Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 3
Björn Haraldsson:
Kristnitakan
árið 1000
Löngum hctur kristnitakan á Alþingi
áriö 100« verið söguunnendum hug-
leikið efni, enda gerðust þau trúar-
skipti með einstæðum hætti miðað við
slika hluti með öðrum þjóðum. Af
þeim sökum hafa lærðir og leikir,
innan lands sem utan, hugleitt mjög og
kannað hið margþætta viðfangsefni og
borið fram ýniiss konar röksemdir og
skýringar til útfyllingar og túlkunar
þeim takmörkuðu heimildum, sem
þekktar eru frá þeim tima. Eðliiegt er,
að um þessa hluti hafi fram komið
mismunandi skoðanir og skýringar, og
sennilega hefur fáum eða engum tekizt
enn þann dag i dag að tæma viðfangs-
efnið, svo að öllum liki.
Á siðastliðnu hausti kom út bók um
þetta efni á vegum Almenna bóka-
félagsins eftir ungan prest, Jón Hnefil
Aðalsteinsson. Bókin er 180 blaðsiður
að stærð, og ber heitið Kristnitakan á
lslandi. Höfundur hefur notið opin-
berrar fyrirgreiðslu i sambandi við
könnun efnisins og samningu bókar-
innar, svo sem til tveggja ára dvalar
við erlendan háskóla, enda verður ekki
sagt, að þar sé höndum til kastað.
Margan fróðleik er i bókinni að finna
um heimildir, sem snerta eða snerta
kunna þjóðmál og trúarlif til forna.
Nokkuð eru þar og raktar skoðanir
fræðimanna siðari tima um kristnitök-
una frá ýmsum hliðum. Þetta ber að
þakka. En þegar lýkur upplýsinga-
hlutverki bókarinnar og að þvi kemur
að skýra sjálfa kristnitökuna, er eins
og bókin slitni i tvennt, þannig að sam-
bandslftið virðist miTíi forsenda og
ályktana, eða öllu heldur, að þetta
tvennt stangist á, enda eru kenningar
hins unga prests harla nýstárlegar.
Tilkoma þessarar bókar, að
viðbættri þeirri þögn, sem um hana
hefur verið i nálega háíft ár, orsakar
það, að ég get ekki orða bundizt um
túlkun þeirrar myndar, sem ég hef
aðhyllzt af kristnitökunni árið 1000 og
er að minni hyggju reist i höfuð-
dráttum á niðurstöðum fræðimanna
siðari tima.til samanburðar þeim nýju
kenningum umræddrar bókar.
Merkasta heimild um kristnitökuna
er tslendingabók Ara Þorgilssonar
hins fróða, rituð 120-130 árum siðar en
kristni var iögtekin, viðurkennd
heimild. Hefst frásögn Ara af kristni-
tökunni á þvi, að ólafur Tryggvason
konungur hafi komið á kristni i Norveg
og ísland.Hlýtur þetta orðalag að vek-
ja nokkra atnygli. Það liggur nærri að
ætla, að hér séu lögð að jöfnu áhrif 01-
Tryggvasonar á Ikristnun Islands og
Noregs. Siöan segir orðrétt: ,,Hann
sendi hingað til lands prest þann, er
hét Þangbrandur ok kenndi mönnum
kristni og skirði þá alla, er við tóku. En
Hallur á Siðu Þorsteinssonur lét skir-
ast snimhendis og Hjalti Skeggjasonur
úr Þjórsárdali og Gizur hinn hviti
Teitssonur Ketilbjarnarsonar frá
Mosfelli og margir höfðingjar aðrir.
En þeir voru fleiri, er i gegn mæltu og
neittu.”
Hér er berum orðum sagt, að Þang-
brandur hafi kristnað marga meðal
höfðingja, þótt fleirineittu. „En þá er
hann hafði verið hér einn vetur eða
tvá, þá fór hann i braut og hafði vegit
hér tvá menn eða þrjá, þá er hann
höfðu nitt. En hann sagði konunginum
Ólafi, er hann kom austur, allt þat, er
hafði yfir hann gingit ok lét örvænt, að
hér myndi kristni enn takast. En hann
varð vit þat reiður mjök og ætlaði að
láta meiða eða drepa ossa landa fyrir,
þá er þar voru austur”. Er hér hert á
fyrri ummælum Ara um hiutdeild
Ólafs Tryggvasonar a'ð 'kristnun
Islendinga. ,,En þat sumar it sama
kómu útan héðan þeir Gizur og Hjalti
og þágu þá undan við konung og hétu
honum umsýslu sinni til á nýjaleik, at
hér yrði enn við kristninni tekit, og létu
Sunnudagsblað Timans
291