Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 13
— Voru kynni þin af sveitalifi end anlega úr sögunni, þegar þú varst kominn á Suðurnesin? — Nei reyndar var það nú ekki alveg. Ég átti eftir að vera i sveit, og það á ekki ómerkari bæ en sjálfum Þingvöllum. - Það var sumarið 1914. — Hvað er þér einkum minnisstætt frá þeim tima? — Ég held.að mér sé minnisstæðast, þegar þangað kom stór hópur fólks af þýzku skemmtiferðaskipi, sem statt var i Reykjavik. Það kom allt riðandi, allt óvant hestum, og auk þess voru sumir reiðskjótarnir ekki sem æski- legastir - sumt af þessu voru bölvaður móbykkjur, enda var fólkið svo illa á sig komið, að það lagðist fyrir, og minnir mig það alveg vera i rúmi dag- inn eftir að það kom. En morguninn þar á eftir, klukkan tiu, kom allur hóp- urinn út og litaðist um. Það var skaf- heiðrikt veður, stillilogn og sólskin, enda var hrifningin á andlitum gest- anna næsta auðséð. En Adam var ekki lengi i Paradis. Ég held það hafi verið fyrir hádegi, sem hraðboði kom frá Reykjavik með þær fréttir, að það verði sendir allir bilar, sem til séu i Reykjavik til þess að sækja fólkið og flytja það sem skjót- ast til baka. Það var skollin á heims- styrjöld, og skipið, sem það var með, veröi að halda heim á stundinni. Auð- vitað varð þetta lika. Það komeitthvert slangur af bilum, en þeir voru nú hvorki margir né virðulegir i Reykja- vik árið 1914. Upp i þá fór þetta blessað fólk, og við sáum það vitanlega aldrei siðan. Ég veit ekki eiriu sinni, hvort skipið komst nokkru sinni alla leið til Þýzkalands. Hitt man ég vel, að mörg- um brá ónotalega við fyrstu styrj- aldarfréttina. Ég gat ekki betur séð, en sumir tárfelldu. Og ég hef oft siöan hugsað, að aldrei hafi neinir menn yfirgefið friðsælli og fegurri stað til þess að ganga til móts við meira öryggisleysi og ótta en þetta óhamingjusama fólk, sem hélt frá Þingvöllum á þessum kyrra og sól- fagra sumardegi. — En hvernig fannst þér annars að vera hestastrákur á Þingvöllum? — Það var að mörgu leyti ágætt, og vist bar það fleira til tiðinda en að sjá erlenda ferðamenn. Það komu oft, islenzkir ferðamenn á hestum. Fyrir þá var maður að snúast, og þá gat maður nú komizt i kynni við margan góðan gæðinginn - og var sannarlega reynt að nota sér slikt eins og hægt var. Einu sinni man ég, að Matthias Einarsson læknir kom á Þingvöll úr grasaferð. Hann reið jörpum hesti, úrvalsgæðingi. Hestinum kom hann fyrir til göngu i Svartagili, en bað mig Einar Guðmundsson — kominn heill i höfn úr ölium sjóferðum og hefur nú fast undir fæti í raftækjaverksmiðjunni i Hafnarfiröi. Ljósmynd: Timinn—GE. að lita til hestsins og helzt að koma honum á bak einu sinni i viku, svo hann afvendist þvi ekki alveg að vera beizlaður. Þetta gerði ég eins oft og við varð komið, og notaði þann jarpa með- al annars i kappreið, sem við þreyttum nokkrir strákar á Þingvöllum. Ég man lika eftir tveim Englending- um, sem komu og voru nokkurn tima á Þingvöllum. Annar þeirrahafðileyfi til þess að skjóta alla fugla, friðaöa og ófriðaða, til þess að stoppa þá upp. Hinn var bara venjulegur ferðamaður og gerði ekkert annað en að veiða i vatninu, öllum stundum. Þessi maður var nokkuð við aldur, og mun hann hafa verið i fylgd með náttúrufræð- ingnum til þess að leita þar halds og trausts, ef hann þyrfti sliks með á ferðalaginu. — Þú nefndir þarna áðan, að bileign Reykvikinga hefði verið heldur fá- skrúðug á þessum árum. Var ekki samt nokkur bilaumferð til Þingvalla, þegar þú varst þar? — Hún var aö visu nokkur, jú, en Sunnudagsblað Timans 301

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.