Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 20
Með Landmönnum í
Flutt af bls. 851
var ég stoppaður i krækiberjalyngi á
hrauninu fyrir ofan Réttarnesið og
úðaði i mig berjunum.
,,t>að máttu bóka, enda eru þau góð”,
sagði ég og byrjaði hann þa áð tina ber
lika.
Allt safnið komst i Réttarnesið i
björtu, og góð var kjötsúpan hjá hús-
freyjunni i Skarði, þegr við komum
heim um kvöldið.
Morguninn eftir var riðið i réttirnar
og var ég auðvitað á Feng.
„Aldrei hefur þú þakkað mér fyrir
þennan fallega hest,” sagði hrepps-
stjórinn þegar við áðum á leiðinni.
Ég kyssti hann á kinnina fyrir hestinn.
..Láttu þaö samt ekki uppi við nokkurn
mann að ég hafi með eign á honum að
gera", sagði ég. ,.hann gæti verið
tekinn upp i gjaldþrotið."
,,Það er raunarlegt,” sagði hrepps-
stjórinn, ,,það er ekki ofsögum sagt af
hörmungum ykkar þarna á mölinni.”
,,Já, Búnaðarbankinn og lögmaður
nokkur. norðan og vestan i Þing-
holtunum afrekuöu þetta,” sagði ég.
— „Preterea censo ChartKaginem esse
delendam".
,,Þá skráum við gæðinginn bara á
hana móður þina," sagði yfirvaldið,
,,Þú skuldar henni vist annað eins”, og
ein flækja fjármálanna var leyst.
Réttirnar gengu vel. Reyndar gengu
þær svo vel, að þegar ég hafði tekið
nokkrar myndir og farið smávegis i
berjamó voru þær búnar og ekkert
eftir fyrir mig að draga. Austan-
mennirnir af Rangárvöllum ráku féð
sitt yfir Rangá að venju á vaöinu og
eftir að hafa fylgzt með þvi, snéri ég
mér að Skarðsrekstrinum. Litiö var þó
að gera. þvi að nógur var mannskap-
urinn.
Daginn eftir átti að smala heima-
hagana i Skarði og svo var réttarballið
um kvöldið. Nú var ballið i fyrsta skifti
i langan tima haldið i Réttarnesinu,
eins og i þá góðu gömlu daga, en nú
átti að dansa i tjaldi. Útsynningsslag-
veður var, þegar viö hófum smölunina
og buldi á okkur rokið og rigningin,
þegar við riðum upp Skarðsfjallið. Við
gömlu beitarhúsin var áð og aðeins
rofaði til. Landsveitin breiddi úr sér
fyrir neðan en handan hennar og
Rangár gnæfði Hekla i öllu sinu al-
þjóðlega veldi og var byrjuð að skjóta
hærum undir veturinn. Hérna^hafði ég
sagt GÚðna hreppsstjóra, vildi ég fala
af honum land undir sumarbústað, ef
ég yrði einhverntima rikur.„Það
verðurðu náttúrlega aldrei,” sagði
hreppsstjorinn, „en við hérna af
Vikingslækjarættinnu höfum nú alltaf
göngum o«í réttum
höföingjar verið”, og setti siðan upp
óræðan svip, eins og allir þeir ráð-
herrar, sem sú ætt hefur alið.
títsynningurinn feykti mér næstum
ofan af Skarðsfjalli og hefði Fengur
minn ekki staðið við hlið mér, hefði ég
sjálfsagt tekið flugið. Við vorum fljótir
að smala fjallið og siðan tók
Skarðsheiðin við. Þjórsá markar
heiðina að vestan og ekki vildi ég riða
hana á Hagavaði i þeim ham, sem hún
var i. Skrýtnir eru sumir að vilja ekki
rafmagn frá henni og þverám hennar.
Eins og þær hafa nú litið fyrir þvi að
mala þau fáu negawött, sem annars-
staðar þarf að leggja heilar byggðir i
eyði fyrir.
Slagveðrinu slotaði rétt fyrir kvöldið
og hljómsveit Þorsteins Guðmunds-
sonar á Selfossi stóð sig með mestu
prýði á réttarballinu. Þúsund manns
skemmtu sér konunglega þar, en
sumir voru þó þeirrar skoðunar, að
ennþá skemmtilegra hefði verið að
hafa réttirnar og ballið samdægurs.
Ég vaknaði við það morguninn eftir,
að hreppsstjórinn ýtti við mér.
„Hvar hefur þú haldið þig i nótt”?
spurði hann.
„Nú. hérna i rúminu eins og lög gera
ráð fyrir,” sagði ég.
„Ja, þessi ungdómur nú til dags,”
sagði hreppsstjórinn og kallaði til sin
Halldór Eyjólfss. sem kom aðvifandi.
Við Halldór erum ekki aldeilis
búnir að sofa i nótt, frekar en venja er
til sveita eftir réttir og stórhátiðir. Við
erum svo félagslyndir, að við erum
búnir að stunda söng og ræða við al-
mennilegt fólk i alla nótt, en ekki flat-
maga i bælinu.”
Siðan sungu þeir „Blessuð sértu
sveitin min," svo að undir tók i húsinu.
Ég skreiddist á Iappir og fyrirvarð
mig fyrir ófélagslyndi mitt.
—„O tempora, o mores”.
Nú leið að kveðjustundinni. Ég dró
undan Feng og sleppti honum i túnið.
Snati, Valur og Kátur lágu undir vegg
og nutu hvildarinnar. Ég labbaði út að
rétt, þar sem Kristinn var að raga það
fé, sem átti að fara i sláturhús, og
bólusetja liflömb. Heyfengur hafði
verið góður um sumarið og margt fé
var sett á. Samt fóru um þúsund lörr.b i
sláturhús og eru mörg handtökin við
svo margt fé. Þegar við bætist um 50
nautgripir i fjósi og annað eins af
hestum sem margir eru i tamningu
verður enginn öfundsverður af verk-
efninu — Hvað sem öllum skipulags-
málum landbúnaðarins liður.er þó eitt
vist, að til eru þeir menn i sveitunum,
sem vinna á við hvern landa sinn sem
er.
Eftirmáli
Þegar ég kom i bæinn frétti ég að
ungur bóndi ofan úr Borgarfirði
Hreinn Heiðar Árnason, hefði látið
lifið i leitum þar. Gleði min vegna
fjallferðar minnarhvarf. Göngur og
leitir á haustin, þegar allra veðra er
von, eru meðal hættulegustu störfum
sveitanna. Ég vona lika að það komi
að einhverju leyti fram i þessari grein,
þótt mér hafi greinilega verið hlift við
öllu nema þvi sem auðveldast var, og
reyndar fengum við lika sérstaklega
gott veður. i minningu þessa unga
bónda lýk ég þessu, með erindi úr ljóði
Þorsteins Erlingssonar.
Þvi sá, sem hræðist fjallið og einlægt
aftur snýr,
fær aldrei leyst þá gátu, hvað
hinumegin býr.
En þeim, sem eina lifið er bjarta
brúðar myndin,
þeir brjótast upp á fjallið og upp á
hæsta tindinn.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Reykviski gangnamaðurinn kominn heim og segir sonum sinum leitarsögur — og
vel er hlustað af þeim Valdimari Karli og Karli Ilöskuldi.
860
Sunnudagsblað Tímans