Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 12
,,0g af þvf að ég er kennari, þá er mér hin upp- vaxandi kynslóð rik i huga. Mér er mjög hugleikið, að börn fái að sjá leikrit miklu meira en nú er. Kannski er ég of dómhörð, en mér hefur oft fundizt, að ekki sé gerður nógu mikill munur á menningarlegum skemmtunum og öðrum. Mig grunar, að barna- skólarnir séu dálitið hræddir við að taka frá okkur auglýsingar, til dæmis myndir úr leikritum, til þess að hengja upp i skólunum... Það er ekki sama hvort börn horfa á gott barnaleikrit, eða fara á þrjú- sýningu i bíó og sjá þar einhverja teiknimynd. Ef skólar vildu vera milliliðir á milli barna og leikhúss eða barna og tónlistar, þá finnst mér að flestir foreldrar ættu að vera ákaflega þakklátir. Það, sem ég vil stefna að i minu leikhússtarfi, er að hafa mikið barnaleikhús og unglinga,” segir Vigdis Finnboga- dóttir hinn nýráðni leikhússtjóri meðal annars i þessu samtali. Það hefur vist ekki farið framhjá þeim sem lesa blöð, hlusta á útv.arp eöa horfa á sjónvarp, að á þessu hausti urðu leikhússtjóraskipti i höfuðborg tslands. Þjóðleikhússtjóri lét af em- bætti, eftir að hafa gegnt þvi um rösk- lega tveggja áratuga skeið, fyrstur manna, sem það embætti hefur haft á hendi á landi hér. Við embætti þjóð- leikhússtjóra tók Sveinn Einarsson, sem verið hefur leikhússtjóri i Iðnó, og við stöðu Sveins tók Vigdis Finnboga- vallagötuna, og þegar við vorum að vaxa upp, var það i tizku að hafa borð- stofu og dagstofu, sem gjarna voru að- skildar með rennihurðum. En þetta bauð vitanlega upp á aðstöðu til leik- starfsemi, sem óspart var notuð i af- — Þú hefur auðvitað oft leikið i þessu leikriti? — Já, eins oft og tækifæri gafst. Og ég var svo heppin að fá alltaf að leika hjúkrunarkonuna, sem kemur heim á morgnana og sefur á daginn og var ,4 námi mínu í Frakklandi hallaðist ég þegar ískyggilega að leikbókmenntum” Rætt við Yigdisi Finnbogadóttur, leikhússtjóra dóttir, sem leikhúsfólki er að góðu kunn, þó ekki væri nema fyrir hlut hennar að starfsemi Grimu, fyrir svo sem einum áratug. En það er búið að skrifa og skrafa svo mikið um leikhúsmálin á þessu hausti, að mig langar að fara dálitið aðra leið, en þeir sem við Vigdisi hafa spjallaö hingað til. Það er persónan á bakviö embættið, sem áhuginn beinist að, og i samræmi við það ber ég fram mina fyrstu spurningu: — Ertu fædd með leiklistaráráttuna i blóðinu, Vigdis? — Ég veit nú ekki, hvort ég er fædd með hana. En ég er af þessari kynslóð, sem lék mikið á bakvið rennihurðir i Vesturbænum, og Jökull Jakobsson hefur sagt svo skemmtilega frá. Við vorum reyndar bæði alin upp við As- mælum og barnasamkvæmum. Þá fengu litlu börnin, og svo þeir sem ekki höfðu hæfileikana, að sitja borðstofu- megin og horfa á, en við, stærri krakkarnir, „inpróviseruðum” hinum megin. — Manstu eftir einhverjum sérstök- um verkum, sem þið fluttuð? — Hvort ég man, — þaö var alltaf sama leikritið i ýmsum útgáfum. Þaö fjallaöi um konu, sem leigði tveim aðilum sama herbergið. Annar var hjúkrunarkona, sem vinnurútiog var á næturvakt, en kom heim og svaf á dag- inn, en hinn aðilinn var karlmaður, sem vann lika úti, en hans vinna fór fram að degi til, og á kvöldin kom hann heim til þess að sofa. Af þessu spratt svo margháttaður misskilningur, eins og nærri má geta. náttúrulega afskaplega tilþrifamikil persóna. Ég var nefnilega sérhæfð i hjúkrunarkonum.þvi mamma min er hjúkrunarkona, og var mikið um- kringd þeirri stétt. — Varstu kannski með leiklistina á bakvið eyrað, þegar þú siðar lagðir út á námsbrautina? — Nei. Þegar ég var unglingur, var ég talsverður fagurkeri. Ég er af þess- ari eftirstriðskynslóð, sem gleypti i sig Timarit Máls og menningar og ég segi þaö nú stundum við nemendur mina, að mesti munurinn sem ég finni á mér og minum jafnöldrum og þeim, sem nú eru i menntaskóla, sé sá að við höfum verið miklu snobbaðri fyrir allri list. Við söfnuðum eftirprentunum af verk- um frægra listamanna og limdum þetta upp i herbergjunum okkar. Við 852 Sunnudagsbiaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.