Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 15
Fær gamla Iðnó að standa sem leiklistarsafn, sem stundum verður leikið i, þegar nýtt borgarleikhús hefur verið byggt? sagði nú marga snjalla setninguna, hann Haraldur, og gerði það á þann hátt, að ekki er svo auðvelt að gleyma þvi. — Þú hefur öldungis ekki verið ókunnug leikstarfsemi, þegar þú varðst leikhússtjóri i Iðnó. En var nú byrjunin samt ekki dálítið erfið? — Æjú, maður veit aldrei almenni- lega hvað maður er að gera. Eitt er að hafa lært litillega um þetta i skóla og siðan stundað það sem hjáverk og annað að fara að hugsa um það allan daginn frá morgni til kvölds.En ég var mjög heppin. f fyrsta lagi var mér og er alveg frábærlega vel tekið. Það vilja allir allt fyrir mig gera og and- rúmsloftið er mjög hlýlegt i minn garð. 1 öðru lagi var i gott bú að setj- ast. Það er ómetanlegt að koma að leikhúsi, sem stendur með svona miklum blóma. Leikhússtjórinn, sem þarna var á undan mér, Sveinn Einarsson, hefur unnið þar bæði mikið og gott verk með þvi að byggja þetta leikhús upp og skiljast við það i sliku horfi. En þeim lúxus, sem mér var þar i hendur lagður, — honum fylgir auðvit- að sá vandi að halda nú verkinu áfram, og meira að segja helzt að gera enn betur, ef þess verður auðið. — En nú er ykkar æruverðuga hús tekið allmjög að gamlast. Er þar ekki þörf skjótra úrbóta? — Jú, mikil ósköp. Það hefur lengi verið draumurinn að gera þetta gamla, virðulega leikfélag að borgar- leikhúsi. Og nú er loksins farið að hilla undirhiðlangþráða borgarleikhús, þvi að það er búið að samþykkja að veita Leikfélaginu lóð i nýja Miðbænum, við Kringlumýrarbraut. — Sjáið þið ekki eftir þvi að fara úr gamla Miðbænum? — Jú, sannarlega söknum við þess — bæði ég og aðrir. Marga hafði dreymt um það að leikhúsið yrði reist á Bárulóðinni, hérna við Tjörnina, svo að það fengi að veita þessum gamla Miðbæ lif. Það segir sig sjálft, að ef ekki verður um neina aðra starfsemi að ræða en einhver viðskipti, þá deyr þessi gamli Miðbær. Hann þarf ein- hverja aðra lifæð en Nýja Bió og Hótel Borg, þótt bæði séu góð á sinn hátt. En hér er við ramman reip að draga. Nú eru komin ný lög, sem kveða á, að ekki megi vera hærri hús en þrjátiu metra i aðflugi að flugvöllum. Gildir þetta i tveggja kilómetra fjarlægð frá lendingarstað vélar. Nú er það vitað mál, að Reykjavikurflugvöllur verður notaður til ársins 1984, að minnsta kosti, svo að það er algerlega útilokað, að við getum féngið að reisa nýja leik- húsið þar sem við hefðum helzt viljað. Það var þvi ekki um neitt annað að ræða, en að þiggja lóðina, þegar hún bauðst, þótt enn sé reyndar ekki ná- kvæmlega ákveðið á hvaða bletti hún verður. — En er ekki hugsanlegt, að gamla húsið ykkar fái að standa og jafnvel að þar fari enn fram einhver menningar- starfsemi á ykkar vegum? — Það er alveg sjálfsagt, að gamla húsið verði varðveitt óbreytt. Vitanlega væri hægt að leika þar verk, sem ekki krefjast mjög mikils hús- rýmis, en það væri lika hægt að koma þar upp leiklistarsafni. Það er til mjög mikið efni, ljósmyndir og annað, úr hinni löngu sögu Leikfélags Reykja- vikur. Þannig væri hægt að tengja saman gamlan tima og nýjan: Flytja við og við leikrit i leiklistarsafninu. — En hverjar eru hugmyndir þinár um rekstur sliks leikhúss i framtið- inni? — Það hlýtur alltaf að þurfa að reka svona leikhús — sem er talsvert minna en Þjóðleikhúsið — við hliðina á Þjóð leikhúsinu. Ég á við, að það megi ekki reka það i verkefnasamkeppni við Þjóðleikhúsið. Það á að hafa sina eigin stefnu. Að visu er ekkert á móti þvi, að leikhúsin keppist við hvort i sinu lagi að flytja sem bezt verk. Mér finnst, að Leikfélagið eigi ekki að reyna að ná viðskiptavinum frá Þjóðleikhúsinu, heldur reka svo góða list, að fók geti komið hingað, engu siður en i Þjóðleik- húsið, og færi þangað engu siður en hingað. Mig langar til þess að reka þetta litla leikhús sem Iðnó er nú.þannig að fólk geti gengið þar að ákveðnum verkum, eða að ákveðinni tegund verka, væri kannski réttara að segja. Að það viti, að þarna geti það fengið að horfa á si- gilda skopleiki, eins og alltaf hafa verið sýndir þarna. Það er orðið gömul hefð. Fólk þarf lika að vita, að þarna séu ekki sýnd verk, sem ekki hafa eitt- hvert markmið, einhvern boðskap að fiytja. Ég vil lika, að þetta leikhús sé tengt nútimanum og sé að einhverju leyti spegill fyrir það lif, sem er umhverfis okkur, hjálpi okkur til þess að koma auga á vandamál og að taka afstöðu til þeirra. Og af þvi að ég er kennari, þá er mér hin uppvaxandi kynslóð rik i huga. Mér er mjög hugleikið, að börn fái að sjá leikrit miklu meira en nú er. Kannski er ég of dómhörð, en mér hefur oft fundizt að ekki sé gerður nógu mikill munur á menningarlegum skemmtunum og öðrum. Mig grunar, að barnaskólarnir séu dálitið hræddir við að taka frá okkur auglýsingar , til dæmis myndir úr leikritum, til þess að hengja upp i skólunum. Þeir óttast, að þá fari allir krakkarnir að heimta að fá að sjá þetta og þetta leik- rit. Allir i skólanum fái það — og það kostar auðvitað peninga. En ég verð nú bara að segja, að mér finnst það ekki neinn skaði, þótt þau langi til þess. Það er ekki sama, hvort börn horfa á gott barnaleikrit, eða hvort þau fara á þrjú-sýningu i bió og sjá þar einhverja teiknimynd. Ef skólarnir vilja bara vera milliliðir á milli barna og leikhúss eða barna og tónlistar, þá finnst mér að flestir foreldrar ættu að vera ákaflega þakklátir. Það sem ég vil stefna að i minu leik- hússtjórastarfi, er að hafa þarna mikið barnaleikhús og unglinga. —VS. Sunnudagsblað Tímans 855

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.