Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 13
(Timamynd: Gunnar)
lásum „atómskáldin” með mikilli
hrifningu og þegar Jóhannes úr Kötl-
um gaf út sina ljóðabók undir nafninu
Anonymus, þá las maður þetta og
talaði um það af geysilegu viti og þótt-
ist vera alveg viss um hver höfundur-
inn væri!
Þið hafið sem sagt lesið fleij-a en
námsbækurnar brotið heilann um
fleira en þar var á borð borið.
— Já, við vorum alltaf að lesa og
þykjast vera að lesa annað en náms
bækurnar og maður hafði feikilegt vit
á því öllu saman.
Ég var svo heppin að lenda i sérlega
skemmtilegri kliku, þegar ég var i
menntaskóla. Ég var eina kvenpers-
ónan i hópnum, hitt voru skólabræður
minir, allir hinir mestu spekingar og
gáfnahestar.
— Er ekki leyfilegt að spyrja um
nöfnin?
— Við vorum fjögur i kjarnanum,
Þorvarður Helgason, núverandi leik-
listargagnrýnandi Morgunblaðsins,
Wolfgang Edelstein, sem nú er próf-
essór i uppeldisfræðum i Berlin, og
Þorkell Grimsson, sem lærði fornleifa-
fræði og er nú safnvörður i Þjóðminja-
safninu.
Við hittumst heima hjá mér flesta
daga, og ég gaf þeim te i litla bláa her-
berginu minu og svo var rætt af miklu
andriki. Við kölluðum okkur tesófist-
ana, af þvi að við vorum alltaf að
drekka te eins og fint fólk.
Þarna i bláa herberginu minu, varð
til bókmenntatimaritið „Vaka”, sem
þeir strákarnir gáfu út eftir að við vor-
um orðin stúdentar og er nú orðið
mikið raritet.
— Bókmenntir hafa þá verið þitt
hálfa lif, allt frá þessum andriku
æskudögum?
—Nei, blessaður vertu, það eru
ýkjur. Það er svo margt annað spenn-
andi, sem upptekur minnst þrjá
fjórðu. En þegar ég var i Frakklandi,
lagði ég stund á bókmenntir, meðal
annars. Þaö er nefnilega svo skrýtið
að þótt hlutskipti mitt hafi orðið að
kenna frönsku, þá stundaði ég hana
alls ekki sem námsgrein, þegar ég var
þar i landi. Auðvitað las ég á frönsku
námsefni mitt, en það var samt ekki
fyrr en ég var aftur komin hingað
heim,sem ég tók próf i franskri tungu.
— Þú nefndir þarna áðan, að móðir
þin væri hjúkrunarkona. Þú myndir
kannski vilja segja lesendum okkar
dálitið meira um æskuheimili þitt?
— Já þvi ekki það. íslendingar hafa
svo gaman af persónusögu. Ég er
mikill Reykvikingur. Fædd við Tjörn-
ina — hvorki meira né minna, að
Tjarnargötu 14, á efri hæðinni, en þá
leigðu pabbi og mamma þar hjá Ólafi
Sunnudagsblað Timans
Vigdis Finnbogadóttir
Lárussyni, prófessor, og i þvi virðu-
lega húsi fékk ég að sjá fyrst dagsins
ljós. ólafur Lárusson var mikill vinur
minn, þegar ég var i frumbernsku, þvi
einu minningar minar frá Tjarnargötu
14 eru tengdar honum. Þau hjónin,
prófessor Ólafur og frú Sigriður kona
hans, voru einstaklega barngóð og ég
sótti mikið til þeirra. Ég lærði vist að
ganga i kringum borðstofuborðið hjá
honum, — eða þeim hjónunum, réttara
sagt. Hann spurði mig eitt sinn, hvort
ég væri ekki hrædd við bila. En ég,
hetjan unga, sagði auðvitað nei, ég er
ekkert hrædd við þá. Þá sagði minn
góði vinur, prófessor Ólafur: Ef þú ert
ekkert hrædd við bila, þá verður þú
einhvern tima undir bil. Siðan hef ég
álitið það þjóðfélagslega skyldu mina
að óttast þessi samgöngutæki.
— Mig langar að heyra meira um
foreldra þina, áður en við leiðum hug-
ann frá bernskuárunum.
— Faðir minn er hafnarverkfræð-
853