Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 12
„Fiskiskipstjórinn hefur fullkominn rétt til
þess að senda hvern þann fiskimann heim
aftur, sem reynzt hefur lélegur til verka eða
við veiðina — ef. . . eigendurnir ákveða að
hætta veiðum, eiga fiskimennirnir enga kröfu á
hendur eigendunum út af þvi”.
l.aust fyrir seinustu aldamót bjuggu
á Bakka i Bakkafirði hjónin Guðfinna
Magnúsdóttir og Guðmundur Sveins-
son. Var Guðmundur einn þeirra
manna, sem lögðu stund á hvers konar
vinnu bæði til sjós og lands, en stund-
aði þó langmest smiðar, enda hinn
mesti hagleiksmaður, þótt próflaus
væri og óskólagenginn i þeim fræðum.
Árið 1900 fæddist hjónunum á Bakka
sonur. Var hann vatni ausinn eins og
að byrja á að spyrja þig, hvort þú hafir
aldrei kynnzt islenzku sveitalifi.
— Jú, ekki er nú hægt að segja, að
ég sé alveg ókunnugur þvi, eins og það
gerðist á uppvaxtarárum minum. En
eftir að ég varð fullorðinn, voru nær öll
min störf bundin við sjóinn. Þegar ég
var að alast upp á Vestfjörðum, var ég
tvö sumur i sveit i Álftafirðinum. Þar
sat ég meðal annars yfir kviaám og
þótti það i meira lagi leiðinlegt. Á bæn-
um, þar sem ég var, voru lifnaðar-
hættir svo frumstæðir, að ekki voru til
önnur mjólkurvinnslutæki en trog og
strokkur. Þegar hellt var af troginu,
var haldið hendi fyrir hornið, svo
rjómi færi ekki til spillis. En það er
gott sauðland þarna, og rjóminn var
þykkur -hnausþykkur og dásamlegur.
þinir hafi brugðið á það ráð að flytjast
suður?
— Þetta er nú dálitið vandasöm
spurning, og ég er engan veginn viss
um, að ég geti svarað henni svo óyggj-
andi sé. Þú spyrð um afkomuskilyrði.
Þau held ég, að hafi verið sizt
lakari á Vestfjörðum, og satt að segja,
þá held ég, að foreldrar minir hafi far-
ið frá alveg sæmilegum ástæðum þar.
En hvað olli þá búferlaflutningnum?
Það er eðlilegt, að svo sé spurt. Ég get
ekki sagt, að ég viti þetta með neinni
vissu, en þó er mér næst að halda, að
þvi hafi valdið einhver óhugur. A þess-
um árum voru snjóflóð nokkuð tið á
Vestfjörðum, svo að bæði hlauzt af
þeim manntjón og eigna. Ég man vel
eftir þvi að hafa séð stóra sjóhengju
Á lúðuveiðum á doríu
við Grænland árið 1927
önnur börn og hlaut nafnið Einar. En
það átti ekki fyrir Einari litla á Bakka
að liggja aö binda skóþvengi sina i
heimahögunum. Á fyrsta aldursári
hans fluttust foreldrar hans vestur i
Bolungarvik og þar ólst Einar upp til
tiu ára aldurs, er fjölskyldan flutti sig
suður i Garð, þar sem staðnæmzt var i
fjögur ár. En það er ekki nóg með að
spor Einars hafi legið nokkuð viða um
islenzkt land. Hann hefur lika siglt um
höfin, og það viðar en hér við land, og
það var ekki sizt af þeirri ástæðu, sem
Sunnudagsblaðið óskaði eftir þvi að fá
að spjalla við hann stundarkorn.
— Ég þykist hafa einhvern grun um
það, Einar, að spor þin hafi einkum
legið tii sjávarins, og þvi langar mig
Morgunmaturinn var haíragrautur,
blandaður til helminga með fjalla-
grösum. Það er svikalaus fæða, sem
maður lærir fljótt að meta - og oft var
það gott, sem látið var i malpokann
minn, áður en ég lagði af stað i hjáset-
una. Þá fyrst lærði ég að skilja til fulls,
hvað átt er við. þegar talað er um
magál og bringukoll. En nútiminn
hafði enn ekki haldið innreið sina á bæ-
inn, þar sem ég var - og var hann
reyndar ekki einn um það - enda voru
þar moldargólf og húsakynni öll i forn-
fálegra lagi. En kynnum minum af
þessu var lokið, þegar við fluttumst
frá Vestfjörðum.
— Voru betri afkomuskilyrði i Garð-
inum en verið höfðu á Vestfjörðum eða
hvers vegna heldur þú, að foreldrar
slúta fram yfir sig, beint upp af húsinu
okkar, og þótt ég væri ekki beinlinis
hræddur, þá held ég þó, að ég hafi
skynjað hættuna. Eins held ég, að
þetta hafi verið með pabba. Hann var
ekki vanur svona bröttum fjöllum i
slikri nálægð, og þótt hann hafi kann-
ski ekki verið neitt hræddur fyrir sitt
leyti, þá grunar mig, að hann hafi
alltaf fundið til nokkurs öryggisleysis
að vera með konu og börn á þeim slóð-
um, þar sem svo voveiflegir atburðir
gátu gerzt fyrirvaralaust. Ég hef ekki
heldur getað fundið aðra sennilegri
skýringu á búferlaflutningi foreldra
minna frá Bolungarvik og suður i
Garð, þvi satt að segja held ég, að það
hafi verið heldur góðar efnahagsað-
stæður, sem þau voru þar aö yfirgefa.
300
Sunnudagsblað Tímans