Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 16
Söngurinn í sjóhúsinu Hugrún skrásetti undarlega frásögn aldraðrar konu Kristin Rögnvaldsdóttir, er varð fyrir þessari dularfullu reynslu, sem hér greinir frá, er búsett í ölafsfjarð- arkaupstað. Ung að árum fluttist hún með for- eldrum sinum, Guðlaugu Kristjáns- dóttur og Rögnvaldi Rögnvaldssyni úr Fljótum, niður að Kviabekk i Ölafs- firði, þar sem foreldrar hennar bjuggu siðan miklu rausnarbúi i marga ára- tugi. Ég hefi áður komið á framfæri, eftir hana bæði smásögum og frásög- um i blöð og útvarp, og hefir þótt feng- ur að, og enn mun hún hafa frá mörgu sérkennilegu að segja. Er ég ræddi við hana siðast, hafði hún orð á þvi við mig, að sér þætti mið- ur þegar hún yrði þess áskynja að fólk væri að tortryggja sannleiksgildi frá- sagna, eins og þeirra er birzt hafa eftir hana, og kalla það draugatrú eða spiritisma. Þessi gáfa, sem Guð gefur einum fremur en öðrum, að fá að sjá, skynja eða heyra, á heldur ekkert skylt við galdra eða að ,,kunna eitt- hvað fyrir sér”, eins og komizt var að orði fyrr á timum um þá, er æfðu sig uppi það að reyna að gera náunganum mein með illum hugsunum og aðgerð- um. Hún óskar þess að segja aðeins blátt áfram og satt frá ógleymanlegum at- burðum, sem urðu henni til aukins þroska og næmari skilnings á marg- þættri tilveru hins dulda. Einstaka maður fær að skygnast inn fyrir tjald þess, er skilur á milli heimanna, án þess að eiga sjálfur nokkurn þátt i að reyna að lyfta upp tjaldskörinni. Kristin hefir aldrei alið á þvi að gera nokkra tilraun til þess að skygnast inn fyrir. Það, sem hún hefir reynt, hefir opinberazt henni algjörlega óvænt og fyrirvaralaust, það hefir heldur aldrei vakið hjá henni ótta eða undrun. Þetta hefir bara verið svona, einskonar ivaf i uppistöðu lifsins. Ungri að árum var henni kennt af foreldrunum að trúa á Guð og heilaga þrenningu. Það væri hin eina sanna trú, undirstaða lifsins. Trúin á Jesúm Krist væri hinn eini sanni gæfuvegur. ,,Og það hefir reynzt rétt”, segir Kristin. Heimurinn er á heljarþröm, vegna þess að hann þykist ekki þurfa á Guði eða frelsara að halda. Þar liggur meinið. Hún hefir frásögn sina á þessa leið. „Það sem ég ætla nú að segja frá, gerðist að mig minnir 1920. Ég var þá starfsstúlka i nokkra mánuði hjá þeim sæmdarhjónum Jórunni Jónsdóttur og Jóhannesi Jörundssyni i Hrisey. Niður við sjóinn stóð gamalt sjóhús, sem þau hjón höfðu afnot af bæði til beitningar og geymslu. Húsmóðir min sendi mig oft niðureftir til þess að sækja hitt og þetta, sem nota þurfti á heimilinu, og áminnti mig þá alltaf um að sperra eitthvað við hurðina, til þess að hún skelltist ei aftur. Fannst mér þetta bæði einkennilegt og óþarfi. Ég fór þvi ekki að ráðum hennar nema fyrstu dagana, en spurði einskis. Svo var það eitt sinn i bliðskapar- veðri, seint að kvöldi i skammdeginu, að ég þurfti sem oftar niður i sjóhúsið, en sinnti þá ekki viðvörun húsmóður minnar, að gæta hurðarinnar, fannst það algjör óþarfi sem fyrr. Á meðan ég var að taka til það, sem ég átti að sækja, heyri ég að hurðin skellist aft- ur, með harki miklu. Mig furðaði á þessu, þar sem úti var blæjalogn og ekki vottur af dragsúg i húsinu. Mér varð ekki meira um, en það að ég hélt áfram við það sem ég var að gera, og þegar þvi var lokið ætlaði ég beinustu leið út, en varð þá vör við að ég var læst inni, og komst þvi ekki leiðar minnar. Mér fannst þetta allundar- legt, en kenndi þó einskis ótta. Fór ég nú að athuga hvað gera skyldi, hvort ég kæmi auga á nokkra aðra útgöngu- leið, eða yrði vör mannaferða i kring- um húsið.Þegar svo var ekki hugsaði ég með mér, að ég yrði bara að vera þolinmóð þetta hlyti að enda vel, þar sem fólk færi að óttast um mig, þegar ég kæmi ekki heim. Og húsmóðir min vissi hvert ég hefði farið. Tók ég nú það til bragðs að fara að rölta um hús- ið, og kanna vistarverurnar, þvi að þær voru margar niðri, auk geymslu- loftsins yfir öllu húsinu. t einu stóru herbergi þarna inni voru fjórtán gamlar kojur, og datt mér i hug að ganga þangað inn, og skygnast þar betur um, en þegar að þvi kom að hönd min snerti snerilinn á hurðinni, heyri ég undurfagran söng, raddir margra karlmanna. Textann skyldi ég ekki, en tónarnir náðu þvilikum tökum á mér, að ég varð eins og dáleidd og hreyfði mig ekki úr sporum. Þótt þetta væri skilningi minum of- vaxið, varð ég ekkert hrædd. Söngur- inn varaði góða stund, annars held ég að ég hafi tapað timaskyninu á meðan ég stóð þarna og hlustaði. Ég hrökk upp frá þessu einkennilega ástandi við það, að nafn mitt var kall- að úti, og þekkti ég þar rödd vinnu- manns húsbónda mins. Hann hafði verið sendur til þess að vitja um mig. Ég gaf mig strax fram, en sagðist ekki geta opnað hurðina, hún væri eins og nelgd i falsið. ,',Er allt i lagi með þig sjálfa?”, spurði hann. „Allt i lagi með mig?”, sagði ég, „jú þvi ætti það ekki að vera. Það er ekkert að mér”...... „Þú skalt vera róleg”, sagði hann, „ég ætla að hlaupa heim og fá hjálp til þess að koma þér út”. Ég heyrði að honum var mikið niðri fyrir, og hvað var maðurinn eiginlega að tala um, að ég skyldi biða róleg? ég gat ekki verið rólegri en ég var. Liðan min var i alla staði góð. Ég fann meira að segja til sælutilfinningar. Vera min þarna inni var gjöf mér til handa. Ég heyrði vinnumanninn hlaupa frá húsinu. Eftir litla stund heyrði ég mannamál, og þekkti að þar var húsbóndinn kominn með honum. Þeir höfðu með sér áhald til þess að sprengja upp hurðina, því að lykill fyrirfannst enginn. Spurðu þeir mig hvort ég hefði ekki orðið hrædd, þegar hurðin skall að stöfum i blæjalogninu, og ég var lokuð inni. Ég sagði sem var, að mér hefði liðið ósegjanlega vel, og hefði ekki fundið til ótta. Ég undraðist hvað þeir voru ^ular- fullir á svipinn og hve einkennilega þeir litu til min. Ég spurði þá einskis, enda var ég enn i einhverju dáleiðslu- ástandi, og fannst heldur ekki að ég þyrfti að spyrja neins. Þegar heim kom ringdi spurningunum yfir mig. Hvort ég hefði ekki sperrt við hurðina? Hvort mér hefði ekki orðið ónotalega við þegar ég komst ekki út? og hvort ég hefði ekki orðið yfir mig hrædd? É g sagði sem var, að mér hefði fundizt óþarfi að láta nokkuð við hurðina, og ekki fundið til hræðslu. Húsmóðir min sagði „ég varaði þig strax við þvi að hafa hurðina lausa. Það hefir ýmislegt komið fyrir i þessu húsi nú á seinni ár- um, en ég ætlaði ekki að segja þér frá þvi, án þess að tilefni gæfist, til þess að þú yrðir ekki myrkfælin”. Svo bað hún mig að segja sér frá þvi, hvers ég hefði orðið vör. Ég sagði sem var, að ég hefði heyrt fagran söng, raddir margra karl- 856 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.