær bæjarleiðir frá Stað. i Kaldrananessókn voru bæn- hús á Gautshamri og í Bæ á Sel- strönd, en hið þriðja í Kaldbak í Kaldbaksvík, auk bændakirkjunn ar á Kaldrananesi. í báðum sókn- unum hafa því verið fimm bæn- hús og ein hálfkirkja, fyrir utan tvær alkirkjur. í máldaga Staðarkirkju, sem Árni biskup Þorláksson (Stdða Árai) setti árið 1286, segir, að allra heilagra kirkja á Breiðaból- stað í Steing-rímsfirði eígi heima- land allt, Stakkanes, Kirkiuból, Trandilstaði og alla þá dali, er þar gangi af. Reykjanes hálft með öil um nytjum, Asparvík alia með öl)- uw gögnum, nema sjöttung og átt- ung í hvalreka, ennfremur fjórð ung alls re'ka á Brúará, bæði við ar og hvala, Sandnes hálft að gras- nytjum, en allt að fjörunytjum, og tvær eyjar á Bjarnarfirði. Síðan tel- ur máldaginn upp ýmsa kirkju muni, svo sem tjöld, dúka, róðu krossa, kertastikur, slfurkaleik, tíðabækur og svo framvegis, en engan fríðan pening. Staðar- eða bæjarheitið Traindilstaðir, sem fyr- ir kemur í máldaganum, er mér vitanlega ekki lengur þekkt, hvorki sem jarðarheiti né örnefni á þessum slóðum. En geta má þess tl, að þar sé átt við Kleppustaði, er svo hafa heitið á síðari öldum. Athugasemd máldagans um dal ina, er þar gangi af, bendir til þess, því að þar er um þrjá dali að ræða, ef Aratungudalur er tal- inn með, sem sennilega hefur fylgt þessu landsvæði á þeim timum. í nokkru yngri máldaga frá ár- inu 1397, sem kenndur er við Vilk in Skálholtsbiskup, er enn talið upp allt hið sama og í hinum fyrri. En auk fleiri og dýrari kirkjugripa er nú einnig um að ræða fríðan pening og meiri fast- eign. Þá á kirkjan orðið 23 rcý-, fjögur kúgildi ásauðar, tvö hross og fjórtán hundruð vöruvirðs fjár. Af jarðeignum hafa þá bætzt við Hólar, Víðivellir, Grænanes, Kol- bjarnarstaðir i Selárdal og Ás mundarnes í Bjarnarfirði. Ásmund- arnesi fylgja varpeyjaraar Þórðar ey og Oddsey, sem nafngreindar eru í síðari máldaganum, en munu vera hinar sömu tvær eyjar, er máldaginn frá 1286 segir, að Stað- arkirkja eigi á Bjarnarfirði. í Vilk insmáldaga er talað um Stað, en ekki Breiðabórstað, en aftur á móti nefnir hann Ljótárdal, þó að það heiti sé þá sennilega fyrir alllöngu dottið úr sögunni í mæltu máli. Þá er það og athugavert, að Vilk- insmáldagi nefnir Kleppustaði, en ekkj Trandilstaði. eins og máldagi Staða-Árna frá 1286, og virðist mega álykta af því a,ð sagnirnar um Kleppu tröllkonu hafi ef til vill myndazt á þeim tíma, er á milli máldaganna liggur, það er einhvern tíma á 14. öldinni. Þegar stundir liðu, urðu jarðir Staðarkirkju fjórtán að tölu í báð um sóknunum. Að vísu voru það engar stórjarðir, og hlunnindi af dúntekju, eggveri og selveiði fylgdu aðeins Ásmundarnesi og lítils háttar Sandnesi. Samt sem áður voru þetta alls 120 jarðar- hundruð með 48 leigukúgildum. Auk tekna af kirkjujörðunum voru svo ýmisar aðrar tekjur og tollar, sem Staðarprestar hinir 258 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.