Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 7
Wa Smásaga eftir Guy Maupassant. tunna/u i Herra Chicot, veitingamaður f Epreville, stanzaði vagn sinn við 'búgarðinn hennar Magloire gömlu. Chicot var hávaxinn, fjörmikill maður um það bil fertugur að aldri, rauður í framan og vamb- mikill og var talinn hrekkjóttur. Hann batt hestinn við hliðstólp- ann og stikaði svo inn í garðinn. Chicot étti jörðina, sem lá að lönd um Magloire gömlu, og hafði hann lengi litið þessi lönd hennar hýru auga. Hvað eftir annað hafði hann falað þau til kaups, en Magloire gamla hafnaði öllum tilboðum hans einbeitt. „Þar er ég fædd, og þar mun éig deyja“, sagði hún. Hann hitti hana nú fyrir framan útidyrnar, þar sem hún var a<l flysja kartöflur. Hún hafði nú tvo vetur um sjötugt, var grannholda, hrukkótt og bogin, en óþreytandi eins og kornung væri. Chicot iklappaði henni vingjamiega á bak- ið og set.tist svo hjá henni á skem il. (Nú jæja, er heilsan alltaf jafn góð? Ekíki sem verst, en hvernig ert þú til heilsunnar, Prosper? Oh, snvávegis gigt. 'Ef hún væri ekki, mætti ég vel við una. Sem betur fer, og hún mælti nú ekki fleira að sinni. Chicot horfði á hana rækja starfa sinn. Hún greip grá- leitar kartöfiurnar úr körfu sinni með bognum, hnýttum fingrunum, seni helzt iíktust töngum, og lét j)ær snúast í hendi sér um leið og hýðið féll í löngum ræmum und- an hnífsblaðinu. Svo þsgar kartafl- an var orðin alhvít, kastaði hún henni í vatnstötu. Þrjár djarfar hænur komu í halarófu að pilsum hennar til að ná sér í hýðisbita og forðuðu sér svo sem fætur toguðu með feng sinn i nefinu. Chicot virtist feiminn, hi'kandi og kvíðafullur, og honum virtist mikið niðri fyrir. 'Loks herti hann upp hugann: ,,Heyrðu, Magloire mín. . . Hva, hvað get ég gert fyr ir þig? Það er býlið, þú ert alltaf jafn-ófús að selja mér það? Hvað ])að snertir, nei. Gerðu þér engar vonir um það. Það er ákveðið, klappað og klárt. Farðu nú ekki að nauða á því rétt einu sinni. Ja, svo er nú málum komið, að ég hef fundið grundvöll. sem hent ar okkur báðum. Hvernig er hann nú? Sjáðu til. Þú selur mér jörðina, en liefur samt Öll umráð yfir lienni áfram. Skilurðu ekki? Taktu eftir skýr- ingum mínum. Sú gamla hætti að flysja og starði hvössum augum á veitingamanninn. Ilann tók nú aftur til máls. Ég skal sundurliða þetta. Ég afhendi þér mánaðarlega 150 franka. Þú skilur það, í hverjum mánuði færi ég þér hingað í vagn inum mínum 30 dali. Og svo er ekkert meira með það. Þú býrð áfram sem fyrrum, skiptir þér ekkert af mér og skuldar mér ekki neitt. Þú gerir ekkert annað en veita fé mínu viðtöku. Þetta hentar þér, er það ekki? Hann horfði á hana glaðlegur á svip. En sú gamla leit á hann tortryggin og reyndi að finna gildruna. Svo sagði hún: Þetta hentar mér, en þú, þú færð ekki býlið með þessu. Hann mælti: „Vertu nú ekkert að brjóta heilann um þetta“. Þú verður kyrr á býli þínu eins lengi og þér end- ist aldur til. Við búum bara til of urlítið skjal hjá fógetanum þess efnis, að býlið gangi til mín eftir þinn dag. Þú átt engin böm, ein ungis skyldmenni, sem þú ert á en'gan hátt bundin við. Er þetta ekki prýðilegt? Þú heldur jörðinni alla þína ævidaga, og ég færi þér 30 dali mánaðarlega. Þetta er þér hreinn hagnaður. Sú gamla var steinhissa og óró- leg, en fíkin. Hún sagði: „Ég hafna þessu tilboði engan veginn. Ég þarf aðeins að huigsa málið. Komdu aftur í næstu viku, og þá gef ég þér svar“. Chicot kvaddi kátur eins og konungur í sigurför. Magloire gamla var sem í draumi. Hún svaf ekki næstu nótt. í fjóra daga var hún á báðum áttum. Hana grunaði, að eitthvað væri í pokahorninu, en hugsunin um 30 dali á mánuði, hugsunin um þessa fögru, klingjandi peninga, sem kæmu veltandi í svuntu hennar al veg fyrirhafnarlaust, gerði hana al- veg tryllta. Síðan fór hún á fund fógetans og sagði honum sínar farir. Hann ráðlagði henni að þiggja tilboð Chicots, en sagði, að hún skyldi fara fram á 50 dali í stað 30, þar sem býlið hennar væri að minnsta kosti 60 þúsund dala virði. Ef þú lifir í 15 ár, sagði fógetinn, verð ur hann ekki búinn að greiða nema 45 þúsund franka. Sunnudagsblað Tímans 295

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.