Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 15
sig sjó, hvað þá að þeim hvolfdi. Þetta voru hinar mestu ágætisfleytur, að öllu öðru leyti, en þvi, að það var held- ur vont að vera á þeim i úfnum sjó,þá vildi gefa á. En þetta voru feikilega þægilegar hjálparfleytur, og Frakkar notuðu þær afarmikið hér fyrrum. Þeirra doriur voru bara miklu minni en okkar, og aðeins með lausum þóft- um, enda stöfluðu þeir þeim eins og hverjum öðrum bölum, þegar ekki var verið að nota þær. Og þeir notuðu þær geysilega mikið, bæði hér við land og eins á Grænlandsmiðum. — Voru þá stærri skipin, eins og til dæmis Imperialist, sem þú varst á, að- eins nokkurs konar móðurskip, en doriurnar sjálf fiskiskipin? — Já, einmitt. Við á Imperialist vorum með sex doriur, en þegar við komum á Grænlandsmiðin, voru þar fyrir tvö móðurskip með sinar sex doriurnar hvort, og auk þess aðal- móðurskipið, Helder, það var með þrjátiu og tvær doriur. Helder var geysimikið skip, hvorki meira né minna en fimm þúsund lestir, að stærð, og hafði innan borðs sjúkrahús, bakari ogyerzl., þar sem hægt var að kaupá svo að segja hvað sem var - nema neftóbak! Auk þessa voru svo tvö flutningaskip, sem fluttu okkur vistir, og verkamenn, sem önnuðust flutning á kolum. — Mér telst svo til, að þú sért búinn að nefna um fimmtiu doriur. Maður gæti haldið, að allur sá floti hefði ekki aflað neitt smáræði. — Rétt er nú það. Það var nóg af lúðunni, og ekki heldur slegið slöku við veiðarnar. Það er kannski ekki trú- legt, en engu að siður dagsatt, að það voru stöðugt sjö togarar i förum að flytja fiskinn frá okkur til Englands - og veitti ekki af. Fyrir nú utan það, sem fór i móðurskipin. Að visu voru togararnir lengi á leiðinni, en þó sýnir þetta, að veiðin var ekki neitt smá- ræði. — Og ykkur leið vel, þarna i útlegð- inni? — Já, okkur leið öldungis Ijómandi vel. Að visu var þetta nokkuð erfitt i fyrstu, þvi við komumst ekki alveg strax upp á það lag, sem Norðmenn- irnir kunnu. En þegar við höfðum ver- ið þarna eitthvað hálfan mánuð eða svo kom einu sinni til okkar norskur skipstjóri. Tryggvi ófeigsson tók hann þá til sin upp i brú og spurði hann spjörunum úr, og eftir þetta tók okkur að ganga miklu betur. — Það þarf auðvitað ekki að spyrja að þvi, hvort þið hafið ekki haft góðan viðurgerning? — Blessaður vertu. Þetta var ágæt- isfæði, sem við höfðum. Einu sinni fengum við þó kjöt frá Skotlandi, og það var svo feitt, að segja mátti, að það væri gersamlega óætt. Þetta var likara mör en kjöti. En heilsufarið var svo gott, að enginn maður fékk alvar- legri sjúkdóm en kvef. — Og samkomulagið? — Já, það var nú gott. Tryggvi Ófeigsson var okkur ekki aðeins góður sanngjarn skipstjóri, heldur eins og bezti faðir, svo ungur sem hann þó var að árum. — En hvað um hafisinn? Urðuð þið aldrei neitt varir við hann? — Nei. Hafis sáum við aldrei, svo ekki hefðu þeir, sem heima sátu, að heitið gæti þurft að hætta við ferðina þess vegna. — Og þá hafa vist ekki aðrar hættur sótt ykkur heim, svona um hásumar- ið? — Það er nú vist varla hægt að segja það, en þó er vissulega alltaf sá mögu- leiki fyrir hendi. Þannig komst til dæmis ein dorian i kast við bláhveli, og það endaði með þvi, að þeir urðu að hella oliu i sjóinn til þess að forðast hana, skepnuna, á ég við. — Gátuð þið aldrei komizt neitt i námunda Við grænlenzkar meyjar? — Uss, biddu fyrir þér. Nei, ég held nú siður. Við vorum þarna úti i regin- hafi, vist einar hundrað sjómilur út af Godtháb. En það er margt fleira en fallegar konur, sem gefið getur lifinu gildi, og þetta lif okkar, þarna á haf- inu, var á margan hátt heillandi fyrir unga menn. — En nú hefur sjómennska þin ekki verið bundin lúðuveiðum við Grænland nema þetta eina sumar. Varstu ekki lika á sildveiðum? — Jú, mörg ár, með öðrum orðum allt til 1949, þá hætti ég og fór i land. — Hvað tókstu þér þá fyrir hendur? — Þá réðist ég til Magnúsar Kjartanssonar málarameistara og Sveins, sonar hans, sem núna rekur sölu fyrir B.P. hérna i Hafnarfirði. Ég réðist að visu ekki fyrst nema nokkra daga, i reyndinni urðu það fimm ár. Þá hætti ég.þvi að smurstöðin, þar sem ég hafði unnið, var að leggja sina starfsemi niður. Þá gekk ég á fund Axels Kristjáns- sonar i Rafha og bað hann um vinnu. Axel sagði, að ég væri orðinn of gam- all, og auk þess vildi hann ekki taka mig þaðan sem ég væri. Ég svaraði, að ég væri hættur þar, hvort sem væri, svo það kæmi út á eitt. Ég man nú ekki, hvað við töluðum fleira um þetta, en svo mikið man ég, að Axel var að leggja á stað i siglingu, og það var allt óútkljáð á milli okkar, þegar hann lagði af stað. En þegar hann hafði skamma hrið verið i siglingunni, sendi hann skrifstofustjóra sinum skeyti, þar sem hann lagði fyrir hann að hringja heim til min og ráða mig. Hvernig á þeim sinnaskiptum stóð, veit ég ekkert, en þarna i Rafha hef ég unnið siðan, i full sextán ár, og uni lif- inu hið bezta. — Það fer nú senn að styttast i þessu rabbi okkar, Einar, en áður en við skiljum, langar mig að vikja ofurlítið að þinum persónulegu einkamálum. — Já. Ég kvæntist árið 1924, 24 ára að aldri, og það sama ár byggði ég þetta hús hérna, og þótti vist sumum félaga minna þar nokkuð mikið i ráð- ist, þótt ekki myndi ungum hjónum nú þykja þetta neinn munaður. Hér höf- um við nú búið öll þessi ár, og eignazt tvo syni og fjögur barnabörn. Kona min heitir Ólöf Sigurðardóttir og er fædd á Hellissandi, en ættuð frá Seljum á Mýrum. — Og þér finnst lifið ekki hafa verið neitt sérlega slæmt við þig? — Nei, ég held nú ekki. Ég hef verið hamingjusamur maður og óvenjulega Framhald á 310. siðu. Hafnarfjarðarbær, þar sem Einar Guömundsson hefur lengi búið. Sunnudagsblaö Tímans 303

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.