Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 10
Þannig var landslagiA i heimahögunum i augum y firmarskálks Gústafs III Svíakonungs.
Egg j abardagi
og ölvagleði á
konungsskipi
Við sjáum á myndum, að fint fólk á
siðustu áratugum átjándu aldar var
afskaplega fint. Hið lokkaprúða
parruk Stefáns amtmanns á Möðru-
völlum hefur ekki verið neitt hres, og
það liggur við, að gullskreyttur
kraginn og bylgjandi hálslinið á
Magnúsi Stephensen veki enn lotn-
ingu. En afturförin hefur verið hröð,
þvi að það er hörmung að sjá, hvernig
Steingrimur biskup sivafði á sér
langan og mjóan hálsinn eins og vöðlu-
bjúga nokkrum áratugum siðar.
En hafi æðstu embættismennirnir
islenzku gengið stásslega búnir, þrátt
fyrir móöuharðindi og fleiri bágindi i
landinu — hvað þá um útlenzku aðals-
mennina og hirðmenn konunganna?
Þetta voru dagar Loðviks XVI og
Gústafs III Sviakonungs, hirðlifið enn i
fyilsta blóma og rokokóstillinn með
iburðarmikið skraut sitt og gyllingu
enn i bezta gengi,. Hvilik siðprýði og
fágun hlýtur ekki að hafa rikt i þeim
höllum þessara fagurkera!
Einn þeirra manna, sem var i
þjónustu Gústafs III var Karl Agúst
Ehrensvard — maður af tignum ættum
eins og nafnið gefur til kynna. Hann
var sjóliðsforingi og varð tvivegis yfir-
maður alls flota Svia — i fyrra skiptið
af náð Gústafs III. En þetta var dáiitið
óvenjuiegur sjóliðsforingi. Hann var
Kka rithöfundur og teiknari með
ágætum. En það sem mönnum þykir
nú ekki hvað sizt matur i er bréfin,
sem hann skrifaði konunni sinni elsku-
legri, og þau voru nokkuð mörg. Hún
var tuttugu árum yngri en flotafor-
inginn, svo að honum hefur kannski
þótt vissara að halda henni við efnið,
en hann sjálfur löngum fjarri henni
vegna embættis sins. Þvi að Gústaf III
var ekki maður, sem hafði flota-
foringja aðeins til skrauts, heldur vildi
láta þá berjast, enda ómótmælanlegt,
að til þess hafa þjóðhöfðingjar her og
flota.
A þessum tima var ekki sú öld
runnin, að þjóðhöfðingjar sætu heima i
öruggri nálægð við traust loftvarna-
byrgi, sem þeir gætu skriðið i, ef á
bjátaði, heldur voru þeir sjálfir i
herförum eins og Atli Húnakonungur
öldum fyrr. Þess vegna hvarf Gústaf
III annað veifið frá rokokóskrautinu i
höllum sinum og dró albrynjaður i
strið. Eins og að likum lætur var þá
stundum siglt yfir Eystrasalt til Svia-
borgar úti fyrir Helsingjafossi, þar
sem nú heitir Suomenlinna, þvi að
þetta traustasta virki á öllum Norður-
löndum féll ekki Rússum i hendur fyrr
en 1808. Það var sköpunarverk annars
Ehrensvards, Ágústinusar Ehren-
svárds, en kom siðast stórlega við
sögu við lok heimstyrjaldarinnar
fyrri, en sigurvegararnir i borgara-
styrjöldinni finnsku hvitliðarnir, höfðu
þá sem lutu i lægra haldi, rauðliðana
eða bolisvikkana, þar i fangabúðum,
er finnski rithöfundur Jarl Hemmert
hefur reist nöturlegan minnisvarða
298
Sunnudagsblað Tímans