Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 4
sér ekki annars ván en þat myndi hliða”. Árangurinn af trúboði Þangbrands prests er furðumikill til samanburðar við þeirra, sem áður höfðu komið til landsins i sömu erindum. Hann kristnar marga meðal forystumanna þjóðarinnar, þótt fleiri neituðu. Naumast hefur þó framkoma trúboð- ans stuðlað að slikum árangri eftir þeim heimildum, sem kunnar eru. Vafalaust hefur miklu ráðið um árangurinn þá þegar. vitneskjan um þann, sem á bak við stóö, Ólaf Tryggvason Noregskonung, sem ekki þótti hyggilegt að egna upp á móti landsmönnum, sem voru þá enn mjög háðir heimaþjóðinni á flestum sviðum. An efa hefur svo heiðin trú á Norður- löndum mjög verið farin að dofna um þessar mundir vegna langvarandi áhrifa frá trúarhugmyndum kristinna manna, sér i lagi meðal vikinga og farmanna, er fjölmennir voru i land- námsliði Islands, að ógleymdu þvi ófrjálsa, kristna fólki, er hingað barst með landnámsmönnunum. Utanför þeirra Gizurar og Hjalta er ugglaust gerð i sambandi við kristni- boðið. Þeir hafa vitað fyrirfram hvernig Þangbrandur mundi túlka málið við konung og rennt grun i, hver viðbrögð konungs gætu orðið. Liklegt er þvi að för þeirra hafi verið að margra ráði að þeir hgfi með nokkrum hætti getað talízt fulltrúar Islendinga i Noregi, ekki aðeins kristinna Islend inga, heldur einnig, og jafnvel fremur, fulltrúar heiðinna manna. Konungur kyrrsetur fjóra, eða jafnvel átta, islenzka höfðingjasyni i Noregi sem gisla, en fellur frá frekari refsi- aðgerðum i bili og gerir þá mága, Gizur og Hjalta, umboðsmenn sina og erindreka á Islandi. Sem slikir koma þeir til alþingis, beint af skipsfjöl árið 1000. Skal þá enn vikið að frásögn Ara: ,,En annan dag eftir gingu þeir Gizur og Hjalti til Lögbergis og báru þar upp erindi sin. en svá er sagt, að þat bæri frá hve vel þeir mæltu. En þat gerðist af þvi, at þar nefndi annarr maöur af öðrum vátta, ok sögðust hvárir úr lögum frá lögbergi. Þá báöu inir kristnu menn Hall á Siðu, at hann skyldi lög þeirra upp segja, þau er kristninni skyldi fylgja. En hann leystist þvi undan við þá, at hann keypti at Þorgeiri lögsögumanni, at hann skyldi upp segja, en hann var ennþá heiðinn. En siöan er menn kómu i búðir, þá lagðist hann niöur Þorgeir ok breiddi feld sinn á sig og hvilði þann dag allan ok nóttina eftir ok kvað ekki orð. En of morguninn eftir settist hann upp ok 292 gerði orð at menn skyldi ganga til Lögbergis”. Ólafur Tryggvason hafði látið þeim Gizuri og Hjalta til fylgdar sjö presta. Hét sá Þormóður er fyrir þeim var. Vilja sumir sagn- fræðingar ætla honum stóran hlut i trúboðinu. Höfðu þeir félagar viðkomu i Vestmannaeyjum og hlutu þar góðar undirtektir sinna erinda. Alitið er, að frétt kunni að hafa borizt til alþingis á undan þeim um komu þeirra. Höfðu þeir nokkra varúð á um komu sina til þings, sem ekki var undarlegt, og bar þrennt til. I fyrsta lagi hafði Hjalti yfir sér útlegðardóm fyrir goðgá. Mun það ekki hafa áður gerzt eða siðan, að maður með slikan dóm kveddi sér hljóðs á alþingi. 1 öðru lagi mátti reikna með andúð gegn kristniboðun inni. 1 þriðja lagi hefur kunnugt verið áður en þeir fluttu sin mál, að þeir Gizur hviti og Hjalti voru erindrekar Ólafs konungs Tryggvasonar, svo sem verið hafði Þangbrandur. Þau viðbrögð urðu, að sögn Ara, er þeir félagar komu til alþingis, að inir heiðnu menn „hurfu saman með alvæpni, og hafði svá nær, at þeir myndi berjast, at eigi of sá i milli”. Af vopnaviðskiptum varð þó ekki, og er talið að vitrir menn af beggja hálfu hati gengiö á miili. f'ullum sólarhring siðar en þetta var, flytja þeir félagar erindi sin að Lögbergi, svo sem áður er lýst. Ari telur, að það hafi borið frá (verið frábært) hve þeir fluttu, og hann talar um að þeir hafi flutt erindi sin. En hver voru þau erindi? Um það gefur Ari engar upplýsingar, en vitað er, að boðskapurinn hefur verið tviþættur, boðun kristinnar trúar og boðskapur Norsgskonungs um þetta efni. Er ekki unnt að verj- ast þeirri hugsun, að i þeim boðskap hafi hótanir falizt, og sýnist óþarft, að ræða það nánar. Visast munu þær hótanir hafa verið tjáðar mjúkum orðum, en hafa haft tilætlaðar verkanir engu að siður. 1 bók Jóns Hnefils er sagt frá fornri ritun munks eins i Niðarósi, Theódóricusar, um kristnitökuna á tslandi. Telur höfundur sennilegt, að munkur þessi hafi náð kynnum af Islendingum, er sannfróðir gátu verið um viðburði á alþingi árið 1000. Þar getur munkurinn um ræðu Þormóðs á þessa leið: ,,I svo rikum mæli fylgdi náð heilags anda ræðu þessa prests, að á skömmum tima sneri hann öllum heiöingjum til Krists. „Vafalitið er hér full djúpt i árinni tekið, að Þormóður prestur hafi með ræðu sinni kristnað alla heiðingjana á alþingi. Hins vegar falla þessi ummæli vel við lýsingu Ara, er telur kristniboðunina að Lögbergi hafa verið frábæra. Þegar málin liggja ljóst fyrir, dregur til mikilla tiðinda á alþingi. Kristnir menn riða á vaðið, þeir segja sig úr lögum við heiðna menn. Verður að lita á úrsögn þessa sem fyrirfram og undirbúinn lið i málaflutningi þeirra.úrsögnin þýðir, að þeir ætli að stofna sérstakt riki á tslandi. Og þeir láta ekki þar við sitja, þeir kjósa sinn spakasta mann, Siðu-Hall, til þess að segja upp lög, er henti kristinni þjóð. Heiðnir menn létu einnig til sin heyra: Þeir segja sig úr lögum við kristna menn. Ekki er ljóst, með hvaða rökum hægt að skýra slika úrsögn, eftir aö kristnir voru gengir úr þjóðfélaginu og heiðnir voru einir e.ftir. Ef eitthvert mark á að taka á úrsögn heiðinna manna, virðist liggja næst, að þeir hafi verið aö segja upp sinum eigin lögum. Kennslubækur upplýsa, að heiðnir menn hafi þá kosið Þorgeir sem sinn lögsagnara, en ekki er heimild fyrir sliku i Islendingabók Ara, enda var Þorgeir búinn að gegna lögmanns- embætti hálfan annan áratug, er hér var komið sögu. Aftur á móti stendur þar, að Siðu-Hallur, lögsögumaður kristinna manna, hafi með samráði við sina menn og samþykki þeirra ,,keypt at Þorgeiri (samið við Þor- geir), at hann skyldi upp segja: Leysa deiluna milli kristinna og heiöinna. Það er ómaksins vert aö virða fyrir sér þessa alvarlegu deilu. Þingheimur skiptist i tvær andstæðar fylkingar, mög ólikar. önnur fylkingin, sú langt um fámennari, uppreisnarflokkur gegn lögum landsins, er hiklaus og harðsnúin, ögrar ofureflinu, lýsir sig óháða lögum landsins, býst til að setja sin eigin lög. 1 fylkingarbrjósti er maður með útlegðardóm yfir höfði sér, Það efast enginn um, að þessi flokkur mundi berjast til siðasta manns, ef til vopnaviðskipta kæmi. En það kemur ekki til neinna átaka, eftiraðsá flokkur hafði flutt sin erindi að Lögbergi. Hin fylkingin, valdhafarnir, virðast næsta ráðvilltir, þrátt fyrir fjölmennið. Þeir segja sig úr lögum við kristna menn, sem erfitt er að skilja, hvað átt hefur að þýða. Daginn áður höfðu þeir hlaupið saman vopnaðir, er kristnir menn komu til þingsins. Þegar kristnir menn hafa flutt þingheimi boðskap sinn, virðist enginn lengur reiðubúinn til verndar þjóðskipulaginu eða heiðnu trúnni. Naumast verður um það deilt, hvor deiluaðilinn á Þingvöllum árið 1000 var sóknaraöillinn og hvorra vörnin var, nei heldur hvorra var hinn endan- 1 e g i s i g u r . Heimssagan kynnir fjölmörg dæmi hliðstæð þvi, sem gerðist á Þingvöllum árið 1000 aö hinn fámenni hópur ber sigur af hólmi Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.