Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 5
Vestan af Flateyri hefur borizt önnur gerð visunnar „Kaffibolla ber þú mér”, og er fyrri hlutinn á þessa leið: Kaffibollann berðu mér blið og holl gullseikin. Seinni hluti visunnar er hins vegar eins i báðum gerðunum. Að sögn breiðfirzkra hjóna, sem heimildarmaður minn þekkir, er visa þessi eftir úrsúlu Gisla- dóttur, sem var hagmælt, og á vist með Gisla Konráðssyni eða ráðskonu hans um 1890. Kona vestan úr Dölum hefur sent mér vitneskju um höfund visunnar „Slægjur valdar velur mér”. Hún lærði hana af föður sinum, sem var viðstaddur, þegar visan var ort. Höfundur visunnar var Guðmundur Guð mundsson, þá bóndi i Snóksdal i Dalasýslu, og var fyrsta visu- orðið á þessa leið: Eftir öllu að dæma hefur Guð- mundur Guðmundsson verið maður vel hagmæltur, og þætti mér vænt um, ef lesendur vildu senda mér fleiri visur eftir hann. Fyrir stuttu fékk ég senda kunna visu um matarvistina á Árnapungunum svonefndu, sem gerðir voru út frá ísafirði, en hún hefst á þessa leið: Daglegur grjónagrautur, grútúldið sauðaket. Visan þessi bárst til Árna, og einhvern timann spurði hann skáldið, hvernig visan væri. Þá breytti skáldið visunni Arna til hróss en ekki kunni heimildar- maður minn neitt úr þeirri gerð nema siðustu tvö visuorðin: Góður að gjörðum sinum gullfjáða prúðmennið. Kann nokkur þessa gerð vis- unnar? Þá koma fáeinar visur, sem mig langar til að fá að vita frekari deili á. Ég skal hlæja á meðan má, minu hægja sinni, til að bægja böli og þrá burt úr samvizkunni. , Svona vil ég sjá hana, , sifellt horfa á hana. Friða vil ég fá hana hjá föðurnum, sem á hana. Bara kvikk af brenndum drykk burtu þrykki trega. Ég i rykk á rauðum gikk rið óskikkanlega. Einnar bónar bið ég þig, brátt mér þjóna verður. Finndu skóna fyrir mig, 4 funalónagerður. / Utanáskrift þáttarins er: \ Hallfreður örn Eiriksson, i Handritastofnun fslands, Árna- J garði, Reykjavik. Allar visur 1 eru vel þegnar, hvort sem menn i þekkja til höfundanna eða ekki. / i baráttu við fjölmennið. Löngum er það þá málstaðurinn, sem úrslitum ræður, eða baráttuhugur. Skal ekki frekar út i þá sálma farið hér. Eðlilegt er að skilja umsögn Ara fróða á þá leið, að það hafi verið að frumkvæði Siðu-Halls, að til sátta dró á alþingi árið 1000. Og viturlega var það ráðið, úr þvi að foringi heiðinna manna var til þess fús, að heiðna trúin þokaði fyrir hinni kristnu, að einmitt sá sami maður, foringi heiðinna, bæri fram tillögu þess efnis. Ekki getur hjá þvi farið, að þeir lögmennirnir, Þorgeir og Siðu-Hallur, hafa að minnsta kosti i höfuðdráttum orðið ásáttir um þann boðskap, er Þorgeir skyldi upp segja. Er heimild fyrir þvi, aö Hallur afsagði að gefa eftir hvað trúarbrögðin snerti, en virðist aftur á móti hafa fórnað sinu nýjá lögsögu- mannsembætti i staðinn. Að málsvari kristinna manna hafi á þessu stigi máls selt foringja andstæðinganna sjálfdæmi, væri i fyllsta ósamræmi við alla málsmeðferð kristinna manna og viðgang fram að þeirri stundu, enda er berum orðum sagt i Islendingabók, að Siðu-Hallur hafi „keypt at Þorgeiri” með samþykki sinna manna. 1 langan tima hefur mögulegur árekstur milli heiðinna manna og kristinna verið áhyggju- og umræðu- efni með þjóðinni. Vafalaust er það ekki i fyrsta skipti árið 1000 á alþingi, sem mál þetta verður umræðuefni milli hinna beztu manna beggja aðila. Ekkert er sennilegra en einmitt þeir Þorgeir og Siðu-Hallur hafi áður átt slikar viðraéður. Vel geta þeir hafa verið sammála um stefnumörk, en ósammála, eða sýnzt sitt hvorum, um leiðir. Frá upphafi Islands byggðar hafði barátta slaðið með þjóðinni milli trúarbragða — þeirra, sem verið höfðu, og hinna, sem voru að koma. 1 upphafi var vörnin sterk og sóknin veik, en þau hlutföll hafa breytzt með árum og öldum. úrslitastundin rennur upp. Sóknaraðilinn er viðbúinn og á kveðinn, varnaraðilinn óviðbúinn og á báðum áttum. í hinni fjölmennu vörn, er málstaðurinn tviþættur, valdið og trúin, það sannast af hinni frægu ræðu Ljósvetningagoðans, sem eingöngu fjallaði um hina stjórnmálalegu hlið deilunnar): „En nú þykir mér þat ráð, að vér látim ok eigi þá ráða, er mest vilja i gegn gangast, ok miðlum svá mál á milli þeira, at hvárirtveggju hafi nakkvart sins mál, ok höfum allir ein lög og einn sið.” Ljósvetninga- goðinn telur það málamiðlun, að goðarnir heiðnu fái að halda sinum veraldlegu völdum, en láti af trú sinni. Öllum hefur þeim þótt það gott að halda völdunum. Sumum þeirra hefur þó ekki fundizt það nóg, en þeim var visa i þann flókk „sem mest vildu gegn gangask”. Nokkur sárabót má það hafa verið heittrúuðum mönnum aö mega blóta guðina á laun og fylgja fleiri heiðnum siðum. Hvað sú umbun var þó litilmótleg bendir mjög til þess, að sann-heiðnir menn hafi ekki verið orðnir fjölmennir meðal valdamanna á Islandi um þessar mundir og hafi þvi ekki þótt vandgert við þá. Með þeirri þróun á trúmálum þjóð- arinnar fram að þeim tima, sem breytingin varð og hér hefur litillega verið rakin, var verulega búið i haginn fyrir trúarskiptin á alþingi árið 1000. Sunnudagsblað Timans 293

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.