Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 11
þér eitt tækifæri til þess að komast i álit.” „Ég setti upp minn fallegasta svip og byrjaði: Dis min blið, ég dái þig dásamleg ert þú. Komdu frið og kysstu mig kvennadrottning nú. Mjúkur er vangi meyjar hýr mær, heit sólin skin. Lundurinn hlýr við lækinn býr ljufust ástin min. Munaðar gyðja, mærings efi mundu um eilifð mig. Þokkans unaðar, þráar sefi, þú veizt ég elska þig.” „Þií ert vonlaus”, sögðu stelpurnar og ég ákvað aö hætta að yrkja.” Morguninn eftir vöknuðum við Snati við ilmandi kaffilykt og Sverrir rétti mér kaffibolla. Alltaf er nú heitur sopi á morgnana notalegur og ekki er verra að fá rúsinugraut á eftir. Skömmu seinna geystis L-Rover Kristins i Hvammi i hlað og i honum voru þeir, sem brugðu sér i byggðina kvöldið áður. Var nú hægt að leggja af stað með reksturinn. Ég lagði á Glanna, en teymdi Feng. Nú var um að gera að vera vel riöandi, þvi féð vildi reyna að sleppa/ Sölvahrauninu og svo var vikurinn þungur undir fæti. Allt gekk þó vel, nema ein kindin neitaði ger- samlega að ganga, svo að ég þurfti að reiöa hana góðan spöl niður eftir vikrinum. Þegar að kom, kom ég henni þó af mér og var hún siöan tekin á bil, sem var á eftir. Glanni var nú búinn að fá nóg og ég lagði á Feng. Eitthvað fór nú að fækka mannskapnum við reksturinn, sumir drógust aftur úr, sungu og ræddu málin. Við Snati vorum hægra megin við safnið en fimm voru hinu megin og dugöi hundurinn á við fjóra. Guðmundur Kvaran dró ekki af sér við reksturinn, frekar en fyrri daginn, enda vel riðandi, hafði fengið Glóa lánaðan um morguninn. Um miðjan dag kemur hann til mín, ábúðarmikill mjög og er greinilega i vondu skapi yfir gangi mála. Þrifur hann i taum Glanna, sem ég teymdi og skildist mér, að hann ætlaði að taka hestinn, en svo var hann orðin hás, að vart greindust orðaskil hjá honum. Ég spurði.hvort Glói væri farinn að missa vilja, en sagði Glanna örugglega ekkert betri, þvi hann hefði bæði boriö mig og fé um daginn. Guðmundur hlýtur að hafa tekið þetta sem striðni, þvi hann horfði á mig drykklanga ÍLandréttum frá vinstri Jóhanna Guðmundsdóttir og Hörður Sigfússon, bæði úr Reykjavik, Eyjólfur Ágústsson i Hvammi (Landshöfðingi) og Brynjúlfur Thorvaldsson flugmaður. stund með eldingar i augunum, sagði mig aldrei þurfa að biðja sig um greiða framar, snaraðist af baki og gekk það, sem eftir var. Niður undir Galtarlækjarskógi mættum við Knúti Eyjólfssyni frá Hvammi, var hann hress mjög, enda nýtrúlofaður og með kærustuna með sér. Fékk ég nú heitt kaffijsem þegið var með þökkum, þvi að fleiri voru orðnir hásir en Guðmundur Skömmu seinna kom svo bill frá Skarði, hlaðinn kræsingum og hjálparfólki við reksturinn. Gerðist þá rólegt hjá okkur Snata enda sleppti ég Feng i reksturinn hjá Galtalæk og labbaði niður i Réttarnes. „Mikið ógurlega eru þið kratar nú vitlausir,” sagði einn úr hópnum við mig. „Allt þetta viljið þig leggja niður,” sagði hann og bandaði hendinni yfir reksturinn. „Það er nú ekki rétt hjá þér,” sagði ég, „hins vegar viljum við náttúrlega ekki styðja það, að styrktur sé innfluttn- ingur á rekstrarvörum til landbúnaðarins, til þess eins að greiða þurfi stórlega niður umframfram- leiðslu hans á erlendan markað. Sé nauðsynlegt að hafa umframfram- leiðslu, viljum við frekar að hennar sé neytt i landinu sjálfu.” „Allavega er ykkur illa við bændur,” sagði nú viðmælandi minn og vildi greinilega herma eitthvað ljótt upp á Alþýðuflokkinn. „Það er heldur ekki rétt hjá þér,” sagði ég, „þvi ég hef aldrei vitað til þess, að nokkrum væri illa við þann, sem hann vill auðga með bættu skipulagi”. „Jæja, að minnsta kosti er þér ekki illa viö krækiberin” sagði þessi rökfimi maður sigri hrósandi, enda Flutt á bls. 860 Fjóla Runólfsdóttir á Skarði býr um finguráverka á Ásgciri Auðunssyni fjall- kóngi Sunnudagsblað Timans 851

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.