Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 16
Heimir Pálsson, cand. mag.: Þelamerkurskáldið Tarjei Yesaas III 1 leikritinu Ultimatum eða Úrslitakostir, sem út kom árið 1934, en var skrifað þegar haustið 1932. má kenna kjúpan styrjaldarótta og striðshatur Vesaas. Hann ræðst þar grimmilega — raunar með bein- skeyttari boðskap en mér er ella kunnur úr verkum hans — á styrj aldarboðendur og dýrkendur, á konur sem kveðja menn sina með kossum og húrrahrópum, þegar þeir láta teyma sig á vigvellina til slátrunar. Sú nánd Striðsins, sem þarna skin i gegn, er orðin að hræðilegum veruleika árið 1940. þegar hann skrifar skáldsöguna Kimen (Kimið), sem ástæða er til að gaumgæfa vel. Eins og viða i skáldsögum sinum gerir Vesaas sér hér ofurlitinn mikrókosmos.smáheim, þar sem hann getur á hinn bóginn veitt viðburðum og persónum ofurmennska stærð. Svip- aðri tækni hafði hann reyndar beitt i Leiknum mikla, þar sem sviðið var Síðari hluti ritgerðar. 304 litið annað en býlið á Bufast, en þar gegnir tæknin þó allt öðru hlutverki. t Kiminu er sviðið eyja, litil nafnlaus eyja. bar býr hópur fólks, naumast fleiri en svo, að öllum verði gerð nokkur skil. Minnir sagan að þessu leyti nokkuð á Manninn og máttar- völdin eftir Olav Duun og aðrar með liku sniði. Mestan hlut i Kiminu fær ein fjölskylda, Karl og Maria i Hlið, og börn þeirra tvö, Inga og Hrólfur. 1 upphafi sögu er allt með friði og spekt á eyjunni. Höfundur bregður upp mynd af hlöðunni i Hlið, eins konar minnisvarða þess tima, þegar bóndinn Karl kom heim frá námi ungur maður og ætlaði að búa stórt. I hlöðunni eru nú meðal annars tvær fullorðnar gyltur með grisi, gamall göltur og ung gylta, sem einmitt er að gjóta. t næsta kafla segir frá aðkomu- manni, Andrési Vest að nafni. Hann hefur lent i slysi, sprengingu i verk- smiðju. Höfundur segir: „...Margir þeirra, sem lifðu það af, áttu taugar sinar óskemmdar. Ekki hann. Hann hafði skaðazt án ytri merkja, hafði fengið i sig þessa eirðarlausu leit að hlutum, sem hann fann aldrei. Að þessum friði, sem ekki var ætlaður honum, þar sem allt náöi fullkomnun.” Fljótt á litið skyldi maður ætla, að einmitt á þessari eyju ætti slikur friður heima. En hann varir ekki lengi Slátrarinn kemur að Hlið, og við hljóðin i skornum grisum tryllast eldri gylturnar, mæður þeirra, brjóta spilin og berjast, þangað til yfir lýkur og þær hrapa ofan i tóman brunn. Við þessi tiðindi hefur unga gyltan lika fengið nóg: hún étur nýfædda grisina — einmitt á þvi augnabliki, sem Andrés Vest kemur i hlöðudyrnar. Biluðum taugum hans er sýnin ofraun. Hann flýr út i skóg. Með djöfullegri bragð- visi lokkar hann Ingu i Hlið með sér á afvikinn stað i skóginum og drepur hana með köldu blóði. Nú hefst trylltur eltingaleikúr, sem flestallir eyjarskeggjar eru látnir taka þátt i. Leiðtogi er Hrólfur i Hlið. Karl, faðir hinnar myrtu, er að heiman, hefur brugðið sér til nágrannaeyjar, en kemur aftur einmitt i þann mund, sem Andrés Vest er króaður af við hlöðuna i Hlið — og blóðhefndinni er fullnægt. Allur er þessi hluti bókarinnar hroðaleg og djúptæk könnun, sem einkum beinist að tvennu: veikluðu sálarlifi Andrésar Vests, en þó einkum múgæðinu, sem gripur þetta sára- venjulegt fólk á eynni, breytir þvi á örskammri stundu i blóðþyrst villidýr á mannaveiðum. Allt gerir svo Vesaas þetta óhugnanlegra með likingunni við svinin. Fyrst er gyltunum likt við mæður með börn, siðan sýnt, hvernig likingin er gagnkvæm. En Tarjei Vesaas er ekki sá maður, að hann skilji þarna við sögupersónur sinar. Þá hefði Kimið aldrei orðiö annað en æsispennandi reyfari, i bezta falli könnun á valdbeitingu og múgæði. En þegar æðið fer af mönnum, verður þeim ljóst, hvern verknað þeir hafa drýgt: hefnt með ofbeldi fyrir of- beldisverk, unnið af vitskertum manni. Smám saman beinast augun að Karli i Hlið. Hann er krafinn rétt- lætingar af syni sinum og öðrum, i hans þágu hafi verkið verið unnið. Hrólfi er kennt um ódæðið, og hann krefst skilnings foreldra sinna og fyrirgefningar. betta samtal fer fram i herberginu, þar sem lik Ingu stendur uppi: ,, — Eg veit, að þið getið sett ykkur i min spor og að þið viljið styðja mig. Karl i Hlið sagði: — Þú getur ekki fengið neina sýknu frá okkur. — Við hvert skref á heimleiðinni Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.