Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 10
Haraldur Kunólfsson i Hólum gælir við svipuna sina og Sigrúnu Haraldsdóttur frá Lýtingsstöðum. okkur Feng við reksturinn, þvi bræðurnir mögnuðust um allan helm- ing við endurfundina. Fengur var lika búinn að fá góða hvild daginn áður og svo var ég i þurrum og hlýjum sokk- um, sem ég hafði snikt af Kristni i Hvammi og fékk reyndar að gjöf, þeg- ar ég ætlaði að skila þeim. Komum við i Sölvahraun um fjögurleytið og hafði sjaldan gengið betur. Þar hittum við þá, sem fóru i Valafellið og var nú hraunið smalað. Tvöfaldaðist safnið enn við það og var þá orðið um 3000 fjár. Nokkrir bændur höfðu talað um að sækja fé sitt á bilum inn i Sölvahraun, og ná þvi þannig undan rekstrinum niður i Réttarnes daginn eftir. Slikt at- ferli hefði vægast sagt orðið óvinsælt meðal gangnamannanna, enda var i rauninni engin þörf á þvi að smala Sölvahraunið fyrr en þá morguninn eftir, þegar byrjað var á rekstrinum niðurúr. Auk þess er óleyfilegt að sækja fé i almenninga, enda bannaði hreppstjórinn allt svona óþarfa um- stang. Frá minu sjónarmiði get ég heldur ekki séð, að spiklagið á dilka- kjötinu sé svo óskaplega vinsælt meðal neytenda að eyðileggja þurfi réttirnar fyrir það. Óneitanlega yrði sú raunin á, ef sumir af fjárflestu bændunum að hreppstjóranum þó undanskildum, myndu rétta sitt fé uppi á fjöllum. t Afangagili er ágætis gangnakofi, sem rúmar þó aðeins 12 manns. Sumir fóru niður i byggð um nóttina, en aðrir Nýtrúlofuð og sæt — Knútur Eyjólfsson i Hvammi og Guðriður Sigurðardóttir úr Reykjavik. sváfu i tjöldum. Ég valdi mér að sjálfsögðu beztu kojuna i kofanum, en hún var svo breið, að nóg pláss var fyrir okkur Snata báða. Um kvöldið var mikill gestagangur og hið mesta fjör i kofanum. Sumir áttu kærustur, sem fögnuðu nú þeim, sem fjöllin höfðu geymt i viku. Svo voru aðrir, sem komu svona bara til þess að heilsa upp á mannskapinn,fá kaffi og guldu þá gjarnan með finirii úr kaupstaðnum. ,,Er það satt, að þú þykist vera skáld?” spurði ein hnátan mig, sem þarna var með vinkonum sinum. Ég setti upp litillætissvip eins og Guð- mundur Danielsson, klóraði Snata á bak við eyrun og sagðist aldrei hafa komizt af leirburðarstiginu. „Leyfðu okkur að heyra,” sagði brúneygð heimasæta af Rangárvöllum,” annars getum við ekki einu sinni vitað, hvort þetta er leirburður hjá þér.” ,,Ég er nú vanari þvi að skálskapur minn veki frekar hrylling en hrifningu”, sagði ég, ,,og þessvegna þori ég ekki að hætta á það. ,,Þá viðurkennum við þig ekki af Lækjarbotnaættinni”, gall þá við i Sverri i Selsundi, sem hafði heyrt samtalið. Slika friun stóðst ég ekki, reis upp við dogg og sagðist ætla að fara með ljóð það, sem nefndist : Allrasveitakvikindið. Fékk ég þegar hljóð. Ég rangæskur, borgfirzkur, Reykvikingur er, rétt sýslur Arnes og Dala blitt hylli. Snæfellskan styrk og tröllskap Strandanna ég ber stóðhestssvip norðlenzkan og hún vetnska snilli. Skaftfellskri eldraun, bjartri Eyjafjarðar sól, aldrei minir afar geta gleymt. Sveit Þingeyja og Múla,- og minna feðra geymir ból mitt tsland, ég hef þig gjörvallt heimt. Ég kenndur er við Guð þann, sem lýðnum veitir ljóð, iaugar sárin og ölium gefur von. Ég kominn er af Karli, tryggur, svanna, öli og óð ég heiti: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. „Þetta er vissulega hörmung”, sögðu stúlkurnar og hrylltu sig, en Sverrir hló mikið. „Ég verð þá að fara með ástarvisuna mina fyrir ykkur,” sagði ég, ,,en húni er mér svo heilög, að þið verðið að láta ykkur lika vel við hana. „Það vitum við nú ekki svona fyrirfram” sögðu þær, ,,en við gefum 850 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.