Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 17
kveið ég þessu meir og meir, varð mér ljósara, að ég gat ekkert sagt við þig nema nei, Hróltur. Villi- mennsku má ekki liða. — En villimennskuna i konum þá, á að þola hana og afsaka. — —■ Nei, en þar fyrir höfðuð þið ekkert leyfi til að vera villtir og grófir, Og.svo var hann ekki einu sinni helibrigður ...” Hér stöndum við frammi fyrir meginboðskap bókarinnar og komum að honum aftur siðar. Smám saman safnast eyjarskeggjar allir i hlöðuna, kallaðir þangað af persónugervingi sam v izk un n ar , hálfruglaðri sjómannsekkju að nafni Kari Nes (og það er áreiðanlega engin tilviljun, hvað þetta nafn hljómar likt latneska orðinu caritas, kærleikur). Alla nót- tina sitja men i hlöðunni, biða eftir að Karl i Hlið segi eitthvað, frelsi þá, en hann getur enga frelsun veitt. Hún verður að koma innan frá, frá mön- num sjálfum. t einverunni og iðruninni tekst mönnum lika smám saman að átta sig á sjálfum sér, og undir morgun hverfa þeir á braut með von um aö verða manneskjur aftur. Ung kona ris upp og segir: ,,Já, ég er líka með barni! Hún sagði ekki meira. En það féll i farveg með þvi, sem þeir voru sjálfir að hugsa um.... Heyrið, Guðrún ris upp úr brunarústunum og er með barni. Við erum ekki smáðir og útskúfaðir. Konurödd sagði við alla: Eyjan er þá alveg eins græn! Aftur var það Guðrún. Hún sem bar barnið i sér. Hún hafði þörí fyrir að slá þvi föstu, að hér ætti eitthvað að halda áfram.” Þannig hefur þá verið ,,kim i rykinu”. Upp af þvi kimi gefst okkur von um, að muni spretta nýtt og betra lif. Jafnvel Hrólfur getur beðið rólegur eftir bátnum með lénsmanninum. Þótt efnisþráður Kimsins hafi þannig verið rakinn, fer ekki hjá þvi að margt sé ósagt, áður en bókinni séu gerð viðhlitandi skil. Vitanlega er þetta bók um heimsstyrjöldina siðari. En hún er meira, hún er meira en djúpstæð könnun á múgæsingu og tóminu mikla, sem birtist, þegar berserksgangur fer af mönnum, Og það, sem fyrst og fremst lyftir henni yfir þetta svið, er einmitt boðskapur Karls i Hlið og þar með bókarinnar i heild: Villimcnnsku má ekki liða. Og þá má minnast þess, að það þurfti tals- vert bein i nefi til að slengja þessu Sunnudagsblað Timans framan i Norðmenn árið 1940. Þetta var raunverulega sama og að segja við þá: Þó Þjóðverjar fari hér með villi- mennsku, þá er ekki þar með sagt, að hún réttlæti, að goldið sé liku likt. Eða með öðrum orðum: Fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Enn er rétt að benda á athyglisvert atriði i Kiminu, að þvi er varðar skáld- sagnagerðina sjálfa, tækni höfundar- ins. f Kiminu beitir hann i fyrsta skipti svo hreinræktuðum sýmbólisma, að allan söguþráðinn má raunverulega taka sem tákn um annan, Þannig hefur hann nálgazt mjög allegóriu eða dæmisögu. Enn magnaðri verður þessi tækni i næstu bók, en sjálfur sagði hann: „Meðal bóka minna markar Kimið þáttaskil. Það var ekki samkvæmt neinni áætlun, en eitt- hvað svo ógnvekjandi og ótrúlegt hafði gerzt, að það hafði sjálfkrafa i för með sér nýja aðferð við skriftir. Ekki vegna neinnar áætlunar, bara af þvi það kom af sjálfu sér. Eins og önnur aðferö til að skynja hlutina. Liklega yrði eyjan græn aftur, en hún yrði það fyrir fólk, sem sá hlutina á ýmsan hátt öðru visi og hugsaði öðru visi.” Striöið var skollið á. Striðsárunum og ritstörfum sinum þá lýsti Vesaas þannig: ,,Við bjuggum á Midtbö” striðs- árin. Þar voru framdar hreinsanir, en engir nazistar bjuggu að stað- aldri i grenndinni, svo að þar varð um frjálsara höfuð að strjúka en viða. Samt lá allt á manni með lamandi þunga. Skáldsagan Kimið var skrifuð fyrsta styrjaldar- sumarið, kom út siðla hausts 1940, siðan var þvi lokið. Það er að segja — lokið var þvi alls ekki, við skrifuðum bæði, skrif- uðum og földum. Ar eftir ár. Þannig voru Bleikipiássið og Turninn skrifaðar og lágu siðan i urð með krossi á grenitré, þeim til leiðbeiningar sem kynnu að verða lifs. Allir gerðu ráð fyrir blóðugum endalokum hernámsins. En svo varð lika að skrifa eitt- hvað um þetta, sem einmitt hvildi . á manni, það sem gerðist núnaum allt landið. Styrjaldarár eftir styrjaldarár hvildi það á manni án þess að vilja taka á sig form. I nóvember 1944 losnaði um það snemma morguns og siðan fylgdu skriftir eins og i kapp við timann allan veturinn, og orkaði eins og langþráð lausn. Húsið i myrkrinu var lokið snemma i april 1945, slegið utan um hana spýtum og kastaði inn i netahúsið við Vin- jevatn. Og svo kom þessi dásamlegi maf 1945.” IV. Um þær þrjár bækur, sem hér voru nefndar, ■ Bleikiplássið, Turninn og Húsið i myrkrinu, verður ekki fjölyrt hér. Ein þeirra, Turninn, þykir raunar i tölu torskildustu rita, sem frá höf- undinum komu, hinar tvær, Bleiki- plássið og Húsiö i myrkrinu voru sýnu auðskildari. Þótt Bleikiplássið kæmi út ári siðar en Húsið i myrkrinu, var hún skrifuð fyrr. Hún segir frá þvottahúseiganda, Jóhanni Tander, baráttu hans við einmanaleikann og sigri. Harmsaga, sem þó flytur ákveðinn boðskap um sigur hins góða i veröldinni, óvenju jákvæðan boðskap og vonglaðan, miðað við aðrar bækur höfundarins. Söguþráðurinn er talsvert flókinn, tákn bæði fleiri og augljósari en i Kiminu, en með hliðsjón af þeirri bók, er máski einna athyglisverðast, hvernig sögusviðið smækkar enn. í Kiminu var að visu greinilegt, að mið- depill sviðsins var hlaðan i Hlið. Bleikiplássið gerist nær eingöngu i einu húsi og umhverfis það. Þetta er bleikihús Jóhans Tanders. Enn hefur þetta svo magnazt i lýs ingunni á hinum hernumda Noregi. Sögusviðið er aðeins eitt hús, ekkert gerist utan veggja þess svo um sé fjallað. Hitt er svo annað mál, að húsið sem þar stendur i myrkri, er greinilega tákn Noregs eða i smæsta lagi borgar i Noregi. t stað gatna koma gangar, istað húsa herbergi. Bókin er að sönnu ákaflega mögnuð lýsing hroðalegra tima, en lýkur þó i mikilli von: það er alltaf verið að grafa undir húsinu. Einn daginn munu þeir, sem þar vinna, koma upp inni i miðjunni, þar sem bölvaldurinn situr, og honum mun steypt. Þrátt fyrir mikla tækni og að flestu leyti kunnustusamleg vinnu- brögð, hefur bók þessi nokkuð þótt 'dala, er frá hefur liðið, og ekki hafa þolað stórum betur en aðrar striðs skáldsögur timann, sem um er liðinn siðan hún var skrifuð. Eftir útkomu Turnsins árið 1948 sendi Vesaas frá sér sex skáldsögur. Arið 1950 kom Signalet eða Merkið, bók sem gjarna er nefnd i sömu an- dránni og Turninn sem næsta torskilið verk. Næst i röðinni var Vornótt, fjarska ólik hinum siðast nefndu, raunsæileg saga, frásögn i hefð- 305

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.