Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 19
mætti flytja marga fyrirlestra og skrifa lærðar bækur, áður en öll kurl væru komin til grafar. óþarft er að þreyta hlustendur með endursögn verksins. Hún er sem kunnugt er eina verk höfundarins frá siðari árum, sem birzt hefur á islenzku i þýðingu Hannesar skálds Péturssonar. Fyrir þá bók hlaut Vesaas verðlaun Norður- landaráðs, og með henni barst nafn hans til Islands. Þá voru liðin fjörutiu ár siðan ritstörf hans hófust. Siðasta skáldsaga Tarjei Vesaas, Brýrnar, kom út árið 1966. Margt var þar að visu dularfullt, en fleira minnir þó á hinar hefðbundnari sögur höf- undarins. Viðfangsefnið var keimlikt og i sumum fyrri bókunum: unglingar, á mótum fullorðinsára og gelgju- skeiðs, látnir takast á við vandamál lifs og dauða. Þá hefur verið drepið á flestar allar skáldsögur Tarjei Vesaas. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hann gaf auk þess út þrjú smásagnasöfn, fimm ljóðabækur, og þó nokkur leikrit • A hverju þessu sviði nutu sin hinir mis- munandi kostir höfundarins og til eru þeir, sem meta jafnvel ljóð hans mest, þótt afköstin liggi mest i skáldsagna- gerð. Þvi miður verða ekki gefin nein dæmi ljóðanna að þessu sinni sakir skorts á þýðingum, en bent skal mönnum á, að ýmis ljóðanna geta skýrt myrka kafla skáldsagnanna og þvi gott til þess að vita, að heildarsafn þeirra hefur til skamms tima fengizt i pappirskilju. Siðasta bók sem frá Vesaas kom að honum lifandi, bar heitið BSten om kvelden, Bátur á kveldi. Þetta er ekki skáldsaga, að minnsta kosti fjarri hefðbundinni skáldsögu — ekki smásögur, ekki ljóð, naumast endur- minningar: bókin er þetta allt. Máski yrði henni einna helzt lýst með orðinu skynjanir. Hún er að þvi leyti endur- minningar, að tvimælalaust fjallar höfundurinn þar um foreldra sina, i inngangskafla um föður sinn, i bókar- lok um móður sina og þau bæði. Þar á milli? Skynjun skálds á umhverfi sinu, brugðið upp i óljósum myndum, en þó svo hrifandi, að lesandi gáir einskis fyrr en hann er horfinn á vit þeirra undarlegra tákna, sem þarna ráða rik- jum, — er dreginn inn i sogandi hring- iðu. Vitanlega er einskis virði að deila um það, hvort skáld skynji veröld sina á réttan hátt eða rangan, hvort hug- myndir hans séu raunverulegar eða óraunverulegar. Bók þessi stendur lika fyrir sinu án allra slikra vanga- veltna. Fyrir mér verður til að mynda lýsing Vesaas þar á móður sinni og sambandi foreldranna ávalit i tölu feg- urstu og snjöllustu kafla, sem hann skrifaði. 1 þessum greinum hefur þess verið freistað að gera nokkra grein fyrir rit- störfum Tarjei Vesaas — á yfir- borðinu. Minna hefur veriö til þess reynt að kafa dýpra, skoða einhver sérstök höfundareinkenni, og þá gjarnast einhver þeirra, sem skipuðu honum i fremsta sæti Norðurlandahöf- unda i augum býsna margra lesenda um allan heim. Hér er að visu nokkuð örðugt um vik, og áður en lagt verður út á þann hála is, er rétt að vikja að einu formsátriði: Hverja tungu ritaöi hann og talaði? Þessar greinar hef ég kallað Þelamerkurskáldið Tarjei Vesaas. Með þvi hef ég viljað leggja áherzlu á heimabyggð hans i Noregi og gildi hennar fyrir skáldskapinn — og þar með áherzlu á mállýsku hans, Þela- merkurmálið. t stórum dráttum er mállýzka þessi ekki verulega frábrugðin þvi staðlaða tungumáli, sem nefnt er nýnorska, Orðaforði er i öllum aðalatriðum hinn sami (orða- forði nýnorsku virðist raunar nálgast það mark að vera samanlagður oröa- forði allra mállýzkna i Noregi). Stafsetning er að flestu leyti hin sama. Einstöku málfræðileg fyrirbæri þurfa ekki að vefjast fyrir venjulegum les- endum. Og ég held, að áð islenzkir lesendur með sæmilega skynsemi og nokkra undirstöðuþekkingu á dönsku ættu ekki að vera i teljandi vand- ræðum með Þelamerkurmálið hans Vesaas! Aðferðin er einfaldlega sú að leita fremur samsvörunar i islenzku en dönsku, ef i vörður rekur. Vil ég eindregið hvetja alla til að reyna á eigin spýtur. Fyrstu siðurnar verða erfiðar, en hver veit nema úr rætist, og umbun erfiðis get ég heitið öllum. Hér að framan hefur mér alloft orðið að tala um sýmból eða tákn i skáld- skap Tarjei Vesaas. Og vissulega er það svo, að á siðariárum gat hann sér einkum orð sem táknrænn rit- höfundur. Notkun tákna var honum að visu alla tið töm, en fór vaxandi. A þetta við um persónuleg tákn hans og sigild tákn. Þó má enginn skilja þessi orð min svo, að lestur siðari sagna hans sé eitthvert bókmenntalegt leyni- lögreglustarf. Þvi það er svo, að jafnvel lærðustu menn, sem ráðizt hafa á tákn Þelamerkurskáldsins og ætlað að skýra þau okkur skussunum, hafa orðið frá að hverfa. Málið var ekki svo einfalt, sem þeir hugðu, eða máski var það miklu einfaldara. Við getum til að mynda ekki leyft okkur að taka svörtu hestana út úr samnefndri sögu og segja: þarna hafið þið þetta tákn, svarta hesta, þeir merkja hér tortimingu, eyðileggingaröflin i mannssálinni, og svo framvegis, þvi að svörtu hestarnir eru einmitt fyrst og fremst svartir hestar, raunveru- legir gæðingar, sem bæði börn og full- orðnir dást að og tigna. Á sama hátt er það misþyrming á sögunni Kiminu að draga persónuna Kari Nes og segja sem svo: þarna hafið þið samvizku fólksins. Hún fer einmitt alltaf stækkandi i augum þess eftir þvi sem á bókina liöur. Um það er yfir lýkur er hún horfin, en höfundur tekur fram, að hún muni koma fljótlega i leitirnar. Þar með væri aðeins hálf sagan sögð, og varla það, þvi að fyrst og fremst er Kari Nes hálfrugluð sjómannsekkja, sem gefinn er sá andlegur kraftur i vanmætti sinum, að hún getur leitt eyjarskeggja til sjálfskönnunar aö unnu ódæðinu. A þvi gæti lika leikið vafi, hvort nokkrir tveir lesendur legðu öldungis sömu merkingu i sama táknið, hvort heldur það er linstafli Lisu á Fram- nesi, eldingin eða skógarsnipan i Fugl- unum, hundurinn i Brúnum, eða eitt- hvað annað, og Johan Borgen hefur að minu viti hitt naglann skemmtilega á höfuðið i þessum orðum: „Þessi dularfulli hundur i Brúnum — hann var útnefndur sýmból einhvers staðar þar sem ég las. Sýmból og sýmból, ekki veit ég það. Hann er öldungis nauðsyn- legur hundur. Enginn venjulegur hundur? Það er hundurinn hans Vesaas, fullkomlega sjálfstæður hundur. Hann er. Það eru engin ósköp sögð um hann, en hann er stór.” Þetta gildir einnig um önnur tákn i sögum Vesaas: þau eru. An þeirra yrði ekki aðeins merking sagnanna önnur, sjálfur söguþráðurinn breyttist lika. Aður en skilizt verður við táknin er rétt að vekja athygli á einu sérkenni þeirra: í þeim eru ákaflega oft sam- einaðar ógn og fegurð á hrifandi hátt. Þannig er um svörtu hestana, þeir geta verið nógu ógnvekjandi, en hvi- likri fegurð eru þeir ekki gæddir, þegar þegar þeir stiga danS sinn fyrir Kalla? Eða sjálf Klakahöllin! öllu óhugnanlegra tákn kulda, einangrunar og dauða get ég naumast hugsað mér, En er ekki þessi höll jafnframt einhver fegursta og mest aðlaðandi bygging i norrænum bókum? Tarjei Vesaas sagði eitt sinn: „...Lesandinn verður að ganga fordómalaus að lestrinum, svo að hann finni máski innra með sér hvert bókritarinn vill. Það á ekki Sunnudagsblað Timans 307

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.