Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 7
Með stórmennum lífsins að „klífa skriður, skríða kletta, velta niður, vera að detta”, á eftir sauðþrjózku afréttarfé Land- og Holtamanna Kom til orða að slátra vænsta hrútnum í hópnum til heiðurs ungum smalamanni Guðlaugur Tryggvi Karlsson segir frá gangnaferð í haust Við komumst upp undir lokin og byrjuðum strax að gá til kinda. Nokkr- ar sáum við hjá Litla-Hamragilinu og þar sem þær tóku strikið upp að jöklin- um gátum við litið gert nema biða eftir Olgeir i Nefsholti og Pálma á Læk,. sem áttu að koma á móti þeim eftir að hafa smalað frá jöklinum. Páll skellti sér þó yfir gilið og endaði næstum upp á jökli, en Olgeir lenti á svo mjóum hrggjum á niðurleiðinni eftir kindun- um, að hann þurfti að riða þeim klof- vega til að komast eftir þeim. Að end- ingu þurfti ég svo að klöngrast yfir gil- ið, en varð svo að fara yfir það aftur i fyrirstöðu, ef kindunum skyldi nú þóknast að snúa við. Smátt og smátt þokuðust þær niður og mikið var ég fenginn að sjá Kristinn á Glóa i miðj- um fjallshliðunum og Val gamla, sem kunni sem áður sitt fag og það vel. Haraldur á Hólum tók á móti mér nið- ur á aurunum með Glanna og ég var fljótur á bak. Glanni var litið þreyttur og leiður á rekstrarstappinu niður aur- ana. Eftir nokkra sýnikennslu i prjóni, fékk ég að gefa honum lausan taum- inn, þvi að við Kristján á Vindási vor- um sendir á undan að hita kaffi. Og harðir fætur voru fljótir að ryðja okkur braut i grjóti niður Jökulgilið. Um kvöldið komu Skaftfellingar að sækja fé sitt. Afrettur Rangæinga og þeirra liggur hér saman og féð getur óhikað gengið á milli. Mikið fleira fé gengur þó frá þeim yfir á Landmanna- afrétt en öfugt og má segja að helmingurinn að þvi fé, sem við smöl- uðum á þessum tveimur dögum, sé austan að. Þeir hafa einnig breytt smalaháttum hjá sér þannig, að þeir taka ekki núna sitt fé i rétt fyrr en niðurundir byggð, sem gerir svo til ókleift aö ná rangæska fénu áður en það er dregið i sláturhús og drepið. Er mörgum sárt um fullorðna féð sitt sem er orðið hagavant á þessum slóð- um. Ég hafði orð á þvi um kvöldið, að þetta væri misrétti, að þeir ættu i rauninni leggja til fjallmenn i Land- mannaleitir sem og að gjalda fjallskil fyrir beitarnot. Var þvi tali eytt, enda hafa Rangæingar alltaf verið höfðingjar. Mánudagurinn rann upp bjartur og fagur, sem við urðum allir vitni að, þvi sérhver var kominn á fætur fyrir dag- mál. Ég var nú óspart notaður til þess að hita kaffi, enda hafði ég gloprað þvi út úr mér, að meðal fjölþættrar lifs- reynslu minnar hefði ein verið sú að vera annar kokkur á togara. „Hvað Síðari hluti dóu margir af áhöfninni”? var spurt og þegar svarið var: „enginn óeðlileg- um dauða”, var ég umsvifalaust skipaður kaffimeistari. Ég var sendur með rekstrinum þennan dag,enda búinn að lýsa þvi yfii að við Snati gætum svo sem séð um þetta. Á þessum degi er rekið það fé, sem hefur smalazt frá Landmanna- laugum að Landmannahelli. Einnig er allt svæðið þar á milli smalað. Veðrið var yndislegt og við Frostastaðavatn var hinkrað eftir fé úr Tjörvafelli. Himbrimapar var á vatninu og sungu þau um kyrrðina og fegurðina við vatnið. Við Snati og Fengur hlustuðum hugfangnir á. A leiðinni niður að Dómadal sáust tvær kindur uppi á sandöldu. Ester i Hólum leit storkandi til min og sagði. „Þið þremenningarnir sjáið vist um þessar”. Viðstóðumstekkislik friyrði, komumst fyrir kindurnar og Snati sá um að koma þeim i hópinn. Hann , Fengur og ég stóruxum i áliti við frammistöðuna. Á Dómadalshálsi sást til ferða hestarekstursins á eftir okkur. Sverrir Á freinstu mynd er Kristinn Guðnason á Skarði, þá Vilhjálmur Þórarinsson i Litlu-Tungu og aftast Kristján Gislason á Vindási — allir galvaskir gangnamenn. Sunnudagsblað Tímans 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.