Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 6
Engu að siður gerðust þau með undra- verðum hraða. Rökin fyrir þeim hraða má telja þriþætt. t fyrsta lagi hin hiklausa pólitiska sókn kristinna manna með fulltingi Olafs Tryggva- sonar að bakhjarli. Bæði kristnir menn og heiðnir hafa skilið það til fullnustu, hversu óhagstæð gat orðið þjóðinni andstaða Noregskonungs. Viðskipta- og menningartengsl við Noreg voru þjóðinni ómissandi. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. t öðru lagi er svo frábært trúboð Þormóðs prests og þeirra félaga. Mun ugglaust mega treysta þvi, að sú boðun hafi engan látiö ósnortinn, þeirra er á hlýddu, og framkallað vakningaröldu i hugum fjölmargra meðal heiðingja. t þriöja og sibasta lagier svo þáttur lögsagn- arans, sem hefur til þess vitsmuni og myndugleika að safna undir sina vængi öllum þingheimi, sveigja undir sinn milda en máttuga ægishjálm alla, einnig þá, sem kunna að vera honum ósammála, hina sannheiðnu. baö fer ekki milli mála, að þessi er sterkasti og þýðingarmesti þáttur hins merka viöburðar, kristnitökunnar. En sá þáttur verður ekki aukinn með neinum vafasömum skrautfleygum við hina klassisku Lögbergsræöu'Ljósvetn- ingagoðans. Sú látlausa ræða, þraut- hugsuð og sönn, mótaðist óafmáanlega i hugi áheyrenda. Aður var þing- heimar i uppnámi. Eftir að hafa hlýtt á leiösögn lögsögumannsins, hefur hann fast land undir fótum. Oryggi þessa heilsteypta persónuleika hefur veitt þingheimi þaö, sem hann þarfnaöist mest, friö — raunverulegan frið. Sfðan fellur úrskurðurinn, sem ekki er hægt að áfrýja. Hver leggur i það að and- mæla, hver veit nema þessi sé hin eina rétta leiö, hver þorir að sleppa fót- festunni? Enginn. Stór stund i lifi þjóðar byggist á samstillingu, ekki oröafjölda. Vert er að minnast þess, að lýðræðishugmyndir voru óþekktar á Islandi i þann tið. Stjórnunarfyrir- komulagið, sem þá var, hefur verið kallað lýðveldi, en var það þó ekki eftir þeirri merkingu, sem nútiminn leggur i það orð. Fyrirkomulagið var sam- veldi margra sjálfkjörinna héraðs- stjóra. Löggjafarvaldið var strangt tekið i höndum eins manns, lögsögu- mannsins, þvi að þeim lögum, sem hann sagði upp varð ekki breytt. Hins vegar hefur hann þó við samningu nýrra laga haft hliðsjón af þeim dómum, sem áður voru upp kveðnir á alþingi. Það hefði þvi jafngilt uppreisn gegn þjóðskipulaginu að andmæla þeim dómi milli heiðinna og kristinna manna, sem hinn mikilsvirti foringi sagði upp og löghelgaði — þeim griðum, sem hann setti milli landsins þegna, og þeirri þjóðareiningu, er hann vakti til varnar gegn erlendu valdi. Enn er þó sá þáttur ótalinn, sem gildastur hefur verið i þeim heillaríka örlagaþræði, er vitrir menn og góðir unnu hinni ungu þjóð á alþingi árið 1000. En það er þáttur kristinnar trúar, yfirburðir hennar miðað við þann forna sið. Að þessum þætti er þó hvergi vikið i bók prestsins. Að lokum skal nánar vikið að bók þeirri, er fyrr er getið. Höfundur heldur þvi fram i bókariok að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi undir feldinum fengið vitneskju eða vitrun frá hinum heiðnu guðum, um að heiðnir menn á íslandi ættu að láta af sinni trú. Lætur hann að þvi liggja, að áður en Þorgeir lagðist undir feldinn muni hafa farið fram mannblót á alþingi, fórnað hafi veriðátta mönnum, tveim úr fjórðungi hverjum, sem sennilega hafi verið hrundið fram af björgum til þess að særa guðina til afskipta eða afstöðu gagnvart trúboði hinna kristnu, og að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi verið liklegastur til að standa fyrir mann- blóti þessu. Að þvi loknu skriður hann undir feldinn og hefur, að hætti seið- karla og völva i heiðni, samband við guðina með þeim árangri, sem fyrr er lýst. Ekki er ljóst, hvort höfundur litur á samband þetta sem veruleika sjálfur, en alla vega er það svo fyrir Þorgeiri, að áliti höfundar. Höfundur reisir sina lokaniðurstöðu á þessum grundvelli. Undir feldi sinum hefur foringi heiðinna manna, að áliti höfundar, meðtekið fyrirmæli frá sinum guðum um að leggja niður sina fornu trú og veita hinni nýju trú við- töku. Helzt er að sjá, að þessi hugdetta höfundar um særingar Þorgeirs undir feldinum muni vera kveikjan að þess- ari bók hans, og tilgangurinn með rannsóknum hans sá að gera þá hug- dettu sennilega. Þetta hefur honum ekki tekizt. Að sjálfsögðu má um það deila, i hvaða tilgangi Þorgeir fór undir feldinn og hverjar hugrenningar hans hafi verið meðan hann dvaldist undir feldinum. Höfundur heldur þvi fram, að sú dvöl hafi staðið i fullan sólarhring, en slikt er ágizkun. Einnig telur hann að Þorgier hafi vakað alla nóttina, en einnig þaö er ágizkun, og hreint ekki sennileg. Þorgeir hafði tekið að sér að ieysa mikið vandamál. Framtíð þjóðarinnar var bundin þeirri lausn. Vandinn hvildi á honum einum, eins og komið var. örlagastundin var skammt undan! og hann þarfnaðist aðstöðu til undirbúnings. Að leggjast undir feld i friðuðu húsi hefur að lik- indum verið eini möguleikinn tii næðis og einveru eins og á stóð. Fyrir blóðfórn i sambandi við kristnitökuna mun vera sá eini flugu- fótur, að umtal varð meðal heiðinna manna um að fórna guðunum átta mönnum til þess að knýja þá til af- stöðu og afskipta gagnvart hinni nýju trú. Er þessa umtals getið i sögu Ólafs Tryggvasonar hinni meiri, en hún var siðar rituð af kristnum mönnum. En þá segir i sömu heimild, átta kristnir menn komið fram og gefið sig guöi.Er svo að skilja að söguritara finnist kristnir hafa betur með þessu yfirboði. Virðist þetta hjal eitt, sem sýnir, i hviliku uppnámi þingheimur hefur verið, enda óliklegt, að Ari hefði ekki getið blóðfórnarinnar, jafnglöggur og hann var á aðalatriði mála. Annars telur höfundur Ara hafa fellt niður aðalatriðin úr Lögbergs-ræðu Þorgeirs, sem sé frásögn af opin- beruninni undir feldinum, þvi að þeim hlut varð hann auðvitað að standa skil á til sinna trúbræðra. Telur höfund ur, að borgeir hafi einmitt þarna flutt þá áhrifariku kristniboðun, sem Theódóricus eignar Þormóði presti. Þannig lagar höfundur hlutina i hendi sér. En heldur virðist nú litið á þeim fornu sagnariturum að byggja, ef nútimamaðurinn hefur rétt til slíkrar hagræðingar á heimildum til þess að þóknast sinum hugdettum. bað er óheppni höfundar að villast frá þeirri viðteknu aðferð góðra fræðimanna að láta jafnan heimildir ráða niður- stöðum, en ekki öfugt. Um siðustu aldamót reit Björn M. Ólsen itarlega um kristnitökuna árið 1000. Hann hélt þvi fram, að um það leyti hafi vitrum mönnum verið orðið ljóst, að heiðna trúin væri þegar dæmd til að lúta i lægra haldi fyrir kristinni trú, og aðeins væri timaspursmál, hvenær það gerðist. 1 krafti þessarar vitneskju hafi Ljósvetningagoðinn flutt sinn málamiðlunar- og friðarboð- skap. Gömlu goðarnir hafi séð, að mannaforráð þeirra voru i veði, ef þeir létu ekki undan siga. Ritsmið Bjarnar M. ólsen er hin vandaðasta og studd þeim rökum, sem trauðla verður hnekkt. 294 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.