Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 22
Orftsnjall og hugkvæmur maður talaöi cinhvern tima fyrir löngu um „menninguna i minningunni” og oftlega hefur veriö vitnaö til þeirra oröa siöati, þegar menn hafa viljað minna á menningargildi arf- leifðarinnar. Til þess má ncfna eölilegar orsakir, að ung þjóö og litil geti gerzt gleymin á þessi sannindi, þegar heimsumskipti svipta henni allt i einu úr gömlum ham einangrunar inn i nútimaheim tækni og hraö- fleygra samskipta, og hún veröur að reyna að ná þeim á fáuni áratugum, sem komnir eru margar dagleiðir sögunnar á undan. Þess hafa sézt merkin hér á landi siðustu áratugi, og i byggingarákafanum hafa menn oft gleymt „menningu minningarinnar” og fórnað dýrmætri arfleifö fyrir nýjungar. Hafa af þeirri gleymsku oröiö ófá slys, sem aldrei veröur fyrir bætt. Nú má ekki mæla meö ailt of mikilli íhaldssemi i þessum efnum, og ekki verður gengiö fram hjá þeirri staðreynd aö hið gamla, sem tilheyrir liönu lifi, veröur ærið oft að vikja fyrir hinu nýja. Hér gildir sú lifsregla sem annars staðar, að farar- gæfan veltur á þvi, hversu tekst að gæta m undangshófsins, hvernig hægt er aö gera sér nýjan stakk án þess aö glata þvi sem gildi hefur frá liöinni tiö og varðveita það, án þess aö láta það verða þránd í götu fram- sóknarinnar, hvernig hægt er að hafa „menninguna i minning- unni” I ferðatöskunni. Glöggt dæmi og eitt af mörgum — um það hvernig menn sópa gamalli „minningu” brott i hugsunarleysi er til að mynda það, er gömlu kirkjunni i Reykjahlið við Mývatn var svipt brott, þegar ný kirkja var risin á staðnum. Þetta gamla og merkilega hús átti sér samastað i þjóðarvitundinni og átti þvi að fá að standa, meðan stætt var fyrir höfuðskepnunum. Á siöustu árum hefur skilningur manna á „menningu minningarinnar” vaxið mjög eftir umrót fyrsta breytinga- skeiðsins á islenzkri nýöld, og umræða sú, sem verið hefur ofarlega á baugi siðustu misser- in um svonefnda Bernhöftstorfu i Reykjavik, er glöggt vitni um það. Fram um 1960 töldu flestir þaö sjálfsagöan hlut, að þessi gömlu minningahús vikju hiklaust fyrir nýjum stór- byggingum. En þá komu upp raddir um varðveizlu þeirra, og þær raddir hafa siðan orðið æ fleiri og hærri. Þeirri skoðun vex óðfluga fylgi, að þau eigi að varðveita, og unnt sé að fá þeim mikilvægt menningarhlutverk á nýjum tima. Það er ánægjulegt til þess að vita, að forvigismcnn þess máls skuli einkum vera nýbygginga- menn samtimans —arkitektar,- ............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................i............................................................................................................... titgefandi: Framsóknarflokkurinn , Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.l. Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans) Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:sími 18300. Askriftargjalt yiiiii 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takiö. Blaöaprent h.f. Menningin i minningu gamla miðbæjarins í Reykjavik er mikil og gildi hennar vex með hverju ári. Vinnustöðvar dagsins eru sem óðast að flytj- ast út i nýrri borgarhvprfi — þessa dagana sjálf lögreglu- stöðin. Stjórnarráðið á að flytjast — hvað sem menn segja nú — i stærri og rúmbetri stöðvar á einhverri hæð i Austurborginni. Það er varla seinna vænna að gera sér stað- reynd þeirrar þróunar ljósa og ætla þeim stað, áður i algera landkrcppu er komið. Frum- hugmynd Kristjáns Friðriks- sonar um rúmgóða miðborg með risastórum listaverkum á Háaleiti er einhver visýnasta og skarplegasta tillaga sem fram hefur komið á seinni árum um skipulag Reykjavíkur. Gamli miðbærinn á hins vegar að fá að vera minninga - borg ein og kostur er á, og þar á að samræma ný og gömul gildi til hlutverks i framtiðinni. Laugaveg og Austurstræti þarf sem allra fyrst að firra bilaum- ferð nema til flutninganauð- synja á fáferlistimum sólar- hringsins. Varðveizlumenn Bernhöfts- torfunnar munu nú hafa i hyggju að herða enn róðurinn. Fólk ætti að veita þeim góöan stuðning. Viðhorf framtiðar- innar mun verða þaö að varð- veita þar „menninguna i minningunni” og þvi fyrr sem menn gera sér það ljóst og stöðva eyðinguna, þvi meira gull leggja þeir i lófa fram- tiðar. AK. Lausn a styttuna 55. krossgatuí, Ru n fí U RA R M / N N n A u T r U M l< L L SM'fí H A L L A 'A T'O N A X þ R 0 S K A S A S N'A K R / F / N U K'A T MAS !&AN RfíUKAMANN F ft R / R KR fí 'fl N J / Ð N 6 S K R ’fí N V 'o N / T S K U T TflffíR J R U K K U R U M R 'O K MÓ fíl R N 'O fí Rfí K o T A R F flc, fí B fí Þ'fí NÆ AMAfíN RUMUR fí P A NA N A F A R / N fl A L A N P / 'fí R A N A 862 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.