Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 19
Hugrún Ellefu alda afmæli Islandsbyggðar Klaki Dropinn fellur niður i djúpan, frosinn snjóinn, sem er orðinn klaki. Dropunum fjölgar, klakinn, sem einu sinni var snjór er kominn með djúpt gat. Fuglarnir kroppa góða fuglafóðrið frá góðu konunni og sjá ekki dropana. Hvi skyldu litlir, aumir fuglar hugsa um dropa, sem grafa burt klaka og gefa von um 'helfrosna grósku, leyndan freðinn vöxt sem enginn veit hvað um verður? Fljótið uppi á heiðinnj feliur niður stokka, steina, fjöll og firnindi klakaböndin eru að losna það hraðar sér, hraðar sér, hraðar sér. Hvað speglast i þvi hvert fer það hvað verður um það? Sums staðar sjást i þvi yndislegar myndir trjáa, sólargeisla og skuggar skýja. Neðst hefur það kyrrst og rennur siðan hægt út i óendanlegan sjó. Frá Norvegi barst hingað bændaval með bústofn ofn og þjóna og öndvegsstoðir. Yfir Atlanzhaf, þessa löngu leið þeir létu bruna svo fagrar gnoðir. Þeim bárust fréttir um eyland eitt, sem enginn byggði, en rikt af gæðum. Þangað heitið var för, og knúinn var knörr, þeir kyntu sér elda og blésu að glæðum. Þeir stýrðu eftir mána, stjörnum, sól og stefnuna tóku að tsiands grunni. Þeir sáu, að eyjan var gjöful, góö, svo glaðir þeir fögnuðu lendingunni. Þeir gátu með höndunum fangað fisk og fuglinn, sem varaðist engar hættur. Bæði höldar og hjú drógu björg i bú, og búendur reistu sér húsatættur. Vér trúum, að Ingólfur byggði sinn bæ, sem borgin nú sténdur, þvi sagnfræðin lifir. Þótt aldirnar liði, eru timans tákn svo talandi skýr þessum frásögnum yfir. Vér finnum i loftinu leika þann blæ, er laðar til kynslóða horfinna tiða. Og hin sama er sól, er signir vor ból. Hinn sami var skapari hverfandi lýða. Sem bræður og systur vér byggjum það land, er býður oss faðminn, þá heim til þess snúum eftir útlaga-tið eða álagablund, það er öryggið bezta, og heil á það trúum. Vor jörð ber i æðum eldheita glóð með öræfadýrð, þar sem jökullinn skartar. Hún cr Fjallkonan frjáls með festi um háls, hún cr fegurst á vorin — með næturnar bjartar. Vort land hefur risið úr söltum sæ og signingu hlotið frá Drottins höndum. Hans blessun er góð, hann blessar það enn, svo ber það að gæðum af öðrum löndum. Þótt skelli á þvi bylgjur og boðaföli, og brimsaltar tungur þess sleiki rætur, þá storð vor er styrk, þótt stundum sé myrk, hún á stórhuga syni og hugprúðar dætur. Valgerður Þóra. V, Sunnudagsblaö Timans 91

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.