Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 11
Sjálfsmynd: Guði sé lof, að yfirmarskálkinum er þolanlega í skinn komið. Hér situr hann með fjaðra- penna og er aö skrifa konunni sinni elskulegu, hvað til tiðinda hefur borið í siðustu herför, hvort sem hefur nú verið barizt með eggjum eða einhverju öðru eða sigr- arnir unnir i rúmi hjá kvenfólki, sem lyktaði ekki sem bezt. með skáldsögu sinni, Maður og samvizka hans. Nú var það sumarið 1785 að Gústaf III var á heimleið frá Sviaborg. Karl Agúst Ehrensvárd, flotaforinginn, var i þeirri för á öðru skipi, sem hrað- sigldara var en konungssnekkjan Amadis. Alkunna var, að konungar áttu það til að vera fyrtnir, og þess vegna þorði flotaforinginn ekki að sigla fram úr herra sinum án leyfis. Þess vegna sendi hann einn liðs- foringja sinna yfir á konungssnekkju til þess að leita slikrar heimildar. Þá hittist svo á, að heldur betur var öl á könnunni hjá konungi, og er svo að sjá, að það hafi ekki verið með öllu dæmalaust. Setti hann sendimanninn til borðs með sér, og þegar hann kom aftur yfir á skip flotaforingjans var hann svinfullur. En með þvi að vel lá á konungi, hafði hann veitt leyfi til þess, að Ehrensvard sigldi sem honum likaði, en samt átti hann fyrst að sigla upp að hliðinni á konungssnekkjunni. Þetta gerði Ehrensvárd, og stóð þá konungur á þiljum uppi með drykkju- bræðrum sinum. Jafnskjótt og skip flotaforingjans var komið nógu nærri hóf konungurinn og föruneyti hans að kasta hráum eggjum á flotaforingjann og menn hans og skip. Varð þetta mikil skothrið og hörð, og þegar flotafor- inginn komst undan, var allt löðrandi i eggjarauðu — segl, borðstokkar, þiljur og menn. Þetta var mikil skemmtun og góð, og hafði konungur ekki fengið aöra betri i langa tið. Hann vildi þess vegna halda leiknum áfram, þótt flota- foringinn væri kominn úr kastfæri. Hann tók þess vegna eitthvað tuttugu egg og kastaði þeim framan i her- bergisþjón sinn, og þegar flótti brast i hirðmannasveitina, sem fylgt hafði honum á þiljur, lét hann fjögur egg fljúga i hnakkann á ágætum vini sinum, hirðmarskálkinum Hans Hinrik von Essen. Urðu það lyktir eggjabardaga rokokókóngsins, að allir kapparnir hnigu óvigir og sofnaði hver, þar sem hann var kominn. En liklega hafa þeir þurft eitthvað að hressa upp á parrukin, þegar þeir vöknuðu ef þeir hafa borið þau á sjónum. Af þessu má sjá, að Gústaf III hefur ekki látið fágun hirðlifsins og um hverfisins aftra sér frá þvi að gamna sér. Atkvæðameiri var þó Friðrik Vil- helm von Hessenstein, „náttúrlegur” — það er að segja laungetinn — sonur Friðriks I, þýzkættaðs konungs Svia fram um miðja átjándu öld. Honum leyfðist hvergi innganga i veitingakrá, svo tiginborinn sem hann var, þvi það var siður hans að gripa til skamm- byssu sinnar og skjóta á hvað sem fyrir var, ef honum likaði ekki matur- inn. Það var lika hann, sem hellti úr blekflösku i rúmið sitt i myrkri að næturlagi. Hann hélt sem sé, að það væri ilmvatn i flöskunni, en svo bölvanlega stóð á fyrir honum, að kvenmaður sem fylgdi honum til sængur, hafði af slysni sinni „saurgað rúmið”. Og úr þvi ætlaði konungsonu- urinn að bæta, þvi honum gazt ekki að lyktinni — lái honum hver sem vill... Frá þessu og mörgu öðru fleira af sama tagi sagði flotaforinginn Karl Ágúst Ehrensvard hinni ungu konu sinni i bréfum sinum, og þess vegna eru þau lika prýðileg heimild um siði og háttu og margs konar ævintýri hefðarfólks, aðalsmanna, hirðmanna og konunga, á siðustu áratugum át- jándu aldar. Ein sagan er um stórmennið Rutgen Maclean, barón og gósseiganda á Skáni. Hann hljóp ber fram úr rúmi sinu einn kaldan vetrarmorgun, þvi að logandi viöarbútur hafði dottið út úr ofninum og oltiö fram á gólfið. Hann ætlaði að sparka honum inn i ofninn, en gleymdi, að hann var berfætt ur. Fóturinn var léttari en hann ætlaði, og þess vegna fór hann inn i ofninn með viðarbútnum. Um Sviþjóð og Svia segir flotafor- inginn margt ófagurt i bréfum sinum. Sviar eru heimskir og skitugir fylli- raftar, sem ekkert kunna, ekkert geta og ekkert vita. Smáland, þetta hunda- osta - og geitabæli, er ekki annað en öskustó þar sem allt þefjar af gamalli steiktri sild, brunninni tólg og blautum viði. Það voru eiginlega bara aborr- arnir sem einhvers virði voru i hinni köldu, dimmu og illviðrasömu Sviþjóð. Þvi að það var afbragðsfiskur. Sunnudagsblaö Tímans 299

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.