Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 8
Stefán þórðarson, Reykjavík Sveinbjörn Kristmundsson Sverrir Haraldsson i Selsundi i Selsundi var með þá. Þeir geystust fram úr okkur niður að Helli. Hestarn- ir voru heimfúsir og meðan Sverrir var að gefa þeim i Hellinum, tóku nokkrir á rás niðurúr. Var ekki að sök- um að spyrja, að stór hópur lagði af stað á eftir, sem kostaði eltingarleik við þá alla leið niður á Fitjar. Við með safnið, urðum þvi fyrst til að ljúka okkar verki þá um daginn og var safn- ið komið i girðingu um kaffileytið. Áöur fyrr var venjulega sofið i tjöld- um við Landmannahelli og hestarnir látnir i hellinn. Núna hafa risið nokkur hús þar, fyrst gangnakofi og hesthús, en nýverið byggði Eyjólfur Ágústss. i Hvammi upp á sitt eindæmi mjög gott hús fyrir gangnamenn og vegfarendur með sex kojum, svefnlofti fyrir fimm til tiu manns og sambyggt hesthús fyr- ir 10-15 hesta. Eyjólfur er sonarsonur Eyjólfs Guðmundssonar i Hvammi, sem Björn i tsafold gaf nafnbótina Landshöfðingi. Finnst mörgum, að tignarheitið eigi að fylgja nafninu, enda er húsið jafnan kallað Höll Landshöfðingjans. Um kvöldið fóru menn að tinast að. Kristnarnir, Stefán, Jón,Ásgeir kóngur og ég sváfum i kojunum inn i Höllinni, en Vilhjálmur og Pálmi uppi á lofti. Páll á Galtarlæk tjaldaði og sváfu þeir Sigurður kóngur við þriðja mann i tjaldinu. Aðrirvoru i gangnakofanum. Stefán hafði átt erfiða ævi. Hann er reyndar með betri handknattleiks- mönnum landsins og spilar með Fram. t Jökulgilinu hafði hann lent i erfiðum leitum i Sveinsgilinu, enda talinn i góðri þjálfun, en snarsundlaði á efstu hryggjunum, sem fáir geta vist láð honum. Núna um daginn var hann i Höfðanum með Kristni Guðnasyni, en Höfðinn er með hæstu fjöllum á af- réttinum og Kristinn frekar fyrir það að halda áfram. Þegar Kristinn i Hvammi benti svo Stefáni á Loðmund sem gnæfði upp yfir Hellisfjallið, snar- brattur og með hamrakórónu sina á höfði. og sagði honum. að þarna uppi ætti hann að spigspora á morgun. lýsti Stefán þvi yfir að djöfullinn sjálfur gæti ekki dregið sig upp á þetta fjall. Voru uppi ýmsar skoðanir um það, hvors máttur væri meiri,Frammarans eða þess^sem Sæmundur i Odda beizl- aði á sinum tima og sundreið frá Svartaskóla til íslands. Ekki kom sú skoðun þó fram að reyna að beizla ..þann i neðra” til útreiða upp á Loð- mund, enda er blóð Oddverja eitthvað orðið misþykkt i landanum-. Um nóttina vaknaði ég nokkrum sinnum við hundana, Snata og Val. Þeir vildu koma i heimsókn upp i koj- una, enda hlýrra þar en á gólfinu. Þeir voru orðnir hálf slæptir og hafði eng- 848 j Ester Haraldsdóttir i Hólum Jón Jónsson á Lækjarbotnum Guömundur Kvaran úr Reykjavik Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.