Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 18
Tarjei Vesaas og kona, Halldís Moren, úti i skógi á björtum degi. Þaö var skógurinn og fólkið i honum, sem varð föður llalldisar, Sven Moren, að yrkisefni. bundnum stil, þar sem sagt er frá tveim barnssálum, sem á einni nóttu komast i kynni við fullmikið af þeim sálarháska, sem helzt fyigir full- orðinsárum. Sagan er ákaflega hugljúf i einfaldleik sinum. Þar má finna marga þræði frá sögunni um san- deltréð, og raunar frá Bufast- bókunum, þvi enn er mjög fjallað um andstæðurnar — eöa máski fremur samstæðurnar lif og dauða. Hinar fjórar sögurnar, sem ég drap á, nefndust Fuglarnir, Bruninn, Klakahöllin og Brýrnar, og kom hin siðasta áriö 1966. Freistandi væri að ræða lengi um hverja þessara bóka, en þó skal látiö nægja að fjalla litillega um tvær þeirra. Fuglarnir komu i timaröð næst Vornótt, og enn létti þeim lesendum skáldsins, sem hafði þótt nóg um myrkrið og óskiljanleikann i siðustu bókum á undan. Fuglarnir voru aö ytra búningi venjuleg hefðbundin skáldsaga. Söguþráður einfaldur, jafnvel of einfaldur, tákn skiljanleg flestum. bó hefur þessi saga dregið að sér æ fleiri fræðimenn og dýrkendur dulspeki við bókmenntaskýringar og mun ef til vill reynast einna drýgst viðfangsefni alla bóka Vesaas. Sögu- þráðurinn er i stuttu máli sá, að Matthias, hálfruglað olnbogabarn þjóðfélagsins býr i afskekktu húsi við vatn, ásamt með systur sinni, Helgu. Þar koma engir, litið verður til að brjótast inn i einfalda veröld Mat- thiasar nema náttúran sjálf. Þar til einn daginn, að hann ferjar sjálfur skógarhöggsmann yfir vatnið, skógar- höggsmann sem siðan sezt um kyrrt hjá þeim systkinum og vinnur ástir Helgu. Þar með hefur Matthias, að honum finnst, misst tilverugrund- völlinn, hann verður að finna sér leið út úr ógöngunum — og finnur hana, ákveður að láta auðnu ráða og rær út á vatn, þar sem hann brýtur botninn úr báti sinum og ætlar árinni einni að bera sig i land, ósyndan. Sú för endar með likindum. Þessi söguþráður er eins og ég sagði jafnvel svo einfaldur aðundrum sætir, að hann skuli vera nægur efniviður i skáldsögu. En vitanlega er sögunni misþyrmt með slikri endursögn. Þar kemur fyrst til frásagnartækni snill ingsins, en siðan næstum ofurmann- legur skilningur hans á olnbogabarn- inu Matthiasi. Þetta veröur manni máski ljósast með þvi að bera Mat- thias saman við frænda sinn úr Vesturheimi, Lenna i Músum og mönnum Steinbecks. Þar er þéttings- margt likt, en hvilikur munur i með- ferð höfunda á persónum sinum. Þar birtast ótviræðir yfirburðir Þela- merkurskáldsins. Hafi lesendum Vesaas létt við að fá Fuglana i hendur og þeir hugsað sem svo: jæja, þá er hann kominn heim aftur, þetta er sá gamli góði Vesaas, þá svaraði hann slikum lesendum óþyrmilega með bókinni um Brunann. Þvi ef einhverju sinni var réttlætan legt að tala um torskilið verk, þá var það um þá bók. Hér skal ekki hætt á að leggja fram svo mikið sem álit á bókinni, en fúslega viðurkennt með fleirum, að skilningur er i lágmarki. Um þriðju bókina, Klakahöllina, 306 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.