Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 6
staðnæmdist hesturinn, en maðurinn leið inn um læstar dyr, inn i rúm sitt. Sá hann þar sjálfan sig i rúminu og fannst honum hann verða aftur þar að einum manni, sameinast þvi, er i rúminu lá. Féll hann siðan i fastan svefn og vaknaði endurnærður og ákveðinn i þvi að takast á við erfiðleikana og sigrast á þeim. (Nýleg, sönn saga.) Loforðið Ritfær maður hafði heitið vini sinum þvi að minnasthans i blaði, ef svo bæri til, að hann dæi á undan. Þannig fór, en dánargreinin dróst úr hömlu og liðu tveir mánuðir. Þá dreymdi rithöfundinn, að vinur hans kom og sagðist orðinn lang- eygður eftir að sjá greinina sina. Ekki skipaðist dreymandi við það og leið enn mánuður. Birtist honum þá sá dáni aftur i draumi, og var hann nú argur i skapi. Sagðist hann ekki hafa reiknað með slikum vanefndum, og vildi hann ekki við það una. Sagði hann illt að svikja þá, er lifðu, en hálfu verra væri þó að svikja þá dánu. Með það hvarf hann úr draumn- um. Næsta dag tók rithöfundurinn sig til og skrifaði allgóða minningargrein og kom henni i blað. Nóttina eftir, að greinin birtist, dreymdi rithöfundinn þann dána, og var hann nú með gleðisvip. Sagðist hann eigi oftar skyldi ónáða hann og bað hann heilan að lifa. Efndi sá látni loforð sitt, þvi aldrei varð rithöfundurinn hans oftar var. Bræðratafl Einu sinni voru þrjú systkin, Bjarni, Jón og Sigriður, á bæ vestanlands. Þau voru við aldur, höfðualdrei fest ráð sitt, og bjuggu saman góöu búi. Ekki voru þau bókhneigð, en bræðurnir voru skákmenn góðir. Höfðu þeir taflborð standandi i borð- stofu sinni og léku ein leik hvor á dag. Höfðu þeir þvi umhugsunarfrest góðan, en svo jafnir voru þeir, að varla brá út af að þeir gerðu jafntefli. Þótti þeim það miður og reyndu báðir að auka þekkingu sina á skák- sviöinu eftir mætti. Fór svo fram um hrið, en jafntefli hélzt, þvi að afstaða þeirra til þekkingarleiða var að sjálf- sögðu næsta lik. Svo bar það til einn daginn að Bjarni veiktist hættulega. Hélt hann áfram taflinu meðan hann hafði ráð og rænu, en svo fór að hann lézt eftir viku.. Varð hann systkinum sinum harmdauði og veittu þau honum veglega útför að þeirrar tiðar hætti. Taflið stðð óhreyft i baðstofunni, þar til i erfidrykkjunni. Þá sáu menn sér til undrunar að hvitt peð færðist fram á taflborðinu. Var þá Jón höndum flótari að leika fram svörtu peði. Tók nú Jón gleði sina, enda lék sá óséði, sem allir töldu vera Bjarna einn leik á dag, sem verið hafði áravani þeirra bræðra. En nú brá svo við, að Jón tapaði hverju tafli. Það stoðaði ekki, þð að hann leggi sig allan fram, þvi að sá liðni virtist hafa gengið i það góðan taflskóla, að hann lék enga afleiki og kom stöðugt með nýjungar sem aumingja Jón hafði aldrei séð. Þetta gramdist Jóni svo mjög aö hann lagðist veikur og lézt skömmu siðar. í erfidrykkju Jóns léku tveir ósýnilegir keppendur og var nú sveitungum þeirra nóg boðið. Sigriður, sem var ein eftir á bænum, varð nii sem einmana, að eina gleði hennar var að fylgjast með tafli látinna bræðra sinna. Nú var aftur jafntefli i hverju tafli. Eftir fráfall Sigriðar var jörðin seld, þar sem þeu systkini áttu enga nær- komna ættingja. Nýi bóndinn brenndi taflið, og lauk þar áralangri baráttu bræðranna, Bjarna og Jóns, lffs og liðinna. (Heyrt i æsku i Dölum) Sungið á ensku Það er febrúarnótt ársins 1934. Skólapiltur á Reykjaskóla vaknar skyndilega og getur ekki sofnað aftur. Honum finnst hann verða að fara út, þvi að inni sé kæfandi hiti, svo að hon- um íiggi við köfnun. Hann klæðist 'því og gengur út. Tunglið veður i dökkum skýjum og stormhryðjur skella á piltinum, þar sem hann stendur litt klæddur á möl- inni utan skólans. Allt i einu eygir hann ljósbjarma i vestri, sem færist nær og stækkar og stækkar eftir þvi meir, sem nær kem- ur. Loks sér pilturinn stórt skip i miðj- um bjarmanum. Hann sér menn við borðstokk skipsins og heyrir þá syngja. Hann heyrir að þetta er sama lagið og sungið er við ,,Hærra minn Guð til þin”, en textinn er sunginn á ensku. Raddir mannanna eiga þá ægi- fegurð og þann þrótt jafnframt ólýsan- legu öryggi. að annað eins heyrir pilt- urinn eigi siðar á ævidögum. Skipið liður til austurs og hverfur og með þvi siðustu ómar þessa undur- fagra söngs, en eftir stendur pilturinn einn i dimmri vetrarnóttinni. Hann fer sina leið inn i rúm sitt og segir tveim skólafélögum sinum þennan fyrirburð um morguninn. Að kvöldi næsta dags kemur sú frétt i Rikisútvarpinu, að þessa sömu nótt hafi enskt skip farizt með allri áhöfn við Látrabjarg. Nokkru siðar skrifar skólapilturinn, að áeggjan félaga sinna, stutta frá- sögn um þennan næturviðburð i skóla- blað Reykjaskóla. Var það hans fyrsta tilraun á ritvelli. (Eigin minning) Sózt eftir mynd Listmálari i Reykjavik hafði lofað gömlum manni, kunningja sinum, að mála af honum mynd. Þetta dróst og lézt gamli maðurinn áður en byrjað var á myndinni. Þá brá svo við eftir jarðarförina að listmálarinn varð var við kynlegan umgang upp stiga að vinnustofu hans, en hún var á efri hæð i gömlu timbur- húsi. Þekkti hann fótatak hins liðna vinar sins og þótti nóg um, en þó tók fyrst steininn úr, þegar bankað var hvað eftir annað að dyrum vinnustof- unnar. án þess að nokkur sæist kominn, þegar að var gáð. Ekki þreyttist sá framliðni á gangi sinum um stigann og banki á hurð fyrr en listmálarinn tók að mála mynd af honum. Lét hann þá af fyrirganginum á meðan. nema þegar svo var,að list- málarinn vildi hvila sig á andlits- myndinni og taka til við aðra, þá brást ekki, að hann hóf aðgeröir á ný. Loks var myndin búin og nóttina fyrstu eftir það dreymdi listmálarann gamla manninn. Var hann hýr á svip og sagöist ánægður með efndir list- málarans. Mundi hann ekki þurfa að leggja á sig meiri stigagöngur eða hurðabarsmið i bili. Hvarf hann að þvi sögðu. en mynd þess framliðna hangir enn á vinnustofu listmálarans og sá sá, er þetta ritar, hana þar fyrir stuttu og heyrði um leið frásögn þessa. *¥r 846 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.