Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Page 13
Þjóöhöfðingjar meö yfirskeggiö, Hitler og Stalin, eins og Ebbi Sunesen hefur þá. menn væru eitthvað. Enskir dómarar sitja uppi með þær enn þann dag i dag. Friðrik mikli Prússakonungur lét hermenn sina flétta parrukið og gera það upp i hnakkann. Þá var það litað hvitt með hveitisalla, enda var haft á orði, að herinn þyrfti meira hveiti til að lita hárkollurnar en i brauð. En þegar karlmenn voru svona siðhærðir, kom kvenhárið lika i ljós undan klútunum. Og fóru hefðarkonur brátt að drýgja hár sitt með hári, sem þær keyptu af fátækum alþýðukonum. Þá var lika hægt að hreykja hárinu svo, að vel þótti sæma.að hakan væri á mennskjunni miðri. Sú höfuðprýði hvarf öll með byltingunni frönsku, en konur i Evrópu báru þó sitt hár, ýmis- lega greitt og handtérað allt fram i heimsstyrjöldina fyrri. Um höfubúnað verður fátt sagt hér, en aðeins minnt á það, að turnar og bursti á húsum hafa löngum verið i stil við höfuðbúnað. Þar meö er ekki sagt hvort húsin eigi aö likjast fólki eða fólkið húsunum. Höfuöbúnaöur kvenna á 16. öld gat naumast oröiö nógu hár. Krossfararnir sáu á Austurlöndum konur meö silfurhlaö og silkifald og þegar þaö fréttist heim til Evrópu var höfuötizkan fljót aö breytast. Prestunum þótti ljótt aö kouur væru komnar, meö horn eins og djöflar, en hvaö stoöaöi þaö? Aö visu kom það fyrir aö þeir fengu eina og eina til að brenna höfuöfaid sinn fyrir kirkjudyrum, en samkvæmt frásögn munksins, sem um þaö getur, var þaö ekki til annars en aö fara heim og fá sér annan nýjan, ennþá hærri. Saga kvenhattanna siðustu aldirnar er ámóta breytileg og skeggtizkan hefur verið. Þar gilda hin sömu rök, margt er til gamans gert og til- breyting þykir góð. Svo kemur það hér við sögu, að þaö eru til menn, sem græða á skreyting- unum. Þeir, sem lifa á hattasölunni, kosta miklu til i auglýsingum til að gera fólki ljóst, að hatturinn sem keyptur var i fyrra, er langsamlega úreltur og bráðnauðsynlegt að kaupa nýjan. En svo virðist margt af unga fólkinu hugsa sem svo, að ekki sé nauðsynlegt að nota höfuð sitt til að sýna, hvað menn hafi ráð á að kaupa, og notast þvi við sitt eigið hár. Sunnudagsblað Timans 85

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.