Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 8
Gamla konan titraði við tilhugs- unina um þessa 50 dali á mánuði, sem voru í vændum, en hún var samt tortryggin og óttaðist ótal ófyrirséð atriði og undirferli og lagði í sífellu íyrir sjálfa sig spurn ingar án þess að komast að ákvörð- un. Loks skipaði hún, að samnings uppkast skyldi gert og sneri svo heim alveg utan við siig, líkt og liún hefði drukkið fjóra potta a£ ný-ju epiavínL Þegar Chicot kom að vitja svars ins, lét hún lengi ganga eftir sér og sagði, að hún hefði engan óhuga á þessu fyrirtæki, en var þó dauð- skelkuð um. að hann féllist ekki á að greiða 50 dali. Að lokum, þeg ar Chicot hafði sótt málið því fast- ar, bar hún fram tillögur sínar. Ilann tok viðbragð af vonbrigðum og neitaði. Þá tók hún að rökræða um, hve lenigi hún myndi lifa til að sannfæra hann. Ég tóri áreið anlega ekki lengur en fimm til sex ár. É'g er nú á 73. ári og ekki of brött. Um daginn hélt ég, að ég ætlaði yfir um. Mér fannst eins og verið væri að rífa innyflin úr skrokknum, og það varð að bera mig í rúmið. En Chicot vék ekki. Sjáðu til, þú stendur óbifanleg eins og kirkju- turninn. Þú verður að minnsta kosti 110 ára. Það ert þú, sem lif ir mig. er ég viss um. Og allan dag- inn rökræddu þau um málið. En þar sem sú gamla var óhagganleg, féllst veitingamaðurinn loks á að greiða 50 dali. Þau undirrituðu samninginn næsta dag. og Magloire gamla heimtaði 10 dali i kaupbæti. Þrjú ár liðu. og blessuð konan var við hestaheilsu. Hún virtist ekki hafa elzt um einn dag, og Chicot tók að örvænta. Honum fannst sem liann hefði greitt þetta giald í hálfa öld og hann væri Þlekktur, svikinn og prettaður. Hann fór öðru hverju í heim sókn til þeirrar gömlu eins og menn fara til að athuga, hvort kornið á ökrunum sé orðið nógu þroskað til að slá það. Hún tók á móti honum glettnisleg á svip. Það var eins og hún hrósaði happi yfir grikknum. sem hún hafði gert honum, og hann var fljótur að fara aftur upp í vagninn sinn muldr- andi: Þú ætlar aldrei að drepast beinagrindin þín. Hann vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Hann hefði getað kyrkt hana. þegar hann sá hana, og bar til hennar svipað hatur og bóndi, sem hefur orðið fyrir barðinu á þiófum. Þá tók hann að leita ráða. Loks dag einn fór hann að heim sækja hana og neri saman hönd- unum, eins og hann gerði í fyrsta skiptið, þegar hann hafði boðið henni kaupsamninginn. Þau mös uðu smástund og svo sagði Chicot: Heyrðu, því staldrarðu aldrei við hjá mér til að fá þér bita, þegar þú ferð til Epreville? Menn eru að stinga saman nefjum um þetta, og sá orðrómur gengur, að við séum ekki lengur vinir. Þetta hryggir mig, því að þú veizt, að hjá mér þarft þú ekki að borga eyri. Ég er ekki sínkur á einn málsverð. Blessuð, komdu alveg, alveg ófeimin, hvenær sem þér dettur í hug, það gleddi mig hjartanlega- Magloire 'gamla lér ekki hvetja sig oft til dáðanna, og á öðrum degi, þegar hún var á leið til mark- aðarins í kerru sinni, sem Célest in, vinnumaður hennar stýrði. leiddi hún hest sinn hiklaust inn í hesthús Chicots og krafðist svo hinnar fyrirheitnu máltíðar. Veitingamaðurinn þjónaði henni til borðs eins og hefðarfrú. ljóm andi af gleði. bar henni kjúkling, blóðmör, bjúga, kjötlæri og flesk í káli. En hún borðaði næstum ekkert, því að hún hafði verið hóf- söm allt frá bernsku og borðaði yfirleitt ekki nema ofurlítið af súpu og smurða brauðsneið. Chic ot hvatti hana vonsvikinn. Hún dreypti heldur ekki á drykknum og hafnaði kaffinu. Ilann sagði: Þú færð þér þó að minnsta kosti ofurlítið í staupinu“. Ah. ha, já það já. Ég neita því ekki. og Chic- ot hrópaði af öllum mætti lungna sinna gegnum veitingasalinn: „Rosalie, komdu með þetta góða, úrvalsgóða vín nr. 10“. Þjónustu stúlkan kom nú með hálslanga flösku, skreytta með vínviðarblaði úr pappír. Hann fyllti tvö staup. Fáðu þér einn. kæra frú, það er þetta fræga. Blessuð konan hóf nú drykkju ofurhægt og í örlitlum sopum til að njóta unaðarins sem lengst. Þegar hún hafði rennt úr staupinu, þurrkaði hún það og sagði: „Ja-há, það er þetta fína“. Ilún hafði ekki sleppt orðinu, þeg ar Chicot hellti í handa henni öðru sinni. Hún ætlaði að neita, en það var of seint, og hún var lengi að drekka úr staupinu eins og áður. Hann ætlaði þá að hella í þriðja sinni, en hún stóð gegn því. Hann sagði þá: „Þetta er eins og mjólk. ég fæ mér tíu. tólf staup án þess að finna nokkurn mun. Það renn ur niður eins og sykur, og maður finnur ekki fyrir neinu, hvorki í höfði né maga, það mætti halda, að þetta gufaði upp á tungunni. Ekkert er hollara heilsunni en svona lagað“. Þar sem hún var sannarlega fík- in, lét hún undan, en tók aðeins hálft staup. Þá hrópaði Chicot og stóð nú á hátindi örlætisins: „Hevrðu. úr því að þér líkar þetta vín, skal ég gefa þér smátunnu, svona rétt til að innsigla vináttu mína í þinn garð. Blessuð konan hafnaði þessu ekki og hélt á braut. Daginn eftir kom veitingamaður inn heim á hlað hjá Magloire gömlu og hafði meðferðis í vagni sínum dálitla járngyrta ámu. Þá vildi hann, að hún bragðaði á inni haldinu til að sanna, að þetta væri af sömu góðu tegundinni. Þegar þau höfðu bæði tæmt þrjú glös, sagði hann um leið og hann kvaddi: „Og svo veiztu. að meira er til. þegar þetta er búið, hafðu engar áhyggjur af því, Ég er ekki nízkur. þvi fyrr sem þetta er bú ið, því ánægðari verð ég. og svo kleif hann upp í kerru sína. Hann kom aftur eftir fjóra daga. bauð henni góðan dag og talaði nú al veg upp við vit hennar til að finna fyrir andardrætti hennar. Þegar hann fann áfengisþef, birti yfir svip hans. ..Heyrðu, þú býður mér nú eitt glas af þessu góða“, sagði hann. Og svo drukku þau bæði tvö eða þrjú glös. Brátt barst sá orðrómur út um héraðið, að hún Magloire gamla drykki og jafnan einsömul. Ýmist var hún hirt upp í eldhúsinu, var hún hirt upp í eldhúsinu, úti á hlaði eða úti á vegi. og það varð að bera hana heim, hreyfingar lausa eins og lík. Chicot var hætt 296 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.